Heimir: Þarf að varast nánast allt hjá Króötum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2016 12:00 „Það er misjafnt eftir mönnum hvernig þeir tækla tapleiki. Ég á til að mynda mjög erfitt með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er hann var nýkominn á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan í tapleiknum hér árið 2013. „Þó það hafi verið sárt þá lærðum við gríðarlega mikið á þessu tapi. Þannig á maður auðvitað að nýta sér tapleiki. Það var margt sem fór úrskeiðis í þeim leik. Þjálfararnir, umgjörðin og margt annað var ekki í lagi. Við erum klárlega búnir að bæta það og vonandi skilar það bættum leik hjá liðinu.“ Þjálfarinn gat ekki verið annað en heiðarlegur með að það væri ekkert sérstaklega gaman að koma aftur á þennan völl. „Mér fannst þetta vera ljótur völlur og það var ekki góð tilfinning að koma hingað aftur. Ætlunin er að breyta tilfinningunni fyrir vellinum og kannski elska ég Zagreb þegar ég fer héðan,“ segir Heimir léttur. Það hefur oftar en ekki nánast verið sjálfvalið í byrjunarlið landsliðsins en þannig er staðan svo sannarlega ekki núna og margir spenntir að sjá hvað Heimir ætlar að gera. „Það hefur verið skrítið hversu oft við höfum getað stillt upp sama liði. Þetta er eðlilegt fyrir alla þjálfara að þurfa að breyta eitthvað milli leikja. Það er ekki erfitt. Það er fullt af góðum leikmönnum sem hafa verið fyrir utan og eru æstir í að fá að spila. Það hefur eiginlega verið leiðinlegt hvað þeir hafa fengið fá tækifæri. Við vissum samt alltaf að þeir væru tilbúnir og þeir munu mæta tilbúnir til leiks,“ segir Heimir en hann tilkynnir leikmönnum byrjunarlið sitt í dag sem hann segist vera búinn að velja. „Það þarf að varast nánast allt hjá Króötunum. Þeir eru með leikmenn í góðum liðum í toppdeildum. Það eru mikil einstaklingsgæði og það má aldrei sofna eða missa einbeitingu í þessum leik. Þá munu þeir refsa. Þeir eru vel spilandi og munu halda boltanum vel. Við þurfum að vera þolinmóðir.“ Heimir brá á það ráð í Úkraínu að vera með skákmeistarann Margeir Pétursson á bekknum hjá sér og hann átti að þýða hvað landsliðsþjálfari Úkraínu, Andriy Shevchenko, var að segja. Hann býst ekki við því að vera með slíkan mann á bekknum í kvöld þó svo það sé aftur verið að spila fyrir framan tóman völl. Sjá má viðtalið við Heimi í heild sinni hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona munu Króatar líklega stilla upp Ekki víst að Brozovic verði í liðinu en Modric mun klárlega spila. 12. nóvember 2016 09:26 Þessir gæjar kunna að refsa Margir leikmenn íslenska landsliðsins fá í dag tækifæri til að hefna fyrir tapið á Maksimir-leikvanginum fyrir þremur árum í umspili um sæti á HM. Einn af þeim er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 12. nóvember 2016 07:00 Birkir: Sérstakt að koma aftur inn í búningsklefann "Það var gott að koma aðeins heim aftur,“ sagði laufléttur Birkir Bjarnason fyrir æfingu íslenska liðsins á Maksimir-vellinum í dag. 11. nóvember 2016 15:11 Feluleikur með Modric Ante Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, neitaði að staðfesta á blaðamannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld. 12. nóvember 2016 08:00 Rakitic: Vitum allt um íslenska liðið Miðjumaðurinn frábæri hjá Barcelona, Ivan Rakitic, býst við mjög erfiðum leik gegn Íslandi á morgun. 11. nóvember 2016 16:50 Æfðu í rigningunni án Ara Freys Allir leikmenn íslenska landsliðsins taka nú þátt í æfingu á Maksimir-vellinum fyrir utan Ara Frey Skúlason. 11. nóvember 2016 14:48 Kári: Mandzukic er ótrúlega útsjónarsamur "Það er mjög góð stemning. Við eigum harma að hefna síðan við vorum hérna fyrir þrem árum síðan,“ segir varnarjaxlinn Kári Árnason en hann var þá að koma á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan Ísland tapaði hér í umspilsleik um laust sæti á HM. 11. nóvember 2016 15:29 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira
„Það er misjafnt eftir mönnum hvernig þeir tækla tapleiki. Ég á til að mynda mjög erfitt með það,“ segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er hann var nýkominn á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan í tapleiknum hér árið 2013. „Þó það hafi verið sárt þá lærðum við gríðarlega mikið á þessu tapi. Þannig á maður auðvitað að nýta sér tapleiki. Það var margt sem fór úrskeiðis í þeim leik. Þjálfararnir, umgjörðin og margt annað var ekki í lagi. Við erum klárlega búnir að bæta það og vonandi skilar það bættum leik hjá liðinu.“ Þjálfarinn gat ekki verið annað en heiðarlegur með að það væri ekkert sérstaklega gaman að koma aftur á þennan völl. „Mér fannst þetta vera ljótur völlur og það var ekki góð tilfinning að koma hingað aftur. Ætlunin er að breyta tilfinningunni fyrir vellinum og kannski elska ég Zagreb þegar ég fer héðan,“ segir Heimir léttur. Það hefur oftar en ekki nánast verið sjálfvalið í byrjunarlið landsliðsins en þannig er staðan svo sannarlega ekki núna og margir spenntir að sjá hvað Heimir ætlar að gera. „Það hefur verið skrítið hversu oft við höfum getað stillt upp sama liði. Þetta er eðlilegt fyrir alla þjálfara að þurfa að breyta eitthvað milli leikja. Það er ekki erfitt. Það er fullt af góðum leikmönnum sem hafa verið fyrir utan og eru æstir í að fá að spila. Það hefur eiginlega verið leiðinlegt hvað þeir hafa fengið fá tækifæri. Við vissum samt alltaf að þeir væru tilbúnir og þeir munu mæta tilbúnir til leiks,“ segir Heimir en hann tilkynnir leikmönnum byrjunarlið sitt í dag sem hann segist vera búinn að velja. „Það þarf að varast nánast allt hjá Króötunum. Þeir eru með leikmenn í góðum liðum í toppdeildum. Það eru mikil einstaklingsgæði og það má aldrei sofna eða missa einbeitingu í þessum leik. Þá munu þeir refsa. Þeir eru vel spilandi og munu halda boltanum vel. Við þurfum að vera þolinmóðir.“ Heimir brá á það ráð í Úkraínu að vera með skákmeistarann Margeir Pétursson á bekknum hjá sér og hann átti að þýða hvað landsliðsþjálfari Úkraínu, Andriy Shevchenko, var að segja. Hann býst ekki við því að vera með slíkan mann á bekknum í kvöld þó svo það sé aftur verið að spila fyrir framan tóman völl. Sjá má viðtalið við Heimi í heild sinni hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Svona munu Króatar líklega stilla upp Ekki víst að Brozovic verði í liðinu en Modric mun klárlega spila. 12. nóvember 2016 09:26 Þessir gæjar kunna að refsa Margir leikmenn íslenska landsliðsins fá í dag tækifæri til að hefna fyrir tapið á Maksimir-leikvanginum fyrir þremur árum í umspili um sæti á HM. Einn af þeim er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 12. nóvember 2016 07:00 Birkir: Sérstakt að koma aftur inn í búningsklefann "Það var gott að koma aðeins heim aftur,“ sagði laufléttur Birkir Bjarnason fyrir æfingu íslenska liðsins á Maksimir-vellinum í dag. 11. nóvember 2016 15:11 Feluleikur með Modric Ante Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, neitaði að staðfesta á blaðamannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld. 12. nóvember 2016 08:00 Rakitic: Vitum allt um íslenska liðið Miðjumaðurinn frábæri hjá Barcelona, Ivan Rakitic, býst við mjög erfiðum leik gegn Íslandi á morgun. 11. nóvember 2016 16:50 Æfðu í rigningunni án Ara Freys Allir leikmenn íslenska landsliðsins taka nú þátt í æfingu á Maksimir-vellinum fyrir utan Ara Frey Skúlason. 11. nóvember 2016 14:48 Kári: Mandzukic er ótrúlega útsjónarsamur "Það er mjög góð stemning. Við eigum harma að hefna síðan við vorum hérna fyrir þrem árum síðan,“ segir varnarjaxlinn Kári Árnason en hann var þá að koma á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan Ísland tapaði hér í umspilsleik um laust sæti á HM. 11. nóvember 2016 15:29 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Sjá meira
Svona munu Króatar líklega stilla upp Ekki víst að Brozovic verði í liðinu en Modric mun klárlega spila. 12. nóvember 2016 09:26
Þessir gæjar kunna að refsa Margir leikmenn íslenska landsliðsins fá í dag tækifæri til að hefna fyrir tapið á Maksimir-leikvanginum fyrir þremur árum í umspili um sæti á HM. Einn af þeim er landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. 12. nóvember 2016 07:00
Birkir: Sérstakt að koma aftur inn í búningsklefann "Það var gott að koma aðeins heim aftur,“ sagði laufléttur Birkir Bjarnason fyrir æfingu íslenska liðsins á Maksimir-vellinum í dag. 11. nóvember 2016 15:11
Feluleikur með Modric Ante Cacic, landsliðsþjálfari Króatíu, neitaði að staðfesta á blaðamannafundi í gær að Luka Modric, miðjumaður Real Madrid, myndi verða í byrjunarliði Króata í kvöld. 12. nóvember 2016 08:00
Rakitic: Vitum allt um íslenska liðið Miðjumaðurinn frábæri hjá Barcelona, Ivan Rakitic, býst við mjög erfiðum leik gegn Íslandi á morgun. 11. nóvember 2016 16:50
Æfðu í rigningunni án Ara Freys Allir leikmenn íslenska landsliðsins taka nú þátt í æfingu á Maksimir-vellinum fyrir utan Ara Frey Skúlason. 11. nóvember 2016 14:48
Kári: Mandzukic er ótrúlega útsjónarsamur "Það er mjög góð stemning. Við eigum harma að hefna síðan við vorum hérna fyrir þrem árum síðan,“ segir varnarjaxlinn Kári Árnason en hann var þá að koma á Maksimir-völlinn í fyrsta sinn síðan Ísland tapaði hér í umspilsleik um laust sæti á HM. 11. nóvember 2016 15:29