Atletico tekur á móti Real í borgarslag spænsku höfuborgarinnar á laugardagskvöld og telur að Luka Modric sé mikilvægari Real Madrid en stórstjörnunar Ronaldo og Bale.
Modric hefur verið tæpur vegna meiðsla og spilaði af þeim sökum aðeins í síðari hálfleik í leik Króatíu og Íslands í undankeppni HM 2018 á laugardag.
Sjálfur segir Króatinn að hann verði klár í slaginn á laugardag en það hefur þó ekki verið staðfest enn.
Sjá einnig: Modric var lykilskipting hjá þeim
„Madríd er að verja miklu til að koma sínum bestu leikmönnum í stand fyrir leikinn og það segir mikið um hvað þeir ætla sér að gera og hvernig þeir líta á okkur,“ sagði Gabi við spænska fjölmiðla.

Annar leikmaður sem er tæpur fyrir helgina er franski sóknarmaðurinn Antoine Griezmann, leikmaður Atletico, en hann meiddist í leik Frakka og Svía á föstudag. Meiðsli hans eru ekki jafn alvarleg og óttast var í fyrstu og stefnir hann að því að ná leiknum.
Sjá einnig: Griezmann er ekki fótbrotinn
Griezmann hefur skorað sex mörk og lagt upp fjögur til viðbótar í tíu deildarleikjum Atletico Madrid á tímabilinu til þessa.
Atletico hefur þó tapað tveimur af síðustu þremur leikjum sínum í deildinni og er dottið niður í fjórða sæti deildarinnar. Real Madrid hefur hins vegar ekki enn tapað leik á tímabilinu og á toppnum með 27 stig, sex meira en Atletico.
Viðureign Atletico og Real verður sýnd á Stöð 2 Sport á laugardagskvöld klukkan 19.40.