Fórnarlambið í Tønder-málinu stígur fram: "Vil ekki vera lengur í felum“ Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2016 20:58 Zandra kom fram í þætti á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í kvöld og ræddi þar skelfileg uppvaxtarár sín, en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram í fjölmiðlum og ræðir reynslu sína undir nafni. Mynd/TV2 „Hann er dauður í mínum huga. Hann er ekki faðir minn,“ segir Zandra Berthelsen, sem misnotuð var kynferðislega um árabil af föður sínum og fjölda annarra manna í danska bænum Tønder á Suður-Jótlandi. Zandra kom fram í þætti á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í kvöld og ræddi þar skelfileg uppvaxtarár sín, en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram í fjölmiðlum undir eigin nafni. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og framkallaði mikla reiði í dönsku samfélagi, þegar upp komst að maður í Tønder hafði misnotað dætur sínar tvær um árabil. Hann hafði undir það síðasta einnig selt mönnum aðgang að tíu og ellefu ára dætrum sínum sem greiddu fyrir með pítsum, áfengi og smápeningum. Tønder-málið er líklegast umtalaðasta mál sinnar tegundar í Danmörku. Zandra hefur áður rætt við fjölmiðla, meðal annars Politiken, en þá ávallt undir dulnefni. Í þættinum sem sýndur var í kvöld var fylgst með hinni 22 ára Zöndru, meðal annars þar sem hún liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa innbyrt mikið magn lyfja í tilraun til að svipta sér lífi. Í frétt TV2 segir að hún hafi margoft reynt að fyrirfara sér, stundum til að kalla á hjálp og stundum til að mótmæla skorti á meðferðarúrræðum fyrir fólk í hennar stöðu.Var ellefu ára þegar málið komst uppZandra hefur verið þekkt sem stúlkan í Tønder-málinu allt frá því að upp komst um málið árið 2005 þegar hún var ellefu ára gömul. Gestur á heimili fjölskyldunnar hafði þá tekið eftir að ekki væri allt með felldu og tilkynnti málið til lögreglu. Fréttamaður TV2 ræðir við Zöndru.Mynd/TV2Móðir Zöndru vissi af árásunum en greip aldrei inn í. Félagsmálayfirvöldum var einnig kunnugt um að systurnar byggju við bágar aðstæður, en gripu heldur ekki inn í. „Það var niðurlægjandi að þurfa að standa nakin fyrir framan ókunnugt fólk og gera með þeim hluti sin voru mjög óþægilegir og sársaukafullir,“ segir Zandra í samtali við TV2.Finnur þörf á að segja sína söguZandra er nú 22 ára gömul og segist hafa þörf fyrir því að koma fram og segja sína sögu. Fyrri þátturinn af tveimur var sýndur á TV2 í kvöld. Umsjónarmaður þáttarins, Anders Lomholt, segir að hann hafi ritað henni bréf í febrúar síðastliðinn og í kjölfarið samþykkti hún að taka þátt við gerð þáttanna. „Ég vil gjarnan segja frá því hvernig þetta var þegar ég var lítil og hvernig þeir atburðir hafa haft áhrif á mig alla tíð síðan. […] Maður finnur fyrir mikilli skömm þegar maður verður fyrir einhverju svona. En ég vil segja öllum þeim ungmennum sem hafa orðið fyrir slíku, að þau eiga ekki að skammast sín.“Greind með geðrofÞegar Zandra bauðst til að hitta Lomholt dvaldi hún á lokaðri geðdeild, en í frétt TV2 segir að reglulega komi tímabíl í lífi hennar þar sem hún þurfi að vera í öruggu umhverfi, þar sem henni eru gefin lyf og matur og aðgangur að heilbrigðisstarfsstarfsfólki sé tryggður. Eftir fjögurra mánaða dvöl á geðdeild gat hún flutt aftur í eigin íbúð. „Ég hef það gott núna. Ég hef verið greind með geðrof og er nú betur í stakk búin að takast á við niðursveiflurnar. [...] Ég vil ekki vera í felum lengur. Ég vil bara vera heiðarleg. Ég á ekki að þurfa að fela neitt. Það er ekki mér að kenna að ég hafi verið misnotuð þegar ég var lítil,“ segir Zandra.Hlaut tíu ára dómFaðir Zöndru var árið 2007 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir brotin. Móðir hennar hlaut einnig dóm, en alls hafa sextán manns hlotið dóma í tengslum við Tønder-málið svokallaða. Zandra er ekki í neinum samskiptum við foreldra sína í dag. Í þætti TV2 kemur fram að hún stundi nú nám og vonast til að útskrifast sem student næsta sumar.Foreldrar Zöndru.Mynd/TV2 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
„Hann er dauður í mínum huga. Hann er ekki faðir minn,“ segir Zandra Berthelsen, sem misnotuð var kynferðislega um árabil af föður sínum og fjölda annarra manna í danska bænum Tønder á Suður-Jótlandi. Zandra kom fram í þætti á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 í kvöld og ræddi þar skelfileg uppvaxtarár sín, en þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fram í fjölmiðlum undir eigin nafni. Málið vakti gríðarlega athygli á sínum tíma og framkallaði mikla reiði í dönsku samfélagi, þegar upp komst að maður í Tønder hafði misnotað dætur sínar tvær um árabil. Hann hafði undir það síðasta einnig selt mönnum aðgang að tíu og ellefu ára dætrum sínum sem greiddu fyrir með pítsum, áfengi og smápeningum. Tønder-málið er líklegast umtalaðasta mál sinnar tegundar í Danmörku. Zandra hefur áður rætt við fjölmiðla, meðal annars Politiken, en þá ávallt undir dulnefni. Í þættinum sem sýndur var í kvöld var fylgst með hinni 22 ára Zöndru, meðal annars þar sem hún liggur á sjúkrahúsi eftir að hafa innbyrt mikið magn lyfja í tilraun til að svipta sér lífi. Í frétt TV2 segir að hún hafi margoft reynt að fyrirfara sér, stundum til að kalla á hjálp og stundum til að mótmæla skorti á meðferðarúrræðum fyrir fólk í hennar stöðu.Var ellefu ára þegar málið komst uppZandra hefur verið þekkt sem stúlkan í Tønder-málinu allt frá því að upp komst um málið árið 2005 þegar hún var ellefu ára gömul. Gestur á heimili fjölskyldunnar hafði þá tekið eftir að ekki væri allt með felldu og tilkynnti málið til lögreglu. Fréttamaður TV2 ræðir við Zöndru.Mynd/TV2Móðir Zöndru vissi af árásunum en greip aldrei inn í. Félagsmálayfirvöldum var einnig kunnugt um að systurnar byggju við bágar aðstæður, en gripu heldur ekki inn í. „Það var niðurlægjandi að þurfa að standa nakin fyrir framan ókunnugt fólk og gera með þeim hluti sin voru mjög óþægilegir og sársaukafullir,“ segir Zandra í samtali við TV2.Finnur þörf á að segja sína söguZandra er nú 22 ára gömul og segist hafa þörf fyrir því að koma fram og segja sína sögu. Fyrri þátturinn af tveimur var sýndur á TV2 í kvöld. Umsjónarmaður þáttarins, Anders Lomholt, segir að hann hafi ritað henni bréf í febrúar síðastliðinn og í kjölfarið samþykkti hún að taka þátt við gerð þáttanna. „Ég vil gjarnan segja frá því hvernig þetta var þegar ég var lítil og hvernig þeir atburðir hafa haft áhrif á mig alla tíð síðan. […] Maður finnur fyrir mikilli skömm þegar maður verður fyrir einhverju svona. En ég vil segja öllum þeim ungmennum sem hafa orðið fyrir slíku, að þau eiga ekki að skammast sín.“Greind með geðrofÞegar Zandra bauðst til að hitta Lomholt dvaldi hún á lokaðri geðdeild, en í frétt TV2 segir að reglulega komi tímabíl í lífi hennar þar sem hún þurfi að vera í öruggu umhverfi, þar sem henni eru gefin lyf og matur og aðgangur að heilbrigðisstarfsstarfsfólki sé tryggður. Eftir fjögurra mánaða dvöl á geðdeild gat hún flutt aftur í eigin íbúð. „Ég hef það gott núna. Ég hef verið greind með geðrof og er nú betur í stakk búin að takast á við niðursveiflurnar. [...] Ég vil ekki vera í felum lengur. Ég vil bara vera heiðarleg. Ég á ekki að þurfa að fela neitt. Það er ekki mér að kenna að ég hafi verið misnotuð þegar ég var lítil,“ segir Zandra.Hlaut tíu ára dómFaðir Zöndru var árið 2007 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir brotin. Móðir hennar hlaut einnig dóm, en alls hafa sextán manns hlotið dóma í tengslum við Tønder-málið svokallaða. Zandra er ekki í neinum samskiptum við foreldra sína í dag. Í þætti TV2 kemur fram að hún stundi nú nám og vonast til að útskrifast sem student næsta sumar.Foreldrar Zöndru.Mynd/TV2
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira