Fótbolti

32 liða Heimsmeistarakeppni félagsliða í burðarliðnum hjá FIFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianni Infantino, forseti FIFA.
Gianni Infantino, forseti FIFA. Vísir/Getty
Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur háleitar hugmyndir um að gera Heimsmeistarakeppni félagsliða að stórviðburði í knattspyrnuheiminum.Heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í desember á hverju ári og verður seint talin með vinsælasta knattspyrnumóti tímabilsins. Meistaralið Evrópu og Suður-Ameríku koma bæði inn í undanúrslitin og mætast oftast í úrslitaleiknum.Ítölsk og spænsk blöð hafa það eftir Gianni Infantino að núna sé kominn tími til að breyta þessu og að ný glæsileg Heimsmeistarakeppni félagsliða verði komin á laggirnar árið 2019.Gianni Infantino vill að þetta verði 32 liða keppni sem fari fram síðustu þrjár vikurnar í júnímánuði. Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport og spænska blaðið El Mundo Deportivo voru bæði með frétt um þessa framtíðarsýn forsetans.Næsta heimsmeistarakeppni félagsliða fer fram í Japan í næsta mánuði. Real Madrid frá Spáni og kólumbíska liðið Atletico Nacional eru líkleg til að mætast í úrslitaleiknum.Infantino vill stækka keppnir FIFA því áður hefur komið fram mikill áhugi hans fyrir því að stækka heimsmeistarakeppni landsliða upp í 40 eða 48 þjóða keppni. Hann er þegar kominn með þær hugmyndir inn á borð hjá framkvæmdastjórn FIFA.Hvort að það sé pláss fyrir svona 32 liða keppni á hverju knattspyrnuárinu verður að koma í ljós en álagið er þegar mikið á bestu knattspyrnumenn heims.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.