Hófst strax handa við að mynda ríkisstjórn Snærós Sindradóttir skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Bjarni Benediktsson ræddi við blaðamenn eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti að hann fæli Bjarna stjórnarmyndunarumboð. vísir/eyþór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þarf að upplýsa forseta Íslands um gang mála í stjórnarmyndunarviðræðum um næstu helgi eða strax eftir helgi. Þetta kom fram í máli forseta á Bessastöðum í gær þar sem hann tilkynnti að Bjarni hefði fengið umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hugsa að þetta sé nú bara að hann vill vita hvenær hann á að afturkalla umboðið, að menn séu ekki að liggja með þetta of lengi. Það er pressa á að mynda stjórnina því það þarf að leggja fram fjárlög. Það er líklega það sem liggur þarna að baki,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands, um fyrirvarann sem forseti setur. „Ekki það að menn séu að drolla við þetta yfirleitt. Hann hefur áhyggjur af því hvort þetta gangi ekki hratt og örugglega fyrir sig.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, boðaði Bjarna á fund sinn klukkan ellefu í gærmorgun og tilkynnti að fundi loknum að Bjarni hefði fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Í máli forsetans kom fram að Bjarni hefði ekki tilkynnt honum hvaða stjórn hann myndi fyrst reyna að mynda eða hver óskaríkisstjórn hans væri.Guðmundur Hálfdánarson prófessor.vísir/anton brinkGuðni tók jafnframt fram að hann væri ekki að útnefna næsta forsætisráðherra með ákvörðun sinni. Fyrst og fremst væri hann að hjálpa leiðtogum stjórnmálaflokkanna að mynda ríkisstjórn og ljúka því verki. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sótti það nokkuð fast að fá umboð til stjórnarmyndunar því margt í orðum formanna hinna flokkanna bendir til þess að Viðreisn verði í næstu ríkisstjórn. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, óskaði jafnframt eftir því að Benedikt fengi umboðið. Guðni svaraði því til að honum hefði þótt vænlegra til árangurs að Bjarni fengið umboðið. Eftir tilkynningu forsetans sagðist Bjarni ætla að ræða við alla formenn flokkanna og ekki vera með neina eina stjórn í huga fremur annarri. Áður hafði Bjarni útilokað samstarf með Pírötum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar er sögð vera í burðarliðnum en Bjarni sagði að á henni væri sá galli að hún hefði aðeins eins manns meirihluta. Þegar Fréttablaðið náði tali af Benedikt, formanni Viðreisnar, hafði Bjarni átt við hann samtal í gegnum síma og þeir bókað fund sem fram fer í dag. Bjarni fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokks í gær og svo með formanni Framsóknarflokksins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þarf að upplýsa forseta Íslands um gang mála í stjórnarmyndunarviðræðum um næstu helgi eða strax eftir helgi. Þetta kom fram í máli forseta á Bessastöðum í gær þar sem hann tilkynnti að Bjarni hefði fengið umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hugsa að þetta sé nú bara að hann vill vita hvenær hann á að afturkalla umboðið, að menn séu ekki að liggja með þetta of lengi. Það er pressa á að mynda stjórnina því það þarf að leggja fram fjárlög. Það er líklega það sem liggur þarna að baki,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands, um fyrirvarann sem forseti setur. „Ekki það að menn séu að drolla við þetta yfirleitt. Hann hefur áhyggjur af því hvort þetta gangi ekki hratt og örugglega fyrir sig.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, boðaði Bjarna á fund sinn klukkan ellefu í gærmorgun og tilkynnti að fundi loknum að Bjarni hefði fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Í máli forsetans kom fram að Bjarni hefði ekki tilkynnt honum hvaða stjórn hann myndi fyrst reyna að mynda eða hver óskaríkisstjórn hans væri.Guðmundur Hálfdánarson prófessor.vísir/anton brinkGuðni tók jafnframt fram að hann væri ekki að útnefna næsta forsætisráðherra með ákvörðun sinni. Fyrst og fremst væri hann að hjálpa leiðtogum stjórnmálaflokkanna að mynda ríkisstjórn og ljúka því verki. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sótti það nokkuð fast að fá umboð til stjórnarmyndunar því margt í orðum formanna hinna flokkanna bendir til þess að Viðreisn verði í næstu ríkisstjórn. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, óskaði jafnframt eftir því að Benedikt fengi umboðið. Guðni svaraði því til að honum hefði þótt vænlegra til árangurs að Bjarni fengið umboðið. Eftir tilkynningu forsetans sagðist Bjarni ætla að ræða við alla formenn flokkanna og ekki vera með neina eina stjórn í huga fremur annarri. Áður hafði Bjarni útilokað samstarf með Pírötum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar er sögð vera í burðarliðnum en Bjarni sagði að á henni væri sá galli að hún hefði aðeins eins manns meirihluta. Þegar Fréttablaðið náði tali af Benedikt, formanni Viðreisnar, hafði Bjarni átt við hann samtal í gegnum síma og þeir bókað fund sem fram fer í dag. Bjarni fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokks í gær og svo með formanni Framsóknarflokksins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira