Hófst strax handa við að mynda ríkisstjórn Snærós Sindradóttir skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Bjarni Benediktsson ræddi við blaðamenn eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tilkynnti að hann fæli Bjarna stjórnarmyndunarumboð. vísir/eyþór Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þarf að upplýsa forseta Íslands um gang mála í stjórnarmyndunarviðræðum um næstu helgi eða strax eftir helgi. Þetta kom fram í máli forseta á Bessastöðum í gær þar sem hann tilkynnti að Bjarni hefði fengið umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hugsa að þetta sé nú bara að hann vill vita hvenær hann á að afturkalla umboðið, að menn séu ekki að liggja með þetta of lengi. Það er pressa á að mynda stjórnina því það þarf að leggja fram fjárlög. Það er líklega það sem liggur þarna að baki,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands, um fyrirvarann sem forseti setur. „Ekki það að menn séu að drolla við þetta yfirleitt. Hann hefur áhyggjur af því hvort þetta gangi ekki hratt og örugglega fyrir sig.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, boðaði Bjarna á fund sinn klukkan ellefu í gærmorgun og tilkynnti að fundi loknum að Bjarni hefði fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Í máli forsetans kom fram að Bjarni hefði ekki tilkynnt honum hvaða stjórn hann myndi fyrst reyna að mynda eða hver óskaríkisstjórn hans væri.Guðmundur Hálfdánarson prófessor.vísir/anton brinkGuðni tók jafnframt fram að hann væri ekki að útnefna næsta forsætisráðherra með ákvörðun sinni. Fyrst og fremst væri hann að hjálpa leiðtogum stjórnmálaflokkanna að mynda ríkisstjórn og ljúka því verki. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sótti það nokkuð fast að fá umboð til stjórnarmyndunar því margt í orðum formanna hinna flokkanna bendir til þess að Viðreisn verði í næstu ríkisstjórn. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, óskaði jafnframt eftir því að Benedikt fengi umboðið. Guðni svaraði því til að honum hefði þótt vænlegra til árangurs að Bjarni fengið umboðið. Eftir tilkynningu forsetans sagðist Bjarni ætla að ræða við alla formenn flokkanna og ekki vera með neina eina stjórn í huga fremur annarri. Áður hafði Bjarni útilokað samstarf með Pírötum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar er sögð vera í burðarliðnum en Bjarni sagði að á henni væri sá galli að hún hefði aðeins eins manns meirihluta. Þegar Fréttablaðið náði tali af Benedikt, formanni Viðreisnar, hafði Bjarni átt við hann samtal í gegnum síma og þeir bókað fund sem fram fer í dag. Bjarni fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokks í gær og svo með formanni Framsóknarflokksins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, þarf að upplýsa forseta Íslands um gang mála í stjórnarmyndunarviðræðum um næstu helgi eða strax eftir helgi. Þetta kom fram í máli forseta á Bessastöðum í gær þar sem hann tilkynnti að Bjarni hefði fengið umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hugsa að þetta sé nú bara að hann vill vita hvenær hann á að afturkalla umboðið, að menn séu ekki að liggja með þetta of lengi. Það er pressa á að mynda stjórnina því það þarf að leggja fram fjárlög. Það er líklega það sem liggur þarna að baki,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði og forseti hugvísindasviðs Háskóla Íslands, um fyrirvarann sem forseti setur. „Ekki það að menn séu að drolla við þetta yfirleitt. Hann hefur áhyggjur af því hvort þetta gangi ekki hratt og örugglega fyrir sig.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, boðaði Bjarna á fund sinn klukkan ellefu í gærmorgun og tilkynnti að fundi loknum að Bjarni hefði fengið umboð til að mynda ríkisstjórn. Í máli forsetans kom fram að Bjarni hefði ekki tilkynnt honum hvaða stjórn hann myndi fyrst reyna að mynda eða hver óskaríkisstjórn hans væri.Guðmundur Hálfdánarson prófessor.vísir/anton brinkGuðni tók jafnframt fram að hann væri ekki að útnefna næsta forsætisráðherra með ákvörðun sinni. Fyrst og fremst væri hann að hjálpa leiðtogum stjórnmálaflokkanna að mynda ríkisstjórn og ljúka því verki. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sótti það nokkuð fast að fá umboð til stjórnarmyndunar því margt í orðum formanna hinna flokkanna bendir til þess að Viðreisn verði í næstu ríkisstjórn. Formaður Bjartrar framtíðar, Óttarr Proppé, óskaði jafnframt eftir því að Benedikt fengi umboðið. Guðni svaraði því til að honum hefði þótt vænlegra til árangurs að Bjarni fengið umboðið. Eftir tilkynningu forsetans sagðist Bjarni ætla að ræða við alla formenn flokkanna og ekki vera með neina eina stjórn í huga fremur annarri. Áður hafði Bjarni útilokað samstarf með Pírötum. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar er sögð vera í burðarliðnum en Bjarni sagði að á henni væri sá galli að hún hefði aðeins eins manns meirihluta. Þegar Fréttablaðið náði tali af Benedikt, formanni Viðreisnar, hafði Bjarni átt við hann samtal í gegnum síma og þeir bókað fund sem fram fer í dag. Bjarni fundaði með þingflokki Sjálfstæðisflokks í gær og svo með formanni Framsóknarflokksins. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira