RSÍ: Úrskurðir kjararáðs til þess fallnir að gjöreyða sáttinni Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2016 15:33 Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið mikla reiði í samfélaginu. Trúnaðarmannaráðstefna Rafiðnaðarsambands Íslands krefst þess að kjararáð dragi úrskurði sína til baka um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands sem og þá úrskurði sem hækkuðu laun afmarkaðra hópa umfram það sem almennt gerist á íslenskum vinnumarkaði. Í tilkynningu frá Rafiðnaðarsambandinu segir að úrskurðir kjararáðs séu til þess fallnir að gjöreyða þeirri sátt í samfélaginu sem reynt hafi verið að móta á undanförnum árum með miklum átökum. Nauðsynlegt sé að árétta að öll ábyrgð á úrskurðum kjararáðs hvíli á Alþingi og alþingismönnum sjálfum. „Það getur ekki skapast sátt í samfélaginu um að laun þessara hópa sem nú fá launahækkun upp á allt að 75% frá árinu 2013 á sama tíma og almenningi er gert að sætta sig við 32% launahækkun og þar með talið með auknu framlagi til lífeyrismála frá sama tíma en þó til lengri tíma eða til ársins 2018. Hækkunin hjá alþingismönnum getur numið allt að 800.000 krónum á mánuði eða vel ríflega tvöföldum lágmarkslaunum rafiðnaðarmanns. Lífeyrisréttindi ráðherra hækka jafnframt gríðarlega samhliða þessari hækkun og er ekki í nokkrum takti við það sem almennt gerist á íslenskum vinnumarkaði. Öllum umræðum um innleiðingu nýs samningalíkans er með þessari ákvörðun sturtað niður í einu vetfangi og verður þeirri vinnu ekki haldið áfram á komandi árum að öðru óbreyttu. Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ krefst þess að róttækar breytingar verði gerðar á kjararáði með það að markmiði að tengja ákvarðanir þess við raunveruleikann. Að öðrum kosti hlýtur að vera augljóst að kjarasamningum verði sagt upp í upphafi næsta árs með tilheyrandi óróleika og átökum,“ segir í tilkynningunni, en ráðstefnan var haldin á Selfossi dagana 3. og 4. nóvember 2016. Tengdar fréttir Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Grunnskólakennarar í Garðabæ krefjast launaleiðréttingar Grunnskólakennarar Garðabæjar afhentu á öðrum tímanum í dag bæjarstjóra Garðabæjar ályktun þar sem þeir mótmæla ástandinu í kjaramálum og vinnuálagi kennara. Allir grunnskólar bæjarins standa að yfirlýsingunni. 4. nóvember 2016 14:00 Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Trúnaðarmannaráðstefna Rafiðnaðarsambands Íslands krefst þess að kjararáð dragi úrskurði sína til baka um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands sem og þá úrskurði sem hækkuðu laun afmarkaðra hópa umfram það sem almennt gerist á íslenskum vinnumarkaði. Í tilkynningu frá Rafiðnaðarsambandinu segir að úrskurðir kjararáðs séu til þess fallnir að gjöreyða þeirri sátt í samfélaginu sem reynt hafi verið að móta á undanförnum árum með miklum átökum. Nauðsynlegt sé að árétta að öll ábyrgð á úrskurðum kjararáðs hvíli á Alþingi og alþingismönnum sjálfum. „Það getur ekki skapast sátt í samfélaginu um að laun þessara hópa sem nú fá launahækkun upp á allt að 75% frá árinu 2013 á sama tíma og almenningi er gert að sætta sig við 32% launahækkun og þar með talið með auknu framlagi til lífeyrismála frá sama tíma en þó til lengri tíma eða til ársins 2018. Hækkunin hjá alþingismönnum getur numið allt að 800.000 krónum á mánuði eða vel ríflega tvöföldum lágmarkslaunum rafiðnaðarmanns. Lífeyrisréttindi ráðherra hækka jafnframt gríðarlega samhliða þessari hækkun og er ekki í nokkrum takti við það sem almennt gerist á íslenskum vinnumarkaði. Öllum umræðum um innleiðingu nýs samningalíkans er með þessari ákvörðun sturtað niður í einu vetfangi og verður þeirri vinnu ekki haldið áfram á komandi árum að öðru óbreyttu. Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ krefst þess að róttækar breytingar verði gerðar á kjararáði með það að markmiði að tengja ákvarðanir þess við raunveruleikann. Að öðrum kosti hlýtur að vera augljóst að kjarasamningum verði sagt upp í upphafi næsta árs með tilheyrandi óróleika og átökum,“ segir í tilkynningunni, en ráðstefnan var haldin á Selfossi dagana 3. og 4. nóvember 2016.
Tengdar fréttir Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Grunnskólakennarar í Garðabæ krefjast launaleiðréttingar Grunnskólakennarar Garðabæjar afhentu á öðrum tímanum í dag bæjarstjóra Garðabæjar ályktun þar sem þeir mótmæla ástandinu í kjaramálum og vinnuálagi kennara. Allir grunnskólar bæjarins standa að yfirlýsingunni. 4. nóvember 2016 14:00 Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08
Grunnskólakennarar í Garðabæ krefjast launaleiðréttingar Grunnskólakennarar Garðabæjar afhentu á öðrum tímanum í dag bæjarstjóra Garðabæjar ályktun þar sem þeir mótmæla ástandinu í kjaramálum og vinnuálagi kennara. Allir grunnskólar bæjarins standa að yfirlýsingunni. 4. nóvember 2016 14:00
Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00
1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45