RSÍ: Úrskurðir kjararáðs til þess fallnir að gjöreyða sáttinni Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2016 15:33 Nýlegur úrskurður kjararáðs hefur vakið mikla reiði í samfélaginu. Trúnaðarmannaráðstefna Rafiðnaðarsambands Íslands krefst þess að kjararáð dragi úrskurði sína til baka um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands sem og þá úrskurði sem hækkuðu laun afmarkaðra hópa umfram það sem almennt gerist á íslenskum vinnumarkaði. Í tilkynningu frá Rafiðnaðarsambandinu segir að úrskurðir kjararáðs séu til þess fallnir að gjöreyða þeirri sátt í samfélaginu sem reynt hafi verið að móta á undanförnum árum með miklum átökum. Nauðsynlegt sé að árétta að öll ábyrgð á úrskurðum kjararáðs hvíli á Alþingi og alþingismönnum sjálfum. „Það getur ekki skapast sátt í samfélaginu um að laun þessara hópa sem nú fá launahækkun upp á allt að 75% frá árinu 2013 á sama tíma og almenningi er gert að sætta sig við 32% launahækkun og þar með talið með auknu framlagi til lífeyrismála frá sama tíma en þó til lengri tíma eða til ársins 2018. Hækkunin hjá alþingismönnum getur numið allt að 800.000 krónum á mánuði eða vel ríflega tvöföldum lágmarkslaunum rafiðnaðarmanns. Lífeyrisréttindi ráðherra hækka jafnframt gríðarlega samhliða þessari hækkun og er ekki í nokkrum takti við það sem almennt gerist á íslenskum vinnumarkaði. Öllum umræðum um innleiðingu nýs samningalíkans er með þessari ákvörðun sturtað niður í einu vetfangi og verður þeirri vinnu ekki haldið áfram á komandi árum að öðru óbreyttu. Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ krefst þess að róttækar breytingar verði gerðar á kjararáði með það að markmiði að tengja ákvarðanir þess við raunveruleikann. Að öðrum kosti hlýtur að vera augljóst að kjarasamningum verði sagt upp í upphafi næsta árs með tilheyrandi óróleika og átökum,“ segir í tilkynningunni, en ráðstefnan var haldin á Selfossi dagana 3. og 4. nóvember 2016. Tengdar fréttir Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Grunnskólakennarar í Garðabæ krefjast launaleiðréttingar Grunnskólakennarar Garðabæjar afhentu á öðrum tímanum í dag bæjarstjóra Garðabæjar ályktun þar sem þeir mótmæla ástandinu í kjaramálum og vinnuálagi kennara. Allir grunnskólar bæjarins standa að yfirlýsingunni. 4. nóvember 2016 14:00 Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Trúnaðarmannaráðstefna Rafiðnaðarsambands Íslands krefst þess að kjararáð dragi úrskurði sína til baka um hækkun launa alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands sem og þá úrskurði sem hækkuðu laun afmarkaðra hópa umfram það sem almennt gerist á íslenskum vinnumarkaði. Í tilkynningu frá Rafiðnaðarsambandinu segir að úrskurðir kjararáðs séu til þess fallnir að gjöreyða þeirri sátt í samfélaginu sem reynt hafi verið að móta á undanförnum árum með miklum átökum. Nauðsynlegt sé að árétta að öll ábyrgð á úrskurðum kjararáðs hvíli á Alþingi og alþingismönnum sjálfum. „Það getur ekki skapast sátt í samfélaginu um að laun þessara hópa sem nú fá launahækkun upp á allt að 75% frá árinu 2013 á sama tíma og almenningi er gert að sætta sig við 32% launahækkun og þar með talið með auknu framlagi til lífeyrismála frá sama tíma en þó til lengri tíma eða til ársins 2018. Hækkunin hjá alþingismönnum getur numið allt að 800.000 krónum á mánuði eða vel ríflega tvöföldum lágmarkslaunum rafiðnaðarmanns. Lífeyrisréttindi ráðherra hækka jafnframt gríðarlega samhliða þessari hækkun og er ekki í nokkrum takti við það sem almennt gerist á íslenskum vinnumarkaði. Öllum umræðum um innleiðingu nýs samningalíkans er með þessari ákvörðun sturtað niður í einu vetfangi og verður þeirri vinnu ekki haldið áfram á komandi árum að öðru óbreyttu. Trúnaðarmannaráðstefna RSÍ krefst þess að róttækar breytingar verði gerðar á kjararáði með það að markmiði að tengja ákvarðanir þess við raunveruleikann. Að öðrum kosti hlýtur að vera augljóst að kjarasamningum verði sagt upp í upphafi næsta árs með tilheyrandi óróleika og átökum,“ segir í tilkynningunni, en ráðstefnan var haldin á Selfossi dagana 3. og 4. nóvember 2016.
Tengdar fréttir Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08 Grunnskólakennarar í Garðabæ krefjast launaleiðréttingar Grunnskólakennarar Garðabæjar afhentu á öðrum tímanum í dag bæjarstjóra Garðabæjar ályktun þar sem þeir mótmæla ástandinu í kjaramálum og vinnuálagi kennara. Allir grunnskólar bæjarins standa að yfirlýsingunni. 4. nóvember 2016 14:00 Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
Sveitarstjórn Árborgar afþakkar launahækkun kjararáðs Kjaranefnd Árborgar samþykkti á fundi sínum í dag að miða áfram við það þingfararkaup sem var í gildi fyrir umdeilda ákvörðun kjararáðs. 3. nóvember 2016 14:08
Grunnskólakennarar í Garðabæ krefjast launaleiðréttingar Grunnskólakennarar Garðabæjar afhentu á öðrum tímanum í dag bæjarstjóra Garðabæjar ályktun þar sem þeir mótmæla ástandinu í kjaramálum og vinnuálagi kennara. Allir grunnskólar bæjarins standa að yfirlýsingunni. 4. nóvember 2016 14:00
Kjararáð bætir 250 milljónum við eftirlaun þingmanna og ráðherra Ákvörðun kjararáðs um hækkun ráðherralauna og þingfararkaups leiðir sjálfkrafa til þess að kostnaður ríkisins vegna eftirlauna fyrrverandi ráðherra og þingmanna hækkar um samtals 250 milljónir króna á ári. 3. nóvember 2016 07:00
1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45