Úrræði vantar fyrir vegalaus börn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. nóvember 2016 19:00 Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í byrjun september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. Drengirnir eru frá Alsír og Marokkó. „Mér skilst að þeir hafi smyglað sér undir vöruflutningabíl, farið inn í ferjuna þannig og út aftur. Þeir komu sér til Egilsstaða og tóku þar hjól ófrjálsri hendi, og fundust svo á Breiðdalsvík,“ segir Inga Rún Sigfúsdóttir, yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð. Drengirnir eru 16 og 17 ára gamlir. Þeir hafa dvalið á gistiheimili á Reyðarfirði síðan þeir fundust og bíða þess að mál þeirra verði tekin til meðferðar. „Við reyndum að hafa samband við flest allar barnaverndir hérna fyrir sunnan og það var enginn tilbúinn til að taka á móti þeim. Fyrir utan að við fengum þær upplýsingar frá Rauða krossinum að það væri í raun og veru bara betra fyrir þá að vera hjá okkur, þeir fengju jafnvel betri ummönnun en í bænum þar sem þeir yrðu bara settir með fullorðnum karlmönnum. Við fengum mjög óljós svör og mér fannst bara hver benda á annan,“ segir Inga. Hún segir úrræðaleysi varðandi móttöku barna á flótta hér á landi hafa komið sér á óvart. Hún hafi rekist á marga veggi og lítið sé um svör um hvernig best sé að bera sig að við þessar aðstæður. „Allir eru að varpa ábyrgðinni frá sér, Rauði krossinn, Barnaverndarstofa og Útlendingastofnun.“ Aldrei hafa fleiri fylgdarlaus börn komið hingað til lands en á þessu ári, tólf talsins. Inga segir að æskilegast væri að sérstakt teymi tæki á móti þessum börnum. „Við höfum fengið tilmæli um að fara bara með þá á bókasafnið. Það eru engar bækur á arabísku á bókasafninu á Reyðarfirði svo það hefur lítið upp á sig. Þetta er líka erfitt þar sen það er hvorki menntaskóli þarna né mikið af ungmennum. Þeim náttúrlega leiðist, greyjunum. Og þessi bið er erfið.“ Tengdar fréttir Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Þrjú af tólf börnum á flótta sem komið hafa fylgdarlaus til Íslands hafa fengið hæli. Einu barni var vísað frá og átta bíða niðurstöðu. Í þessum málum er víða misbrestur segir forstjóri Barnaverndarstofu. 18. október 2016 07:00 Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur áhyggjur af stöðunni, en átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 18. október 2016 20:30 Raunveruleg hætta á að hér verði til munaðarleysingjahæli: „Íslendingar eru stundum hræsnarar“ Það er raunveruleg hætta á að hér á landi verði til munaðarleysingjahæli eða móttökustöð eins og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu kallar það. 24. október 2016 11:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fleiri fréttir Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Sjá meira
Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í byrjun september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. Drengirnir eru frá Alsír og Marokkó. „Mér skilst að þeir hafi smyglað sér undir vöruflutningabíl, farið inn í ferjuna þannig og út aftur. Þeir komu sér til Egilsstaða og tóku þar hjól ófrjálsri hendi, og fundust svo á Breiðdalsvík,“ segir Inga Rún Sigfúsdóttir, yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð. Drengirnir eru 16 og 17 ára gamlir. Þeir hafa dvalið á gistiheimili á Reyðarfirði síðan þeir fundust og bíða þess að mál þeirra verði tekin til meðferðar. „Við reyndum að hafa samband við flest allar barnaverndir hérna fyrir sunnan og það var enginn tilbúinn til að taka á móti þeim. Fyrir utan að við fengum þær upplýsingar frá Rauða krossinum að það væri í raun og veru bara betra fyrir þá að vera hjá okkur, þeir fengju jafnvel betri ummönnun en í bænum þar sem þeir yrðu bara settir með fullorðnum karlmönnum. Við fengum mjög óljós svör og mér fannst bara hver benda á annan,“ segir Inga. Hún segir úrræðaleysi varðandi móttöku barna á flótta hér á landi hafa komið sér á óvart. Hún hafi rekist á marga veggi og lítið sé um svör um hvernig best sé að bera sig að við þessar aðstæður. „Allir eru að varpa ábyrgðinni frá sér, Rauði krossinn, Barnaverndarstofa og Útlendingastofnun.“ Aldrei hafa fleiri fylgdarlaus börn komið hingað til lands en á þessu ári, tólf talsins. Inga segir að æskilegast væri að sérstakt teymi tæki á móti þessum börnum. „Við höfum fengið tilmæli um að fara bara með þá á bókasafnið. Það eru engar bækur á arabísku á bókasafninu á Reyðarfirði svo það hefur lítið upp á sig. Þetta er líka erfitt þar sen það er hvorki menntaskóli þarna né mikið af ungmennum. Þeim náttúrlega leiðist, greyjunum. Og þessi bið er erfið.“
Tengdar fréttir Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Þrjú af tólf börnum á flótta sem komið hafa fylgdarlaus til Íslands hafa fengið hæli. Einu barni var vísað frá og átta bíða niðurstöðu. Í þessum málum er víða misbrestur segir forstjóri Barnaverndarstofu. 18. október 2016 07:00 Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur áhyggjur af stöðunni, en átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 18. október 2016 20:30 Raunveruleg hætta á að hér verði til munaðarleysingjahæli: „Íslendingar eru stundum hræsnarar“ Það er raunveruleg hætta á að hér á landi verði til munaðarleysingjahæli eða móttökustöð eins og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu kallar það. 24. október 2016 11:15 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fleiri fréttir Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Sjá meira
Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Þrjú af tólf börnum á flótta sem komið hafa fylgdarlaus til Íslands hafa fengið hæli. Einu barni var vísað frá og átta bíða niðurstöðu. Í þessum málum er víða misbrestur segir forstjóri Barnaverndarstofu. 18. október 2016 07:00
Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur áhyggjur af stöðunni, en átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 18. október 2016 20:30
Raunveruleg hætta á að hér verði til munaðarleysingjahæli: „Íslendingar eru stundum hræsnarar“ Það er raunveruleg hætta á að hér á landi verði til munaðarleysingjahæli eða móttökustöð eins og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu kallar það. 24. október 2016 11:15