Úrræði vantar fyrir vegalaus börn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. nóvember 2016 19:00 Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í byrjun september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. Drengirnir eru frá Alsír og Marokkó. „Mér skilst að þeir hafi smyglað sér undir vöruflutningabíl, farið inn í ferjuna þannig og út aftur. Þeir komu sér til Egilsstaða og tóku þar hjól ófrjálsri hendi, og fundust svo á Breiðdalsvík,“ segir Inga Rún Sigfúsdóttir, yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð. Drengirnir eru 16 og 17 ára gamlir. Þeir hafa dvalið á gistiheimili á Reyðarfirði síðan þeir fundust og bíða þess að mál þeirra verði tekin til meðferðar. „Við reyndum að hafa samband við flest allar barnaverndir hérna fyrir sunnan og það var enginn tilbúinn til að taka á móti þeim. Fyrir utan að við fengum þær upplýsingar frá Rauða krossinum að það væri í raun og veru bara betra fyrir þá að vera hjá okkur, þeir fengju jafnvel betri ummönnun en í bænum þar sem þeir yrðu bara settir með fullorðnum karlmönnum. Við fengum mjög óljós svör og mér fannst bara hver benda á annan,“ segir Inga. Hún segir úrræðaleysi varðandi móttöku barna á flótta hér á landi hafa komið sér á óvart. Hún hafi rekist á marga veggi og lítið sé um svör um hvernig best sé að bera sig að við þessar aðstæður. „Allir eru að varpa ábyrgðinni frá sér, Rauði krossinn, Barnaverndarstofa og Útlendingastofnun.“ Aldrei hafa fleiri fylgdarlaus börn komið hingað til lands en á þessu ári, tólf talsins. Inga segir að æskilegast væri að sérstakt teymi tæki á móti þessum börnum. „Við höfum fengið tilmæli um að fara bara með þá á bókasafnið. Það eru engar bækur á arabísku á bókasafninu á Reyðarfirði svo það hefur lítið upp á sig. Þetta er líka erfitt þar sen það er hvorki menntaskóli þarna né mikið af ungmennum. Þeim náttúrlega leiðist, greyjunum. Og þessi bið er erfið.“ Tengdar fréttir Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Þrjú af tólf börnum á flótta sem komið hafa fylgdarlaus til Íslands hafa fengið hæli. Einu barni var vísað frá og átta bíða niðurstöðu. Í þessum málum er víða misbrestur segir forstjóri Barnaverndarstofu. 18. október 2016 07:00 Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur áhyggjur af stöðunni, en átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 18. október 2016 20:30 Raunveruleg hætta á að hér verði til munaðarleysingjahæli: „Íslendingar eru stundum hræsnarar“ Það er raunveruleg hætta á að hér á landi verði til munaðarleysingjahæli eða móttökustöð eins og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu kallar það. 24. október 2016 11:15 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í byrjun september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. Drengirnir eru frá Alsír og Marokkó. „Mér skilst að þeir hafi smyglað sér undir vöruflutningabíl, farið inn í ferjuna þannig og út aftur. Þeir komu sér til Egilsstaða og tóku þar hjól ófrjálsri hendi, og fundust svo á Breiðdalsvík,“ segir Inga Rún Sigfúsdóttir, yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð. Drengirnir eru 16 og 17 ára gamlir. Þeir hafa dvalið á gistiheimili á Reyðarfirði síðan þeir fundust og bíða þess að mál þeirra verði tekin til meðferðar. „Við reyndum að hafa samband við flest allar barnaverndir hérna fyrir sunnan og það var enginn tilbúinn til að taka á móti þeim. Fyrir utan að við fengum þær upplýsingar frá Rauða krossinum að það væri í raun og veru bara betra fyrir þá að vera hjá okkur, þeir fengju jafnvel betri ummönnun en í bænum þar sem þeir yrðu bara settir með fullorðnum karlmönnum. Við fengum mjög óljós svör og mér fannst bara hver benda á annan,“ segir Inga. Hún segir úrræðaleysi varðandi móttöku barna á flótta hér á landi hafa komið sér á óvart. Hún hafi rekist á marga veggi og lítið sé um svör um hvernig best sé að bera sig að við þessar aðstæður. „Allir eru að varpa ábyrgðinni frá sér, Rauði krossinn, Barnaverndarstofa og Útlendingastofnun.“ Aldrei hafa fleiri fylgdarlaus börn komið hingað til lands en á þessu ári, tólf talsins. Inga segir að æskilegast væri að sérstakt teymi tæki á móti þessum börnum. „Við höfum fengið tilmæli um að fara bara með þá á bókasafnið. Það eru engar bækur á arabísku á bókasafninu á Reyðarfirði svo það hefur lítið upp á sig. Þetta er líka erfitt þar sen það er hvorki menntaskóli þarna né mikið af ungmennum. Þeim náttúrlega leiðist, greyjunum. Og þessi bið er erfið.“
Tengdar fréttir Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Þrjú af tólf börnum á flótta sem komið hafa fylgdarlaus til Íslands hafa fengið hæli. Einu barni var vísað frá og átta bíða niðurstöðu. Í þessum málum er víða misbrestur segir forstjóri Barnaverndarstofu. 18. október 2016 07:00 Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur áhyggjur af stöðunni, en átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 18. október 2016 20:30 Raunveruleg hætta á að hér verði til munaðarleysingjahæli: „Íslendingar eru stundum hræsnarar“ Það er raunveruleg hætta á að hér á landi verði til munaðarleysingjahæli eða móttökustöð eins og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu kallar það. 24. október 2016 11:15 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Þrjú af tólf börnum á flótta sem komið hafa fylgdarlaus til Íslands hafa fengið hæli. Einu barni var vísað frá og átta bíða niðurstöðu. Í þessum málum er víða misbrestur segir forstjóri Barnaverndarstofu. 18. október 2016 07:00
Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur áhyggjur af stöðunni, en átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 18. október 2016 20:30
Raunveruleg hætta á að hér verði til munaðarleysingjahæli: „Íslendingar eru stundum hræsnarar“ Það er raunveruleg hætta á að hér á landi verði til munaðarleysingjahæli eða móttökustöð eins og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu kallar það. 24. október 2016 11:15