Úrræði vantar fyrir vegalaus börn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. nóvember 2016 19:00 Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í byrjun september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. Drengirnir eru frá Alsír og Marokkó. „Mér skilst að þeir hafi smyglað sér undir vöruflutningabíl, farið inn í ferjuna þannig og út aftur. Þeir komu sér til Egilsstaða og tóku þar hjól ófrjálsri hendi, og fundust svo á Breiðdalsvík,“ segir Inga Rún Sigfúsdóttir, yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð. Drengirnir eru 16 og 17 ára gamlir. Þeir hafa dvalið á gistiheimili á Reyðarfirði síðan þeir fundust og bíða þess að mál þeirra verði tekin til meðferðar. „Við reyndum að hafa samband við flest allar barnaverndir hérna fyrir sunnan og það var enginn tilbúinn til að taka á móti þeim. Fyrir utan að við fengum þær upplýsingar frá Rauða krossinum að það væri í raun og veru bara betra fyrir þá að vera hjá okkur, þeir fengju jafnvel betri ummönnun en í bænum þar sem þeir yrðu bara settir með fullorðnum karlmönnum. Við fengum mjög óljós svör og mér fannst bara hver benda á annan,“ segir Inga. Hún segir úrræðaleysi varðandi móttöku barna á flótta hér á landi hafa komið sér á óvart. Hún hafi rekist á marga veggi og lítið sé um svör um hvernig best sé að bera sig að við þessar aðstæður. „Allir eru að varpa ábyrgðinni frá sér, Rauði krossinn, Barnaverndarstofa og Útlendingastofnun.“ Aldrei hafa fleiri fylgdarlaus börn komið hingað til lands en á þessu ári, tólf talsins. Inga segir að æskilegast væri að sérstakt teymi tæki á móti þessum börnum. „Við höfum fengið tilmæli um að fara bara með þá á bókasafnið. Það eru engar bækur á arabísku á bókasafninu á Reyðarfirði svo það hefur lítið upp á sig. Þetta er líka erfitt þar sen það er hvorki menntaskóli þarna né mikið af ungmennum. Þeim náttúrlega leiðist, greyjunum. Og þessi bið er erfið.“ Tengdar fréttir Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Þrjú af tólf börnum á flótta sem komið hafa fylgdarlaus til Íslands hafa fengið hæli. Einu barni var vísað frá og átta bíða niðurstöðu. Í þessum málum er víða misbrestur segir forstjóri Barnaverndarstofu. 18. október 2016 07:00 Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur áhyggjur af stöðunni, en átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 18. október 2016 20:30 Raunveruleg hætta á að hér verði til munaðarleysingjahæli: „Íslendingar eru stundum hræsnarar“ Það er raunveruleg hætta á að hér á landi verði til munaðarleysingjahæli eða móttökustöð eins og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu kallar það. 24. október 2016 11:15 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Tveir hælisleitendur á barnsaldri, sem smygluðu sér einsamlir hingað til lands með Norrænu í byrjun september, fundust illa til reika í yfirgefnum bíl á Breiðdalsvík skömmu eftir komuna til landsins. Þeir eru nú í umsjá félagsmálayfirvalda á Reyðarfirði. Drengirnir eru frá Alsír og Marokkó. „Mér skilst að þeir hafi smyglað sér undir vöruflutningabíl, farið inn í ferjuna þannig og út aftur. Þeir komu sér til Egilsstaða og tóku þar hjól ófrjálsri hendi, og fundust svo á Breiðdalsvík,“ segir Inga Rún Sigfúsdóttir, yfirfélagsráðgjafi í Fjarðabyggð. Drengirnir eru 16 og 17 ára gamlir. Þeir hafa dvalið á gistiheimili á Reyðarfirði síðan þeir fundust og bíða þess að mál þeirra verði tekin til meðferðar. „Við reyndum að hafa samband við flest allar barnaverndir hérna fyrir sunnan og það var enginn tilbúinn til að taka á móti þeim. Fyrir utan að við fengum þær upplýsingar frá Rauða krossinum að það væri í raun og veru bara betra fyrir þá að vera hjá okkur, þeir fengju jafnvel betri ummönnun en í bænum þar sem þeir yrðu bara settir með fullorðnum karlmönnum. Við fengum mjög óljós svör og mér fannst bara hver benda á annan,“ segir Inga. Hún segir úrræðaleysi varðandi móttöku barna á flótta hér á landi hafa komið sér á óvart. Hún hafi rekist á marga veggi og lítið sé um svör um hvernig best sé að bera sig að við þessar aðstæður. „Allir eru að varpa ábyrgðinni frá sér, Rauði krossinn, Barnaverndarstofa og Útlendingastofnun.“ Aldrei hafa fleiri fylgdarlaus börn komið hingað til lands en á þessu ári, tólf talsins. Inga segir að æskilegast væri að sérstakt teymi tæki á móti þessum börnum. „Við höfum fengið tilmæli um að fara bara með þá á bókasafnið. Það eru engar bækur á arabísku á bókasafninu á Reyðarfirði svo það hefur lítið upp á sig. Þetta er líka erfitt þar sen það er hvorki menntaskóli þarna né mikið af ungmennum. Þeim náttúrlega leiðist, greyjunum. Og þessi bið er erfið.“
Tengdar fréttir Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Þrjú af tólf börnum á flótta sem komið hafa fylgdarlaus til Íslands hafa fengið hæli. Einu barni var vísað frá og átta bíða niðurstöðu. Í þessum málum er víða misbrestur segir forstjóri Barnaverndarstofu. 18. október 2016 07:00 Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur áhyggjur af stöðunni, en átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 18. október 2016 20:30 Raunveruleg hætta á að hér verði til munaðarleysingjahæli: „Íslendingar eru stundum hræsnarar“ Það er raunveruleg hætta á að hér á landi verði til munaðarleysingjahæli eða móttökustöð eins og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu kallar það. 24. október 2016 11:15 Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Þrjú af tólf börnum á flótta sem komið hafa fylgdarlaus til Íslands hafa fengið hæli. Einu barni var vísað frá og átta bíða niðurstöðu. Í þessum málum er víða misbrestur segir forstjóri Barnaverndarstofu. 18. október 2016 07:00
Mikil fjölgun á fylgdarlausum hælisleitendum á barnsaldri Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hefur áhyggjur af stöðunni, en átta af þeim tólf fylgdarlausu börnum sem hafa komið hingað eru nú á vegum Barnaverndarnefndar Reykjavíkur. 18. október 2016 20:30
Raunveruleg hætta á að hér verði til munaðarleysingjahæli: „Íslendingar eru stundum hræsnarar“ Það er raunveruleg hætta á að hér á landi verði til munaðarleysingjahæli eða móttökustöð eins og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu kallar það. 24. október 2016 11:15