Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2016 09:45 Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. Vísir/Getty Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en kosið verður á aðfaranótt miðvikudags. Frambjóðendurnir keppast nú um að heilla kjósendur í tæka tíð og kosningateymi Trump hefur farið óvenjulega leið að því að halda Trump réttu megin við strikið. Hann má ekki lengur fara á Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri grein New York Times um andrúmsloftið innan herbúða Trump nú skömmu fyrir kosningar. Þar segir að nánustu samstarfmenn Trump hafi loksins tekist að sannfæra um hann að láta kosningateymið sjá um Twitter-reikning Trump sem hefur komið sér í ýmis vandræði með frjálslegri notkun á Twitter undanfarna mánuði. Á vefsíðu New York Times má meðal annars sjá lista yfir alla þá einstaklinga og staði sem Trump hefur úthúðað á Twitter frá því að hann hóf kosningabaráttu sína. Samkvæmt talningu New York Times stendur talan nú í 282.Skjáskot af afar grófu tísti Trump um Machado.VísirEitt frægasta dæmi um misgáfulega meðferð Trump á Twitter má finna þegar Alicia Machado, fyrrum ungfrú Alheimur, fékk að finna fyrir reiði Trump síðla nætur þar sem hann lét allt flakka á Twitter líkt og sjá má hér til hliðar. Óhefluð notkun Trump á Twitter hefur verið notuð gegn honum af andstæðingum. Clinton hefur sagt Twitter-notkun Trump sýna svart á hvítu að þar sé maður á ferð sem sé ekki hæfur til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Trump var meðal annar spurður að því, með vísan í tíst sín, í öðrum kappræðum Bandaríkjanna. Í grein New York Times kemur fram að fjölmiðlateymi Trump sé mjög sátt við að hafa náð yfirráðum yfir Twitter-reikningi Trump. Með því hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að Trump geti nálgast miðil þar sem hann geti látið nánast allt flakka. Ef rennt er yfir Twitter-síðu Trump má sjá að tístin sem þar eru efst eru mun mildari en áður og leita þarf ansi langt aftur til að finna tíst á borð við þau sem komið hafa Trump í vandræði. Mjótt er á munum á milli Trump og Clinton. Helstu skoðanakannanir sýna þó að Clinton sé með forskotið sem hefur þó minnkað til muna á undanförnum dögum.Tweets by realDonaldTrump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en kosið verður á aðfaranótt miðvikudags. Frambjóðendurnir keppast nú um að heilla kjósendur í tæka tíð og kosningateymi Trump hefur farið óvenjulega leið að því að halda Trump réttu megin við strikið. Hann má ekki lengur fara á Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri grein New York Times um andrúmsloftið innan herbúða Trump nú skömmu fyrir kosningar. Þar segir að nánustu samstarfmenn Trump hafi loksins tekist að sannfæra um hann að láta kosningateymið sjá um Twitter-reikning Trump sem hefur komið sér í ýmis vandræði með frjálslegri notkun á Twitter undanfarna mánuði. Á vefsíðu New York Times má meðal annars sjá lista yfir alla þá einstaklinga og staði sem Trump hefur úthúðað á Twitter frá því að hann hóf kosningabaráttu sína. Samkvæmt talningu New York Times stendur talan nú í 282.Skjáskot af afar grófu tísti Trump um Machado.VísirEitt frægasta dæmi um misgáfulega meðferð Trump á Twitter má finna þegar Alicia Machado, fyrrum ungfrú Alheimur, fékk að finna fyrir reiði Trump síðla nætur þar sem hann lét allt flakka á Twitter líkt og sjá má hér til hliðar. Óhefluð notkun Trump á Twitter hefur verið notuð gegn honum af andstæðingum. Clinton hefur sagt Twitter-notkun Trump sýna svart á hvítu að þar sé maður á ferð sem sé ekki hæfur til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Trump var meðal annar spurður að því, með vísan í tíst sín, í öðrum kappræðum Bandaríkjanna. Í grein New York Times kemur fram að fjölmiðlateymi Trump sé mjög sátt við að hafa náð yfirráðum yfir Twitter-reikningi Trump. Með því hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að Trump geti nálgast miðil þar sem hann geti látið nánast allt flakka. Ef rennt er yfir Twitter-síðu Trump má sjá að tístin sem þar eru efst eru mun mildari en áður og leita þarf ansi langt aftur til að finna tíst á borð við þau sem komið hafa Trump í vandræði. Mjótt er á munum á milli Trump og Clinton. Helstu skoðanakannanir sýna þó að Clinton sé með forskotið sem hefur þó minnkað til muna á undanförnum dögum.Tweets by realDonaldTrump
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00
New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45
Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03