Bandarísk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af framkvæmd forsetakosninganna í Níkaragva Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 23:54 Daniel Ortega, forseti Níkaragva. vísir/getty Bandarísk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af framkvæmd forsetakosninganna í Níkaragva sem fram fóru á sunnudag en Daniel Ortega var þá kjörinn forseti, þriðja kjörtímabilið í röð. Fjallað er um málið á vef BBC og er þar haft eftir talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins að fyrirkomulag kosninganna hafi verið „gallað“ og að þær hafi hvorki verið „frjálsar né sanngjarnar.“ Ortega vann kosningarnar með 72,5 prósent atkvæða þegar 99,8 prósent atkvæða höfðu verið talin. Hann hefur verið við völd í Níkaragva samfleytt frá árinu 2006 en hann var fyrst kjörinn forseti árið 1984 og gegndi því embætti til ársins 1990 þegar hann tapaði fyrir Violetu Barrios de Chamorro. Ortega var leiðtogi í byltingu sandínista, vinstrisinnaðra uppreisnarmanna, í Níkaragva á níunda áratugnum en byltingin leiddi til blóðugrar borgarstyrjaldar í landinu sem lauk árið 1990. Bandarísk yfirvöld studdu þá hægrisinnaða uppreisnarhópa sem börðust gegn sandínistum og var fyrirkomulag kosninganna árið 1984 þegar Ortega var kjörinn forseti meðal annars gagnrýnt af þáverandi Bandaríkjaforseta, Ronald Reagan. Setti Reagan í kjölfarið viðskiptabann á Níkaragva, svipað viðskiptabanninu sem gilti gegn Kúbu á þessum tíma. Nú gagnrýna yfirvöld í Bandaríkjunum kosningarnar, meðal annars vegna þess að alþjóðlegum eftirlitsmönnum var ekki boðið til Níkaragva til að fylgjast með framkvæmd þeirra. Það dragi strax úr trúverðugleika þeirra. „Við munum halda áfram að þrýsta á ríkisstjórn Níkaragva um að tryggja að lýðræðið sé í hávegum haft í landinu, þar á meðal frelsi fjölmiðla og virðing fyrir mannréttindum,“ sagði Mark Toner talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Fyrirfram var búist við stórsigri Ortega að því er fram kemur í frétt BBC en ýmis félagsleg verkefni sem ráðist hefur verið í undir stjórn hans hafa notið mikilla vinsælda á meðal almennings. Þá hefur efnahagur landsins verið stöðugur síðustu ár sem hefur einnig aukið vinsældir Ortega í viðskiptalífinu. Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af framkvæmd forsetakosninganna í Níkaragva sem fram fóru á sunnudag en Daniel Ortega var þá kjörinn forseti, þriðja kjörtímabilið í röð. Fjallað er um málið á vef BBC og er þar haft eftir talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins að fyrirkomulag kosninganna hafi verið „gallað“ og að þær hafi hvorki verið „frjálsar né sanngjarnar.“ Ortega vann kosningarnar með 72,5 prósent atkvæða þegar 99,8 prósent atkvæða höfðu verið talin. Hann hefur verið við völd í Níkaragva samfleytt frá árinu 2006 en hann var fyrst kjörinn forseti árið 1984 og gegndi því embætti til ársins 1990 þegar hann tapaði fyrir Violetu Barrios de Chamorro. Ortega var leiðtogi í byltingu sandínista, vinstrisinnaðra uppreisnarmanna, í Níkaragva á níunda áratugnum en byltingin leiddi til blóðugrar borgarstyrjaldar í landinu sem lauk árið 1990. Bandarísk yfirvöld studdu þá hægrisinnaða uppreisnarhópa sem börðust gegn sandínistum og var fyrirkomulag kosninganna árið 1984 þegar Ortega var kjörinn forseti meðal annars gagnrýnt af þáverandi Bandaríkjaforseta, Ronald Reagan. Setti Reagan í kjölfarið viðskiptabann á Níkaragva, svipað viðskiptabanninu sem gilti gegn Kúbu á þessum tíma. Nú gagnrýna yfirvöld í Bandaríkjunum kosningarnar, meðal annars vegna þess að alþjóðlegum eftirlitsmönnum var ekki boðið til Níkaragva til að fylgjast með framkvæmd þeirra. Það dragi strax úr trúverðugleika þeirra. „Við munum halda áfram að þrýsta á ríkisstjórn Níkaragva um að tryggja að lýðræðið sé í hávegum haft í landinu, þar á meðal frelsi fjölmiðla og virðing fyrir mannréttindum,“ sagði Mark Toner talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Fyrirfram var búist við stórsigri Ortega að því er fram kemur í frétt BBC en ýmis félagsleg verkefni sem ráðist hefur verið í undir stjórn hans hafa notið mikilla vinsælda á meðal almennings. Þá hefur efnahagur landsins verið stöðugur síðustu ár sem hefur einnig aukið vinsældir Ortega í viðskiptalífinu.
Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira