Bandarísk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af framkvæmd forsetakosninganna í Níkaragva Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 23:54 Daniel Ortega, forseti Níkaragva. vísir/getty Bandarísk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af framkvæmd forsetakosninganna í Níkaragva sem fram fóru á sunnudag en Daniel Ortega var þá kjörinn forseti, þriðja kjörtímabilið í röð. Fjallað er um málið á vef BBC og er þar haft eftir talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins að fyrirkomulag kosninganna hafi verið „gallað“ og að þær hafi hvorki verið „frjálsar né sanngjarnar.“ Ortega vann kosningarnar með 72,5 prósent atkvæða þegar 99,8 prósent atkvæða höfðu verið talin. Hann hefur verið við völd í Níkaragva samfleytt frá árinu 2006 en hann var fyrst kjörinn forseti árið 1984 og gegndi því embætti til ársins 1990 þegar hann tapaði fyrir Violetu Barrios de Chamorro. Ortega var leiðtogi í byltingu sandínista, vinstrisinnaðra uppreisnarmanna, í Níkaragva á níunda áratugnum en byltingin leiddi til blóðugrar borgarstyrjaldar í landinu sem lauk árið 1990. Bandarísk yfirvöld studdu þá hægrisinnaða uppreisnarhópa sem börðust gegn sandínistum og var fyrirkomulag kosninganna árið 1984 þegar Ortega var kjörinn forseti meðal annars gagnrýnt af þáverandi Bandaríkjaforseta, Ronald Reagan. Setti Reagan í kjölfarið viðskiptabann á Níkaragva, svipað viðskiptabanninu sem gilti gegn Kúbu á þessum tíma. Nú gagnrýna yfirvöld í Bandaríkjunum kosningarnar, meðal annars vegna þess að alþjóðlegum eftirlitsmönnum var ekki boðið til Níkaragva til að fylgjast með framkvæmd þeirra. Það dragi strax úr trúverðugleika þeirra. „Við munum halda áfram að þrýsta á ríkisstjórn Níkaragva um að tryggja að lýðræðið sé í hávegum haft í landinu, þar á meðal frelsi fjölmiðla og virðing fyrir mannréttindum,“ sagði Mark Toner talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Fyrirfram var búist við stórsigri Ortega að því er fram kemur í frétt BBC en ýmis félagsleg verkefni sem ráðist hefur verið í undir stjórn hans hafa notið mikilla vinsælda á meðal almennings. Þá hefur efnahagur landsins verið stöðugur síðustu ár sem hefur einnig aukið vinsældir Ortega í viðskiptalífinu. Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af framkvæmd forsetakosninganna í Níkaragva sem fram fóru á sunnudag en Daniel Ortega var þá kjörinn forseti, þriðja kjörtímabilið í röð. Fjallað er um málið á vef BBC og er þar haft eftir talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins að fyrirkomulag kosninganna hafi verið „gallað“ og að þær hafi hvorki verið „frjálsar né sanngjarnar.“ Ortega vann kosningarnar með 72,5 prósent atkvæða þegar 99,8 prósent atkvæða höfðu verið talin. Hann hefur verið við völd í Níkaragva samfleytt frá árinu 2006 en hann var fyrst kjörinn forseti árið 1984 og gegndi því embætti til ársins 1990 þegar hann tapaði fyrir Violetu Barrios de Chamorro. Ortega var leiðtogi í byltingu sandínista, vinstrisinnaðra uppreisnarmanna, í Níkaragva á níunda áratugnum en byltingin leiddi til blóðugrar borgarstyrjaldar í landinu sem lauk árið 1990. Bandarísk yfirvöld studdu þá hægrisinnaða uppreisnarhópa sem börðust gegn sandínistum og var fyrirkomulag kosninganna árið 1984 þegar Ortega var kjörinn forseti meðal annars gagnrýnt af þáverandi Bandaríkjaforseta, Ronald Reagan. Setti Reagan í kjölfarið viðskiptabann á Níkaragva, svipað viðskiptabanninu sem gilti gegn Kúbu á þessum tíma. Nú gagnrýna yfirvöld í Bandaríkjunum kosningarnar, meðal annars vegna þess að alþjóðlegum eftirlitsmönnum var ekki boðið til Níkaragva til að fylgjast með framkvæmd þeirra. Það dragi strax úr trúverðugleika þeirra. „Við munum halda áfram að þrýsta á ríkisstjórn Níkaragva um að tryggja að lýðræðið sé í hávegum haft í landinu, þar á meðal frelsi fjölmiðla og virðing fyrir mannréttindum,“ sagði Mark Toner talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Fyrirfram var búist við stórsigri Ortega að því er fram kemur í frétt BBC en ýmis félagsleg verkefni sem ráðist hefur verið í undir stjórn hans hafa notið mikilla vinsælda á meðal almennings. Þá hefur efnahagur landsins verið stöðugur síðustu ár sem hefur einnig aukið vinsældir Ortega í viðskiptalífinu.
Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira