Bandarísk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af framkvæmd forsetakosninganna í Níkaragva Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 23:54 Daniel Ortega, forseti Níkaragva. vísir/getty Bandarísk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af framkvæmd forsetakosninganna í Níkaragva sem fram fóru á sunnudag en Daniel Ortega var þá kjörinn forseti, þriðja kjörtímabilið í röð. Fjallað er um málið á vef BBC og er þar haft eftir talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins að fyrirkomulag kosninganna hafi verið „gallað“ og að þær hafi hvorki verið „frjálsar né sanngjarnar.“ Ortega vann kosningarnar með 72,5 prósent atkvæða þegar 99,8 prósent atkvæða höfðu verið talin. Hann hefur verið við völd í Níkaragva samfleytt frá árinu 2006 en hann var fyrst kjörinn forseti árið 1984 og gegndi því embætti til ársins 1990 þegar hann tapaði fyrir Violetu Barrios de Chamorro. Ortega var leiðtogi í byltingu sandínista, vinstrisinnaðra uppreisnarmanna, í Níkaragva á níunda áratugnum en byltingin leiddi til blóðugrar borgarstyrjaldar í landinu sem lauk árið 1990. Bandarísk yfirvöld studdu þá hægrisinnaða uppreisnarhópa sem börðust gegn sandínistum og var fyrirkomulag kosninganna árið 1984 þegar Ortega var kjörinn forseti meðal annars gagnrýnt af þáverandi Bandaríkjaforseta, Ronald Reagan. Setti Reagan í kjölfarið viðskiptabann á Níkaragva, svipað viðskiptabanninu sem gilti gegn Kúbu á þessum tíma. Nú gagnrýna yfirvöld í Bandaríkjunum kosningarnar, meðal annars vegna þess að alþjóðlegum eftirlitsmönnum var ekki boðið til Níkaragva til að fylgjast með framkvæmd þeirra. Það dragi strax úr trúverðugleika þeirra. „Við munum halda áfram að þrýsta á ríkisstjórn Níkaragva um að tryggja að lýðræðið sé í hávegum haft í landinu, þar á meðal frelsi fjölmiðla og virðing fyrir mannréttindum,“ sagði Mark Toner talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Fyrirfram var búist við stórsigri Ortega að því er fram kemur í frétt BBC en ýmis félagsleg verkefni sem ráðist hefur verið í undir stjórn hans hafa notið mikilla vinsælda á meðal almennings. Þá hefur efnahagur landsins verið stöðugur síðustu ár sem hefur einnig aukið vinsældir Ortega í viðskiptalífinu. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Bandarísk yfirvöld hafa miklar áhyggjur af framkvæmd forsetakosninganna í Níkaragva sem fram fóru á sunnudag en Daniel Ortega var þá kjörinn forseti, þriðja kjörtímabilið í röð. Fjallað er um málið á vef BBC og er þar haft eftir talsmanni bandaríska utanríkisráðuneytisins að fyrirkomulag kosninganna hafi verið „gallað“ og að þær hafi hvorki verið „frjálsar né sanngjarnar.“ Ortega vann kosningarnar með 72,5 prósent atkvæða þegar 99,8 prósent atkvæða höfðu verið talin. Hann hefur verið við völd í Níkaragva samfleytt frá árinu 2006 en hann var fyrst kjörinn forseti árið 1984 og gegndi því embætti til ársins 1990 þegar hann tapaði fyrir Violetu Barrios de Chamorro. Ortega var leiðtogi í byltingu sandínista, vinstrisinnaðra uppreisnarmanna, í Níkaragva á níunda áratugnum en byltingin leiddi til blóðugrar borgarstyrjaldar í landinu sem lauk árið 1990. Bandarísk yfirvöld studdu þá hægrisinnaða uppreisnarhópa sem börðust gegn sandínistum og var fyrirkomulag kosninganna árið 1984 þegar Ortega var kjörinn forseti meðal annars gagnrýnt af þáverandi Bandaríkjaforseta, Ronald Reagan. Setti Reagan í kjölfarið viðskiptabann á Níkaragva, svipað viðskiptabanninu sem gilti gegn Kúbu á þessum tíma. Nú gagnrýna yfirvöld í Bandaríkjunum kosningarnar, meðal annars vegna þess að alþjóðlegum eftirlitsmönnum var ekki boðið til Níkaragva til að fylgjast með framkvæmd þeirra. Það dragi strax úr trúverðugleika þeirra. „Við munum halda áfram að þrýsta á ríkisstjórn Níkaragva um að tryggja að lýðræðið sé í hávegum haft í landinu, þar á meðal frelsi fjölmiðla og virðing fyrir mannréttindum,“ sagði Mark Toner talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Fyrirfram var búist við stórsigri Ortega að því er fram kemur í frétt BBC en ýmis félagsleg verkefni sem ráðist hefur verið í undir stjórn hans hafa notið mikilla vinsælda á meðal almennings. Þá hefur efnahagur landsins verið stöðugur síðustu ár sem hefur einnig aukið vinsældir Ortega í viðskiptalífinu.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira