Segja samkynhneigða íþróttamenn standa sig betur ef þeir koma út úr skápnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. nóvember 2016 09:00 Menn hafa spilað með regnbogareimar í ensku úrvalsdeildinni til stuðnings samkynhneigðum en enginn leikmaður í deildinni er kominn út úr skápnum. vísir/getty Þrír breskir samkynhneigðir íþróttamenn, fyrrverandi og núverandi, töluðu um samkynhneigð íþróttum á sérstökum fundi á breska þinginu á dögunum en allir voru þeir sammála um að búa þarf til umhverfi þar sem íþróttamönnum líður betur með að koma út úr skápnum. Það mun, að þeirra sögn, gera íþróttamennina betri. Sprettgöngumaðurinn og Ólympíufarinn Tom Bosworth, fyrrverandi NBA-leikmaðurinn John Amaechi og enska landsliðskonan Lianne Sanderson voru þau sem ræddu við bresku þingmennina. Amaechi sagði eitrað andrúmsloft vera í íþróttaheminum og hvatti þingmennina til að þyngja refsingar þegar kemur að mismunun vegna kynhneigðar í íþróttaheiminum.Trúa ekki á stuðning Amaechi, sem spilaði með Orlando Magic og Utah Jazz á sínum ferli. sagðist hafa verið í sambandi við samkynhneigða fótboltamenn sem þora ekki að vera þeir sjálfir. „Fótboltinn hefur peningana og úrræðin til að gera það sem hann vill en viljandi er ekkert gert. Ég hef talað við leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem trúa því ekki að félagið þeirra myndi styðja þá ef þeir koma út úr skápnum,“ sagði Amaechi. Göngugarpurinn Bosworth bætti við að ef íþróttamaður er samkynhneigður og þorir ekki að koma út úr skápnum getur hann aldrei fullnýtt hæfileika sína.Fótboltinn mikilvægastur „Ef íþróttamaður er bara að nota eitt prósent minna af orku sinni til að passa sig á að vera ekki sá sem hann er getur það verið munurinn á milli þess að vear góður og frábær,“ sagði Boswort. Hann tók undir með Amaechi er varðar fótboltann. Bosworth segir hann svo stóran að hann verði að leiða þessa baráttu. „Fótboltinn er íþróttin sem ber mest á. Ef hlutirnir breytast það þá breytist allt,“ sagði Bosworth. Enska landsliðskonana Lianne Sanderson, sem er samkynhneigð eins og Bosworth og Amaechi, tók undir orð karlanna um fótboltann. Hún sagði að ef einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni kæmi út úr skápnum myndu fleiri fylgja í kjölfarið. Íslenski boltinn Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Þrír breskir samkynhneigðir íþróttamenn, fyrrverandi og núverandi, töluðu um samkynhneigð íþróttum á sérstökum fundi á breska þinginu á dögunum en allir voru þeir sammála um að búa þarf til umhverfi þar sem íþróttamönnum líður betur með að koma út úr skápnum. Það mun, að þeirra sögn, gera íþróttamennina betri. Sprettgöngumaðurinn og Ólympíufarinn Tom Bosworth, fyrrverandi NBA-leikmaðurinn John Amaechi og enska landsliðskonan Lianne Sanderson voru þau sem ræddu við bresku þingmennina. Amaechi sagði eitrað andrúmsloft vera í íþróttaheminum og hvatti þingmennina til að þyngja refsingar þegar kemur að mismunun vegna kynhneigðar í íþróttaheiminum.Trúa ekki á stuðning Amaechi, sem spilaði með Orlando Magic og Utah Jazz á sínum ferli. sagðist hafa verið í sambandi við samkynhneigða fótboltamenn sem þora ekki að vera þeir sjálfir. „Fótboltinn hefur peningana og úrræðin til að gera það sem hann vill en viljandi er ekkert gert. Ég hef talað við leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem trúa því ekki að félagið þeirra myndi styðja þá ef þeir koma út úr skápnum,“ sagði Amaechi. Göngugarpurinn Bosworth bætti við að ef íþróttamaður er samkynhneigður og þorir ekki að koma út úr skápnum getur hann aldrei fullnýtt hæfileika sína.Fótboltinn mikilvægastur „Ef íþróttamaður er bara að nota eitt prósent minna af orku sinni til að passa sig á að vera ekki sá sem hann er getur það verið munurinn á milli þess að vear góður og frábær,“ sagði Boswort. Hann tók undir með Amaechi er varðar fótboltann. Bosworth segir hann svo stóran að hann verði að leiða þessa baráttu. „Fótboltinn er íþróttin sem ber mest á. Ef hlutirnir breytast það þá breytist allt,“ sagði Bosworth. Enska landsliðskonana Lianne Sanderson, sem er samkynhneigð eins og Bosworth og Amaechi, tók undir orð karlanna um fótboltann. Hún sagði að ef einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni kæmi út úr skápnum myndu fleiri fylgja í kjölfarið.
Íslenski boltinn Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira