Jón Magnússon: GLÆSILEGT og til hamingju USA Jakob Bjarnar skrifar 9. nóvember 2016 13:32 Jón Magnússon: Trump vann þrátt fyrir að nánast öll pressan væri á móti honum. Trump vann þó að fjármálakerfi banksterana og fyrirmenn eins og t.d. Bush feðgar styddu gjörspillta Hillary. Jón Magnússon lögmaður, og fyrrverandi alþingismaður, fagnar því mjög að Trump hafi sigrað í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. „GLÆSILEGT. Til hamingju USA,“ skrifar Jón Magnússon og við góðar undirtektir á Facebook. Ekki fór mikið fyrir stuðningsmönnum Donald Trumps á Íslandi í aðdraganda kosninganna. Vísir gerði nokkra leit að þeim en þeir reyndust fáir sem vildu auglýsa sig sem slíka. Stuðningsmenn Trumps eru hins vegar að birtast einn af öðrum sigri hrósandi nú, þó þeir heita megi í miklum minnihluta.Hin gerspillta HillaryMenn leita nú ákaft skýringa á úrslitunum sem komu flestum á óvart enda höfðu flestar skoðanakannanir bent eindregið til þess að Hillary Rodham Clinton, frambjóðandi Demókrata, myndi sigra. Forvitnilegt er að sjá hvaða skýringar Jón Magnússon telur vera til grundvallar sigri Trumps. „Trump vann þràtt fyrir að skoðanakannanir segðu annað. Trump vann þrátt fyrir að nánast öll pressan væri á móti honum. Trump vann þó að fjármálakerfi banksterana og fyrirmenn eins og t.d. Bush feðgar styddu gjörspillta Hillary. Þetta er því ekki síst sigur hins þögla meirihluta sem er búinn að fá nóg af forréttinda- og rétttrúnaðarliðinu,“ segir Jón.Hin meinta (og öfugsnúna) ábyrgð fjölmiðlaMargir velta fyrir sér hlut fjölmiðla í kosningunum. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður RUV taldi, í þætti sínum Uppgjör í Ameríku, að fjölmiðlar hafi hreinlega búið Trump til, þeir hafi skrifað ófáar fréttir af honum til að fá lestur og/eða umferð um miðla sína. Þann fréttaflutning metur Ingólfur Bjarni sem ígildi auglýsingar fyrir Trump. Og New York Times hefur reyndar reynt að meta hvers virði það er. Jón hins vegar nálgast málið úr allt annarri átt og hefur sitthvað fyrir sér í því sé til að mynda skoðaður listi yfir þá staðbundnu fjölmiðla sem lýstu yfir stuðningi við Clinton í forkosningunum; fjölmargir meðan listi yfir fjölmiðla sem styðja Trump ólíkt fátæklegri: National Enquirer, New York Observer, New York Pos og Santa Barbara News-Press. Auk þess sem nokkuð var gert úr því í kosningabaráttunni að málgagn Kú Klúx Klan styddi Donald Trump. Russa Today fullyrðir svo að allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna á landsvísu hafi stutt Clinton. Sé svo má í ljósi úrslita segja að áhrif fjölmiðla eru ofmetin, jafnvel öfugsnúin. Donald Trump Tengdar fréttir Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Jón Magnússon lögmaður, og fyrrverandi alþingismaður, fagnar því mjög að Trump hafi sigrað í nýafstöðnum forsetakosningum í Bandaríkjunum. „GLÆSILEGT. Til hamingju USA,“ skrifar Jón Magnússon og við góðar undirtektir á Facebook. Ekki fór mikið fyrir stuðningsmönnum Donald Trumps á Íslandi í aðdraganda kosninganna. Vísir gerði nokkra leit að þeim en þeir reyndust fáir sem vildu auglýsa sig sem slíka. Stuðningsmenn Trumps eru hins vegar að birtast einn af öðrum sigri hrósandi nú, þó þeir heita megi í miklum minnihluta.Hin gerspillta HillaryMenn leita nú ákaft skýringa á úrslitunum sem komu flestum á óvart enda höfðu flestar skoðanakannanir bent eindregið til þess að Hillary Rodham Clinton, frambjóðandi Demókrata, myndi sigra. Forvitnilegt er að sjá hvaða skýringar Jón Magnússon telur vera til grundvallar sigri Trumps. „Trump vann þràtt fyrir að skoðanakannanir segðu annað. Trump vann þrátt fyrir að nánast öll pressan væri á móti honum. Trump vann þó að fjármálakerfi banksterana og fyrirmenn eins og t.d. Bush feðgar styddu gjörspillta Hillary. Þetta er því ekki síst sigur hins þögla meirihluta sem er búinn að fá nóg af forréttinda- og rétttrúnaðarliðinu,“ segir Jón.Hin meinta (og öfugsnúna) ábyrgð fjölmiðlaMargir velta fyrir sér hlut fjölmiðla í kosningunum. Ingólfur Bjarni Sigfússon fréttamaður RUV taldi, í þætti sínum Uppgjör í Ameríku, að fjölmiðlar hafi hreinlega búið Trump til, þeir hafi skrifað ófáar fréttir af honum til að fá lestur og/eða umferð um miðla sína. Þann fréttaflutning metur Ingólfur Bjarni sem ígildi auglýsingar fyrir Trump. Og New York Times hefur reyndar reynt að meta hvers virði það er. Jón hins vegar nálgast málið úr allt annarri átt og hefur sitthvað fyrir sér í því sé til að mynda skoðaður listi yfir þá staðbundnu fjölmiðla sem lýstu yfir stuðningi við Clinton í forkosningunum; fjölmargir meðan listi yfir fjölmiðla sem styðja Trump ólíkt fátæklegri: National Enquirer, New York Observer, New York Pos og Santa Barbara News-Press. Auk þess sem nokkuð var gert úr því í kosningabaráttunni að málgagn Kú Klúx Klan styddi Donald Trump. Russa Today fullyrðir svo að allir helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna á landsvísu hafi stutt Clinton. Sé svo má í ljósi úrslita segja að áhrif fjölmiðla eru ofmetin, jafnvel öfugsnúin.
Donald Trump Tengdar fréttir Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43 Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Sjá meira
Sigri hrósandi Árni Sam sendir fjölmiðlum tóninn Bíókóngurinn fagnar sigri Donald Trumps en hann er í miklum minnihluta þeirra sem tjá sig um forsetakosningarnar á Facebook. 9. nóvember 2016 10:43
Trump-fólkið á Íslandi fer með veggjum Vísi gekk illa að finna yfirlýsta stuðningsmenn Trump á Íslandi. Sem er athyglisvert í sjálfu sér. 8. nóvember 2016 09:56