Sara Björk: Við hlupum af okkur rassgatið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2016 16:09 Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins. Mynd/Youtube-síða KSÍ Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 2-2 jafntefli íslenska liðsins við það kínverska á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. „Þetta var hörkuleikur og Kína er með mjög gott lið. Við vorum að prófa nýtt leikskipulag og mér fannst það ganga ágætlega,“ sagði Sara Björk. „Við náðum að spila ágætlega á köflum en í seinni hálfleiknum þá duttum við of langt niður á völlinn og þær voru aðeins meira með boltann. Mér fannst við sýna góðan karakter að koma til baka og ná að jafna,“ sagði Sara Björk. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði jöfnunarmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok en þær kínversku höfðu þá skorað tvö mörk í seinni hálfleiknum eftir að Ísland var 1-0 yfir í hálfleik. „Nýja leikkerfið gekk bara ágætlega miðað við það að við vorum að spila það í fyrsta skiptið. Þetta er skemmtilegt leikskipulag og við eigum líka eftir að vinna meira með það,“ sagði Sara Björk. „Við fengum nokkur færi og þær líka. Þetta var opinn leikur og hefði getað farið á báða vegu. Við erum ánægðar með að koma til baka eftir að hafa lent undir,“ sagði Sara Björk. „Þær kínversku voru betri en ég átti von á. Ég mundi ekki eftir svona rosalega góðum einstaklingum í liðinu. Þetta er mjög gott og vel spilandi lið,“ sagði Sara Björk. „Mér fannst við vinna fyrir þessu jöfnunarmarki því við hlupum af okkur rassgatið. Við áttum klárlega þetta eina stig skilið,“ sagði Sara Björk. Það er hægt að finna allt viðtalið við Söru Björk hér fyrir neðan. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52 Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18 Að læra innan og utan vallar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kína í hádeginu í dag gegn heimakonum. Nýtt leikkerfi verður prófað en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er að undirbúa liðið fyrir allt sem getur komið upp á EM á næsta ári innan jafnt sem utan vallarins. 20. október 2016 06:00 Fyrsta landsliðsmark Katrínar tryggði stelpunum jafntefli | Sjáið mörkin Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. 20. október 2016 13:34 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 2-2 jafntefli íslenska liðsins við það kínverska á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. „Þetta var hörkuleikur og Kína er með mjög gott lið. Við vorum að prófa nýtt leikskipulag og mér fannst það ganga ágætlega,“ sagði Sara Björk. „Við náðum að spila ágætlega á köflum en í seinni hálfleiknum þá duttum við of langt niður á völlinn og þær voru aðeins meira með boltann. Mér fannst við sýna góðan karakter að koma til baka og ná að jafna,“ sagði Sara Björk. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði jöfnunarmarkið fjórum mínútum fyrir leikslok en þær kínversku höfðu þá skorað tvö mörk í seinni hálfleiknum eftir að Ísland var 1-0 yfir í hálfleik. „Nýja leikkerfið gekk bara ágætlega miðað við það að við vorum að spila það í fyrsta skiptið. Þetta er skemmtilegt leikskipulag og við eigum líka eftir að vinna meira með það,“ sagði Sara Björk. „Við fengum nokkur færi og þær líka. Þetta var opinn leikur og hefði getað farið á báða vegu. Við erum ánægðar með að koma til baka eftir að hafa lent undir,“ sagði Sara Björk. „Þær kínversku voru betri en ég átti von á. Ég mundi ekki eftir svona rosalega góðum einstaklingum í liðinu. Þetta er mjög gott og vel spilandi lið,“ sagði Sara Björk. „Mér fannst við vinna fyrir þessu jöfnunarmarki því við hlupum af okkur rassgatið. Við áttum klárlega þetta eina stig skilið,“ sagði Sara Björk. Það er hægt að finna allt viðtalið við Söru Björk hér fyrir neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52 Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18 Að læra innan og utan vallar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kína í hádeginu í dag gegn heimakonum. Nýtt leikkerfi verður prófað en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er að undirbúa liðið fyrir allt sem getur komið upp á EM á næsta ári innan jafnt sem utan vallarins. 20. október 2016 06:00 Fyrsta landsliðsmark Katrínar tryggði stelpunum jafntefli | Sjáið mörkin Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. 20. október 2016 13:34 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Svona eru nöfn íslensku stelpnanna á kínversku | Mynd Íslenska kvennalandsliðið mætir Kína í vináttulandsleik á eftir en leikurinn fer fram Chongqing í Kína. 20. október 2016 10:52
Fanndís fór illa með kínverska markvörðinn | Sjáðu markið hennar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst í 1-0 á móti Kína í leik þjóðanna á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 20. október 2016 12:18
Að læra innan og utan vallar Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta hefja leik á fjögurra þjóða æfingamóti í Kína í hádeginu í dag gegn heimakonum. Nýtt leikkerfi verður prófað en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson er að undirbúa liðið fyrir allt sem getur komið upp á EM á næsta ári innan jafnt sem utan vallarins. 20. október 2016 06:00
Fyrsta landsliðsmark Katrínar tryggði stelpunum jafntefli | Sjáið mörkin Ísland og Kína gerðu 2-2 jafntefli í markaleik á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. Þetta var fyrsti leikur íslensku stelpnanna á þessu fjögurra þjóða móti. 20. október 2016 13:34