Innlent

Bein útsending: Oddvitar flokka í Suðvesturkjördæmi sitja fyrir svörum

Heimir Már Pétursson skrifar
Oddvitar sjö flokka á þingi eða sem mælast með meira en fimm prósenta fylgi í könnunum í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum, sitja fyrir svörum í kosningaþætti Stöðvar 2 í kvöld. Þar verður einnig rætt við kjósendur í kjördæminu um hvað þeir telji vera stærstu málin fyrir komandi kosningar eftir rúma viku.

Í kvöld mæta Eygló Harðardóttir fyrir Framsóknarflokk, Bjarni Benediktsson fyrir Sjálfstæðisflokk, Árni Páll Árnason fyrir Samfylkinguna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fyrir Viðreisn, Óttarr Proppé fyrir Bjarta framtíð, Jón Þór Ólafsson fyrir Pírata og Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrir Vinstri græn.

Í þættinum verður einnig birt ný könnun um fylgi flokkanna í Kraganum en þar hefur fylgið sveiflast töluvert mikið í undanförnum þrennum kosningum. Fylgið hefur verið á mikilli hreyfingu undanfarnar vikur og því má búast við tíðindum í könnun kvöldsins.

Útsendingin hefst klukkan 19:10 og má fylgjast með í spilaranum að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×