Dýrt spaug sem enginn hlær að Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 22. október 2016 07:00 Pogba var stórkostlegur gegn Íslandi í 8 liða úrslitum á EM. Það er kannski spurning fyrir Paul Pogba að hætta að reyna vinna Saloon D’or og setja metnað sinn á Baloon D’or,“ skrifaði reiður stuðningsmaður Manchester United á Twitter eftir leik liðsins gegn Liverpool. Pogba hefur nú spilað 10 leiki með Manchester-liðinu og lítið sýnt að hann sé peninganna virði, þó hann hafi vissulega skorað tvö í Evrópudeildinni í vikunni. Hann er dýrasti knattspyrnumaður heims og hefur fengið að vera djúpur miðjumaður, sóknarsinnaður og jafnvel Wayne Rooney hefur þurft að setjast á bekkinn til að koma Pogba í gang. Vissulega sást því bregða fyrir í leiknum gegn Liverpool hvað hann er ofboðslega góður í fótbolta. En heilt yfir var hann slakur líkt og það sem af er tímabilinu. Kannski eru væntingarnar sem gerðar eru til hans bara allt of miklar. Hann er jú ekki nema 23 ára.Paul Pogba í leiknum á móti Stoke.Vísir/Getty#Pogback snerist um endurkomu hans til Old Trafford en það sem af er leiktíðinni hefur lítið verið að frétta. Það er allavega meira að frétta af hárinu á honum en frammistöðunni á vellinum, svo mikið er ljóst. Þess má geta að hárið á honum hefur verið ljóst. Þaðan kemur reiði stuðningsmanna. Glyslegur lífsstíll hans og sífelldar breytingar á hárstíl er farið að fara í taugarnar á stuðningsmönnum. Rétt eins og í svo mörgu öðru þá þarf að vinna sér inn montrétt.Pogba skrifaði undir samning við Man. Utd sem færir honum um 290 þúsund pund, 41 milljón króna, á viku.Mourinho byrjaði að nota Pogba sem frekar varnarsinnaðan miðjumann í 4-2-3-1 leikkerfinu. Hann var frábær í einum hálfleik gegn Leicester þar sem hann skoraði sitt eina mark í deildinni fyrir rauðu djöflana með skalla. Hann hefur ekki enn búið til mark. Gegn Liverpool spilaði hann í tíunni, eins og það kallast. Hann virtist ekki í neinum takti við leikinn og aðrir leikmenn bíða eftir tækifæri sínu til að spila í þessari skemmtilegustu stöðu knattspyrnunnar. Það var líkt og þegar Pogba mætti til að taka þátt í sóknarleiknum, þá var sóknin búin að færa sig annað. Hann var alltaf skrefi á eftir.Paul Pogba.Mynd/Nordic Photos/GettyKröfurnar eru miklar til Pogba en það er enginn að búast við að hann skori yfir 20 mörk á hverju tímabili. Mourinho sagði sjálfur þegar Pogba var kynntur til leiks að hann byggist við góðri frammistöðu. Allt annað væri bónus. „Ég er ekki að búast við að hann sóli fimm varnarmenn og þrumi boltanum upp í skeytin. Ég býst við að hann velji rétta möguleikann og haldi tempói á okkar sóknarleik með einföldum hætti.“Nýlega sagði Jose Mourinho að hann ætti í engum erfiðleikum með að setja Pogba á bekkinn.Því miður fyrir Mourinho er ekkert af þessu að gerast. Og það er svolítið áhyggjuefni að leikmaður sem kostaði 12,5 milljarða króna skuli vera svona slakur á kostnað annarra sem þurfa að sætta sig við tréverkið. Þess má geta að Öryrkjabandalagið reiknaði eitt sinn að frítt heilbrigðiskerfi hér á landi myndi kosta um 6,5 milljarða á ári. Pogba hefur aðeins fundið netmöskvana einu sinni í deildinni. Það er ekki góð tölfræði en mörk hafa svo sem aldrei verið hans aðalsmerki. Áður en hann gekk í raðir Manchester-liðsins hafði hann skorað 34 mörk í 178 leikjum með Juventus.Pogba er ekki hræddur við að skarta nýju og óhefðbundnu útliti.Hann hefur heldur ekki lagt upp mark það sem af er þótt hann hafi vissulega reynt. Zlatan Ibrahimovic hefði auðvitað átt að skora gegn Liverpool eftir tilþrif Pogba. Hann var með 32 stoðsendingar í 178 leikjum með Juventus. Hann er ekki einu sinni grófur það sem af er. Hann er með eitt gult spjald og hefur brotið af sér 15 sinnum. Í einvígjum hefur hann aðeins unnið 66 af 120. Miðað við styrk hans þá má gera meiri kröfur. Miklu meiri. Af 465 sendingum hans hefur hann hitt á samherja í 82,5% tilfella en aðeins 12 sendingar hafa búið til færi. Pogba er frábær með boltann og þegar hann kemst á ferðina stoppa hann fáir þótt margir hafi reynt. Fimm af 21 skoti hans hafa ratað á rammann og eina markið hans í deildinni kom með höfðinu. Þó að fótbolti sé ekki tölfræðiíþrótt þá eru tölurnar ekki góðar hjá Pogba og hann er langt frá því að standa undir 89 milljóna punda verðmiðanum. Stuðningsmenn Manchester-liðsins vona að frammistaða hans í Evrópudeildinni snúi þessu við og Pogba sé loksins kominn til baka.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjá meira
Það er kannski spurning fyrir Paul Pogba að hætta að reyna vinna Saloon D’or og setja metnað sinn á Baloon D’or,“ skrifaði reiður stuðningsmaður Manchester United á Twitter eftir leik liðsins gegn Liverpool. Pogba hefur nú spilað 10 leiki með Manchester-liðinu og lítið sýnt að hann sé peninganna virði, þó hann hafi vissulega skorað tvö í Evrópudeildinni í vikunni. Hann er dýrasti knattspyrnumaður heims og hefur fengið að vera djúpur miðjumaður, sóknarsinnaður og jafnvel Wayne Rooney hefur þurft að setjast á bekkinn til að koma Pogba í gang. Vissulega sást því bregða fyrir í leiknum gegn Liverpool hvað hann er ofboðslega góður í fótbolta. En heilt yfir var hann slakur líkt og það sem af er tímabilinu. Kannski eru væntingarnar sem gerðar eru til hans bara allt of miklar. Hann er jú ekki nema 23 ára.Paul Pogba í leiknum á móti Stoke.Vísir/Getty#Pogback snerist um endurkomu hans til Old Trafford en það sem af er leiktíðinni hefur lítið verið að frétta. Það er allavega meira að frétta af hárinu á honum en frammistöðunni á vellinum, svo mikið er ljóst. Þess má geta að hárið á honum hefur verið ljóst. Þaðan kemur reiði stuðningsmanna. Glyslegur lífsstíll hans og sífelldar breytingar á hárstíl er farið að fara í taugarnar á stuðningsmönnum. Rétt eins og í svo mörgu öðru þá þarf að vinna sér inn montrétt.Pogba skrifaði undir samning við Man. Utd sem færir honum um 290 þúsund pund, 41 milljón króna, á viku.Mourinho byrjaði að nota Pogba sem frekar varnarsinnaðan miðjumann í 4-2-3-1 leikkerfinu. Hann var frábær í einum hálfleik gegn Leicester þar sem hann skoraði sitt eina mark í deildinni fyrir rauðu djöflana með skalla. Hann hefur ekki enn búið til mark. Gegn Liverpool spilaði hann í tíunni, eins og það kallast. Hann virtist ekki í neinum takti við leikinn og aðrir leikmenn bíða eftir tækifæri sínu til að spila í þessari skemmtilegustu stöðu knattspyrnunnar. Það var líkt og þegar Pogba mætti til að taka þátt í sóknarleiknum, þá var sóknin búin að færa sig annað. Hann var alltaf skrefi á eftir.Paul Pogba.Mynd/Nordic Photos/GettyKröfurnar eru miklar til Pogba en það er enginn að búast við að hann skori yfir 20 mörk á hverju tímabili. Mourinho sagði sjálfur þegar Pogba var kynntur til leiks að hann byggist við góðri frammistöðu. Allt annað væri bónus. „Ég er ekki að búast við að hann sóli fimm varnarmenn og þrumi boltanum upp í skeytin. Ég býst við að hann velji rétta möguleikann og haldi tempói á okkar sóknarleik með einföldum hætti.“Nýlega sagði Jose Mourinho að hann ætti í engum erfiðleikum með að setja Pogba á bekkinn.Því miður fyrir Mourinho er ekkert af þessu að gerast. Og það er svolítið áhyggjuefni að leikmaður sem kostaði 12,5 milljarða króna skuli vera svona slakur á kostnað annarra sem þurfa að sætta sig við tréverkið. Þess má geta að Öryrkjabandalagið reiknaði eitt sinn að frítt heilbrigðiskerfi hér á landi myndi kosta um 6,5 milljarða á ári. Pogba hefur aðeins fundið netmöskvana einu sinni í deildinni. Það er ekki góð tölfræði en mörk hafa svo sem aldrei verið hans aðalsmerki. Áður en hann gekk í raðir Manchester-liðsins hafði hann skorað 34 mörk í 178 leikjum með Juventus.Pogba er ekki hræddur við að skarta nýju og óhefðbundnu útliti.Hann hefur heldur ekki lagt upp mark það sem af er þótt hann hafi vissulega reynt. Zlatan Ibrahimovic hefði auðvitað átt að skora gegn Liverpool eftir tilþrif Pogba. Hann var með 32 stoðsendingar í 178 leikjum með Juventus. Hann er ekki einu sinni grófur það sem af er. Hann er með eitt gult spjald og hefur brotið af sér 15 sinnum. Í einvígjum hefur hann aðeins unnið 66 af 120. Miðað við styrk hans þá má gera meiri kröfur. Miklu meiri. Af 465 sendingum hans hefur hann hitt á samherja í 82,5% tilfella en aðeins 12 sendingar hafa búið til færi. Pogba er frábær með boltann og þegar hann kemst á ferðina stoppa hann fáir þótt margir hafi reynt. Fimm af 21 skoti hans hafa ratað á rammann og eina markið hans í deildinni kom með höfðinu. Þó að fótbolti sé ekki tölfræðiíþrótt þá eru tölurnar ekki góðar hjá Pogba og hann er langt frá því að standa undir 89 milljóna punda verðmiðanum. Stuðningsmenn Manchester-liðsins vona að frammistaða hans í Evrópudeildinni snúi þessu við og Pogba sé loksins kominn til baka.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjá meira