Bregðast við árásum frá nettengdum heimilistækjum Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2016 16:30 Vírusinn sem notaður var til árásarinnar á föstudaginn hefur verið gerður opinber. Vísir/Getty Yfirvöld í Bandaríkjunum vinna að leiðum til að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem átti sér stað á föstudaginn. Þar beittu tölvuþrjótar rúmlega milljón heimilistækjum, vefmyndavélum og jafnvel leikföngum til að brjóta sér leið inn að grunnstoðum internetsins. Twitter, Spotify, Netflix, Reddit og tugir annarra vefsvæða urðu fyrir truflunum og fóru jafnvel niður um tíma.Reuters segir frá því að í Bandaríkjunum séu sérfræðingar nú að vinna að því hvernig tryggja megi öryggi þessarra tækja. Sérfræðingar segja þó að ómögulegt verði að laga meirihluta þessarra tækja og að ástandið muni versna áður en það verður betra. Vírusinn sem notaður var til árásarinnar heitir Mirai og var hann nýverið gerður opinber á netinu. Með honum er hægt að ná tökum á áðurnefndum tækjum. Aðrir tölvuþrjótar geta því fínpússað og breytt til að henta betur til árása af mismunandi tagi. Árásin á föstudaginn beindist sérstaklega að fyrirtækinu Dyn, sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Með því að gera árásir á fyrirtæki eins og DYN sem reka kerfi sem sjá um að tengja lén (eins og visir.is) við ip tölur, er hægt að valda umtalsverðum vandræðum á internetinu. Atlögur sem þessar kallast Denial of Services Attack (DOS) eða Distributed Denial of Service Attack (DDOS) og eru gerðar með því að stýra umferð inn á vefsíður í því magni að þær taka ekki lengur við heimsóknum og liggi niðri.Sjá einnig: Ný og hættuleg tegund netárása. Áðurnefnd nettengd heimilistæki og tól voru notuð til að stýra umferð inn á netþjóna Dyn. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Ekki liggur fyrir hverjir framkvæmdu árásina. Öryggissérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja ólíklegt að árásin hafi verið framkvæmd af einhverju ríki þar sem Mirai hafi verið gerður opinber. Fleiri árásir eru taldar vera óhjákvæmilegar í náinni framtíð. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum vinna að leiðum til að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem átti sér stað á föstudaginn. Þar beittu tölvuþrjótar rúmlega milljón heimilistækjum, vefmyndavélum og jafnvel leikföngum til að brjóta sér leið inn að grunnstoðum internetsins. Twitter, Spotify, Netflix, Reddit og tugir annarra vefsvæða urðu fyrir truflunum og fóru jafnvel niður um tíma.Reuters segir frá því að í Bandaríkjunum séu sérfræðingar nú að vinna að því hvernig tryggja megi öryggi þessarra tækja. Sérfræðingar segja þó að ómögulegt verði að laga meirihluta þessarra tækja og að ástandið muni versna áður en það verður betra. Vírusinn sem notaður var til árásarinnar heitir Mirai og var hann nýverið gerður opinber á netinu. Með honum er hægt að ná tökum á áðurnefndum tækjum. Aðrir tölvuþrjótar geta því fínpússað og breytt til að henta betur til árása af mismunandi tagi. Árásin á föstudaginn beindist sérstaklega að fyrirtækinu Dyn, sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Með því að gera árásir á fyrirtæki eins og DYN sem reka kerfi sem sjá um að tengja lén (eins og visir.is) við ip tölur, er hægt að valda umtalsverðum vandræðum á internetinu. Atlögur sem þessar kallast Denial of Services Attack (DOS) eða Distributed Denial of Service Attack (DDOS) og eru gerðar með því að stýra umferð inn á vefsíður í því magni að þær taka ekki lengur við heimsóknum og liggi niðri.Sjá einnig: Ný og hættuleg tegund netárása. Áðurnefnd nettengd heimilistæki og tól voru notuð til að stýra umferð inn á netþjóna Dyn. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Ekki liggur fyrir hverjir framkvæmdu árásina. Öryggissérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja ólíklegt að árásin hafi verið framkvæmd af einhverju ríki þar sem Mirai hafi verið gerður opinber. Fleiri árásir eru taldar vera óhjákvæmilegar í náinni framtíð.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira