Bregðast við árásum frá nettengdum heimilistækjum Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2016 16:30 Vírusinn sem notaður var til árásarinnar á föstudaginn hefur verið gerður opinber. Vísir/Getty Yfirvöld í Bandaríkjunum vinna að leiðum til að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem átti sér stað á föstudaginn. Þar beittu tölvuþrjótar rúmlega milljón heimilistækjum, vefmyndavélum og jafnvel leikföngum til að brjóta sér leið inn að grunnstoðum internetsins. Twitter, Spotify, Netflix, Reddit og tugir annarra vefsvæða urðu fyrir truflunum og fóru jafnvel niður um tíma.Reuters segir frá því að í Bandaríkjunum séu sérfræðingar nú að vinna að því hvernig tryggja megi öryggi þessarra tækja. Sérfræðingar segja þó að ómögulegt verði að laga meirihluta þessarra tækja og að ástandið muni versna áður en það verður betra. Vírusinn sem notaður var til árásarinnar heitir Mirai og var hann nýverið gerður opinber á netinu. Með honum er hægt að ná tökum á áðurnefndum tækjum. Aðrir tölvuþrjótar geta því fínpússað og breytt til að henta betur til árása af mismunandi tagi. Árásin á föstudaginn beindist sérstaklega að fyrirtækinu Dyn, sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Með því að gera árásir á fyrirtæki eins og DYN sem reka kerfi sem sjá um að tengja lén (eins og visir.is) við ip tölur, er hægt að valda umtalsverðum vandræðum á internetinu. Atlögur sem þessar kallast Denial of Services Attack (DOS) eða Distributed Denial of Service Attack (DDOS) og eru gerðar með því að stýra umferð inn á vefsíður í því magni að þær taka ekki lengur við heimsóknum og liggi niðri.Sjá einnig: Ný og hættuleg tegund netárása. Áðurnefnd nettengd heimilistæki og tól voru notuð til að stýra umferð inn á netþjóna Dyn. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Ekki liggur fyrir hverjir framkvæmdu árásina. Öryggissérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja ólíklegt að árásin hafi verið framkvæmd af einhverju ríki þar sem Mirai hafi verið gerður opinber. Fleiri árásir eru taldar vera óhjákvæmilegar í náinni framtíð. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum vinna að leiðum til að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem átti sér stað á föstudaginn. Þar beittu tölvuþrjótar rúmlega milljón heimilistækjum, vefmyndavélum og jafnvel leikföngum til að brjóta sér leið inn að grunnstoðum internetsins. Twitter, Spotify, Netflix, Reddit og tugir annarra vefsvæða urðu fyrir truflunum og fóru jafnvel niður um tíma.Reuters segir frá því að í Bandaríkjunum séu sérfræðingar nú að vinna að því hvernig tryggja megi öryggi þessarra tækja. Sérfræðingar segja þó að ómögulegt verði að laga meirihluta þessarra tækja og að ástandið muni versna áður en það verður betra. Vírusinn sem notaður var til árásarinnar heitir Mirai og var hann nýverið gerður opinber á netinu. Með honum er hægt að ná tökum á áðurnefndum tækjum. Aðrir tölvuþrjótar geta því fínpússað og breytt til að henta betur til árása af mismunandi tagi. Árásin á föstudaginn beindist sérstaklega að fyrirtækinu Dyn, sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Með því að gera árásir á fyrirtæki eins og DYN sem reka kerfi sem sjá um að tengja lén (eins og visir.is) við ip tölur, er hægt að valda umtalsverðum vandræðum á internetinu. Atlögur sem þessar kallast Denial of Services Attack (DOS) eða Distributed Denial of Service Attack (DDOS) og eru gerðar með því að stýra umferð inn á vefsíður í því magni að þær taka ekki lengur við heimsóknum og liggi niðri.Sjá einnig: Ný og hættuleg tegund netárása. Áðurnefnd nettengd heimilistæki og tól voru notuð til að stýra umferð inn á netþjóna Dyn. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Ekki liggur fyrir hverjir framkvæmdu árásina. Öryggissérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja ólíklegt að árásin hafi verið framkvæmd af einhverju ríki þar sem Mirai hafi verið gerður opinber. Fleiri árásir eru taldar vera óhjákvæmilegar í náinni framtíð.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira