Bregðast við árásum frá nettengdum heimilistækjum Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2016 16:30 Vírusinn sem notaður var til árásarinnar á föstudaginn hefur verið gerður opinber. Vísir/Getty Yfirvöld í Bandaríkjunum vinna að leiðum til að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem átti sér stað á föstudaginn. Þar beittu tölvuþrjótar rúmlega milljón heimilistækjum, vefmyndavélum og jafnvel leikföngum til að brjóta sér leið inn að grunnstoðum internetsins. Twitter, Spotify, Netflix, Reddit og tugir annarra vefsvæða urðu fyrir truflunum og fóru jafnvel niður um tíma.Reuters segir frá því að í Bandaríkjunum séu sérfræðingar nú að vinna að því hvernig tryggja megi öryggi þessarra tækja. Sérfræðingar segja þó að ómögulegt verði að laga meirihluta þessarra tækja og að ástandið muni versna áður en það verður betra. Vírusinn sem notaður var til árásarinnar heitir Mirai og var hann nýverið gerður opinber á netinu. Með honum er hægt að ná tökum á áðurnefndum tækjum. Aðrir tölvuþrjótar geta því fínpússað og breytt til að henta betur til árása af mismunandi tagi. Árásin á föstudaginn beindist sérstaklega að fyrirtækinu Dyn, sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Með því að gera árásir á fyrirtæki eins og DYN sem reka kerfi sem sjá um að tengja lén (eins og visir.is) við ip tölur, er hægt að valda umtalsverðum vandræðum á internetinu. Atlögur sem þessar kallast Denial of Services Attack (DOS) eða Distributed Denial of Service Attack (DDOS) og eru gerðar með því að stýra umferð inn á vefsíður í því magni að þær taka ekki lengur við heimsóknum og liggi niðri.Sjá einnig: Ný og hættuleg tegund netárása. Áðurnefnd nettengd heimilistæki og tól voru notuð til að stýra umferð inn á netþjóna Dyn. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Ekki liggur fyrir hverjir framkvæmdu árásina. Öryggissérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja ólíklegt að árásin hafi verið framkvæmd af einhverju ríki þar sem Mirai hafi verið gerður opinber. Fleiri árásir eru taldar vera óhjákvæmilegar í náinni framtíð. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Yfirvöld í Bandaríkjunum vinna að leiðum til að koma í veg fyrir árásir eins og þá sem átti sér stað á föstudaginn. Þar beittu tölvuþrjótar rúmlega milljón heimilistækjum, vefmyndavélum og jafnvel leikföngum til að brjóta sér leið inn að grunnstoðum internetsins. Twitter, Spotify, Netflix, Reddit og tugir annarra vefsvæða urðu fyrir truflunum og fóru jafnvel niður um tíma.Reuters segir frá því að í Bandaríkjunum séu sérfræðingar nú að vinna að því hvernig tryggja megi öryggi þessarra tækja. Sérfræðingar segja þó að ómögulegt verði að laga meirihluta þessarra tækja og að ástandið muni versna áður en það verður betra. Vírusinn sem notaður var til árásarinnar heitir Mirai og var hann nýverið gerður opinber á netinu. Með honum er hægt að ná tökum á áðurnefndum tækjum. Aðrir tölvuþrjótar geta því fínpússað og breytt til að henta betur til árása af mismunandi tagi. Árásin á föstudaginn beindist sérstaklega að fyrirtækinu Dyn, sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Með því að gera árásir á fyrirtæki eins og DYN sem reka kerfi sem sjá um að tengja lén (eins og visir.is) við ip tölur, er hægt að valda umtalsverðum vandræðum á internetinu. Atlögur sem þessar kallast Denial of Services Attack (DOS) eða Distributed Denial of Service Attack (DDOS) og eru gerðar með því að stýra umferð inn á vefsíður í því magni að þær taka ekki lengur við heimsóknum og liggi niðri.Sjá einnig: Ný og hættuleg tegund netárása. Áðurnefnd nettengd heimilistæki og tól voru notuð til að stýra umferð inn á netþjóna Dyn. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Ekki liggur fyrir hverjir framkvæmdu árásina. Öryggissérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja ólíklegt að árásin hafi verið framkvæmd af einhverju ríki þar sem Mirai hafi verið gerður opinber. Fleiri árásir eru taldar vera óhjákvæmilegar í náinni framtíð.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Inga Sæland með galsa á þingi í nótt Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira