Maðurinn sem sagði Örnu Ýr að grenna sig kallaður „ballarvaffla“ á Wikipediu Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2016 21:14 Arna Ýr Jónsdóttir Vísir/EPA Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil ,eiganda fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International, en hann hefur verið harkalega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að hafa skipað íslensku fegurðardrottningunni Örnu Ýr Jónsdóttur að grenna sig. Einhverjir hafa nú tekið sig til og uppfært upplýsingar um Itsaragrisil á Wikipediu þar sem hann er sagður sjónvarpskynnir, framleiðandi og „cockwaffle“, sem mögulega gæti kallast ballarvaffla á íslensku. Þetta er á meðal fúlyrða sem hafa verið bætt við lýsinguna á Itsaragrisil á Wikipedia en þar segir meðal annars: „Itsaragrisil opinberaði sig sem ofsafenginn kvenhatara og almennan fávita þegar hann sagði íslenskum þátttakanda í Miss Grand International, Örnu Ýr Jónsdóttur, að hún þyrfti að létta sig til að vinna keppnina. Hann sagði: „Hættu að borða morgunmat, borðaðu bara salat í hádegismat og drekktu vatn á hverju kvöldi fram að keppni.“ Augljóslega er þessum manni alveg sama um heilsu og velferð kvenna, og með því að veita hættuleg ráð, hefur Itsagrisil sannað að hann er óhæfur sem sjónvarpskynnir og til að halda fegurðarsamkeppnir,“ segir um Itsaragrisil á Wikipediu-síðunni um hann. Ef breytingasaga síðunnar eru skoðuð kemur ljós að örar breytingar hafa verið á síðunni síðastliðinn sólarhring þar sem einhverjir láta inn grófar lýsingar um Itsaragrisil en skömmu síðar hafa þær verið teknar út. Vísir náði skjáskoti af nokkrum sem sjá má hér fyrir neðan:Skjáskot af Wikipediu-síðu Itsaragrisil.Á síðunni er Arna Ýr sögð hafa landað alþjóðlegum auglýsingasamningi við Nike eftir að þessi uppákoma rataði í heimsfréttirnar en á meðan hafi Itsaragrisil orðið að aðhlátursefni um allan heim. „Sumir hafa bent á að það sé kaldhæðnislegt af manni sem er jafn ómyndarlegur og Itsagrisil að vera að gefa íslenskri fegurðardrottningu ráð,“ segir á einum stað á Wikipediu-síðunni um Itsaragrisil. Tengdar fréttir Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00 „Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44 Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19 Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Átök standa yfir á Wikipediu-síðu Nawat Itsaragrisil ,eiganda fegurðarsamkeppninnar Miss Grand International, en hann hefur verið harkalega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að hafa skipað íslensku fegurðardrottningunni Örnu Ýr Jónsdóttur að grenna sig. Einhverjir hafa nú tekið sig til og uppfært upplýsingar um Itsaragrisil á Wikipediu þar sem hann er sagður sjónvarpskynnir, framleiðandi og „cockwaffle“, sem mögulega gæti kallast ballarvaffla á íslensku. Þetta er á meðal fúlyrða sem hafa verið bætt við lýsinguna á Itsaragrisil á Wikipedia en þar segir meðal annars: „Itsaragrisil opinberaði sig sem ofsafenginn kvenhatara og almennan fávita þegar hann sagði íslenskum þátttakanda í Miss Grand International, Örnu Ýr Jónsdóttur, að hún þyrfti að létta sig til að vinna keppnina. Hann sagði: „Hættu að borða morgunmat, borðaðu bara salat í hádegismat og drekktu vatn á hverju kvöldi fram að keppni.“ Augljóslega er þessum manni alveg sama um heilsu og velferð kvenna, og með því að veita hættuleg ráð, hefur Itsagrisil sannað að hann er óhæfur sem sjónvarpskynnir og til að halda fegurðarsamkeppnir,“ segir um Itsaragrisil á Wikipediu-síðunni um hann. Ef breytingasaga síðunnar eru skoðuð kemur ljós að örar breytingar hafa verið á síðunni síðastliðinn sólarhring þar sem einhverjir láta inn grófar lýsingar um Itsaragrisil en skömmu síðar hafa þær verið teknar út. Vísir náði skjáskoti af nokkrum sem sjá má hér fyrir neðan:Skjáskot af Wikipediu-síðu Itsaragrisil.Á síðunni er Arna Ýr sögð hafa landað alþjóðlegum auglýsingasamningi við Nike eftir að þessi uppákoma rataði í heimsfréttirnar en á meðan hafi Itsaragrisil orðið að aðhlátursefni um allan heim. „Sumir hafa bent á að það sé kaldhæðnislegt af manni sem er jafn ómyndarlegur og Itsagrisil að vera að gefa íslenskri fegurðardrottningu ráð,“ segir á einum stað á Wikipediu-síðunni um Itsaragrisil.
Tengdar fréttir Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00 „Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44 Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19 Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Femínistinn bjargaði fegurðardrottningunni María Lilja Þrastardóttir er huldukonan sem bjargaði Örnu Ýr úr klóm drekans með að kaupa fyrir hana flugmiða til Íslands. 25. október 2016 11:00
„Það voru átök við að ná passanum aftur" "Mér líður eins og ég hafi hætt á toppi tilverunnar. Ég er svo hamingjusöm,“ segir Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning. 25. október 2016 07:44
Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. 24. október 2016 20:19