Lífið

Femín­istinn bjargaði fegurðar­drottningunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
María Lilja útvegaði Örnu Ýr flugmiða og stað til að gista á.
María Lilja útvegaði Örnu Ýr flugmiða og stað til að gista á.
Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir hefur gengið í gegnum margt á undanförnum dögum. Núna síðast var hún í vandræðum með að fá til baka vegabréf sitt frá eigendum keppninnar Miss Grand International. María Lilja Þrastardóttir kom henni til bjargar og keypti flugfar fyrir hana frá Las Vegas og heim til Íslands.

Arna Ýr dró sig úr keppninni og hefur uppskorið mikið lof fyrir framgöngu sína gagnvart eigendum keppninnar. Skipuleggjendur keppninnar gagnrýndu Örnu Ýri fyrir helgi og sögðu að hún væri einfaldlega of feit og þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið.

Arna Ýr greindi frá því og sagðist ekki ætla að taka þátt ef eigendurnir myndu ekki draga það til baka. Síðar steig hún fram og sagði að um misskilning hefði verið að ræða en dró það til baka og sagðist hafa verið neydd af eigendum keppninnar til að segja það.

Það var á þessu augnabliki sem íslensk kona hafði samband við hana. Konan þekkti ekki Örnu Ýri persónulega en sagðist hafa séð á þessum skilaboðum á Snapchat að ekki væri allt með felldu. Umrædd kona er blaðamaðurinn og femínistinn María Lilja Þrastardóttir og bauð hún Örnu um að yfirgefa keppnina og bókaði flug fyrir hana heim til Íslands.

„Ég ákvað að fara því mér gafst tækifærið. Ég hefði ekki getað þetta ein. Hefði ég sagt stopp en verið áfram á hótelinu hefði mér kannski verið hent út með engan stað til að vera á? Maður veit aldrei, þess vegna var þetta svona hrikalega erfið staða sem ég var í. Konan sem hjálpaði mér heitir María Lilja Þrastardóttir og hún verður ætíð í minni minningu sem bjargvætturinn minn á erfiðasta tíma sem ég hef upplifað,“ segir Arna Ýr í samtali við Bleikt.is.

María Lilja útvegaði Örnu Ýri einnig stað til að gista á um nóttina hjá vinafólki sínu svo Arna Ýr yfirgaf hótelið strax. Arna Ýr lendi á Keflavíkurflugvelli í nótt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×