Getur enn fengið gullskóinn í Svíþjóð þrátt fyrir að spila núna í allt öðru landi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 09:00 Viðar Örn Kjartansson. Vísir/Getty Viðar Örn Kjartansson hefur verið leikmaður ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv síðan í lok ágúst en getur engu að síður kallað sig sænskan meistara. Viðar Örn skoraði 14 mörk í 19 leikjum með Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann var seldur til Tel Aviv. Malmö-liðið var á toppnum þegar Viðar fór og í vikunni tókst Kára Árnasyni og félögum sínum að landa sænska meistaratitlinum. „Já, það gleymist kannski aðeins að ég hafi orðið meistari og ég myndi segja að ég eigi einhvern þátt í meistaratitlinum,“ sagði Viðar Örn Kjartansson í samtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. „Það er gaman að hafa átt þátt í meistaratitlinum. Malmö er að mínu viti langsterkasta liðið í deildinni og verðskuldar titilinn," bætti Viðar við. Hann fær gullmedalíuna þegar landsliðið hittist næst en Kári Árnason ætlar að koma með hana með sér. Það sem er kannski enn athyglisverðara er að Viðar Örn er ennþá markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar þótt að hann sé ekki búinn að spila í deildinni síðan í ágústmánuði. Viðar var með fjögurra marka forystu á markalistanum eftir að hafa tryggt Malmö FF 1-0 sigur á GIF Sundsvall í lokaleiknum sínum 28. ágúst. Viktor Prodell var þá í öðru sæti með tíu mörk og hann er enn í öðru sæti en nú kominn með 13 mörk. Viktor Prodell hefur skorað einu marki minna en Viðar alveg eins og John Owoeri hjá BK Häcken. „Það yrði ansi gaman ef það gerðist. Þegar ég fór í ágúst þá óraði mig ekki fyrir því að ég gæti endað sem markahæsti leikmaður deildarinnar en nú er ágætis möguleiki á því. Það yrði hreint ekki leiðinlegt að fá gullskó í annað skiptið á þremur árum," sagði Viðar í viðtalinu en hann varð markakóngur með Valerenga í norsku deildinni sumarið 2014 þegar hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. „Núna er maður kannski aðeins farinn að hugsa um tvö til þrjú dauðafæri sem maður brenndi af og að hafa ekki verið á markaskónum til að byrja með," sagði Viðar. Hann skoraði ekki í sex fyrstu deildarleikjum sínum með Malmö en fór svo í gang og skoraði 14 mörk í síðustu 13 leikjunum. Tvær umferðir eru eftir í sænsku úrvalsdeildinni og augu Íslendinga verða þar á næstu mönnum á eftir Viðari á markalistanum. Það verður spennandi að sjá hvort að honum takist að halda toppsætinu og vinna gullskóinn í Svíþjóð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson hefur verið leikmaður ísraelska liðsins Maccabi Tel Aviv síðan í lok ágúst en getur engu að síður kallað sig sænskan meistara. Viðar Örn skoraði 14 mörk í 19 leikjum með Malmö FF í sænsku úrvalsdeildinni áður en hann var seldur til Tel Aviv. Malmö-liðið var á toppnum þegar Viðar fór og í vikunni tókst Kára Árnasyni og félögum sínum að landa sænska meistaratitlinum. „Já, það gleymist kannski aðeins að ég hafi orðið meistari og ég myndi segja að ég eigi einhvern þátt í meistaratitlinum,“ sagði Viðar Örn Kjartansson í samtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. „Það er gaman að hafa átt þátt í meistaratitlinum. Malmö er að mínu viti langsterkasta liðið í deildinni og verðskuldar titilinn," bætti Viðar við. Hann fær gullmedalíuna þegar landsliðið hittist næst en Kári Árnason ætlar að koma með hana með sér. Það sem er kannski enn athyglisverðara er að Viðar Örn er ennþá markahæsti leikmaður sænsku deildarinnar þótt að hann sé ekki búinn að spila í deildinni síðan í ágústmánuði. Viðar var með fjögurra marka forystu á markalistanum eftir að hafa tryggt Malmö FF 1-0 sigur á GIF Sundsvall í lokaleiknum sínum 28. ágúst. Viktor Prodell var þá í öðru sæti með tíu mörk og hann er enn í öðru sæti en nú kominn með 13 mörk. Viktor Prodell hefur skorað einu marki minna en Viðar alveg eins og John Owoeri hjá BK Häcken. „Það yrði ansi gaman ef það gerðist. Þegar ég fór í ágúst þá óraði mig ekki fyrir því að ég gæti endað sem markahæsti leikmaður deildarinnar en nú er ágætis möguleiki á því. Það yrði hreint ekki leiðinlegt að fá gullskó í annað skiptið á þremur árum," sagði Viðar í viðtalinu en hann varð markakóngur með Valerenga í norsku deildinni sumarið 2014 þegar hann skoraði 25 mörk í 29 leikjum. „Núna er maður kannski aðeins farinn að hugsa um tvö til þrjú dauðafæri sem maður brenndi af og að hafa ekki verið á markaskónum til að byrja með," sagði Viðar. Hann skoraði ekki í sex fyrstu deildarleikjum sínum með Malmö en fór svo í gang og skoraði 14 mörk í síðustu 13 leikjunum. Tvær umferðir eru eftir í sænsku úrvalsdeildinni og augu Íslendinga verða þar á næstu mönnum á eftir Viðari á markalistanum. Það verður spennandi að sjá hvort að honum takist að halda toppsætinu og vinna gullskóinn í Svíþjóð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira