Hafa ekki tölu á þeim fjölmiðlum sem hafa haft samband Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. október 2016 19:57 Hátt í fjörutíu erlendir fréttamenn fylgdu Birgittu Jónsdóttur á kjörstað í dag og munu fylgjast með úrslitum kosninganna á kosningavöku Pírata í kvöld. Jón Þórisson hefur verið tengiliður erlendra fjölmiðla við Pírata síðustu daga og segist ekki hafa tölu á þeim fjölmiðlum sem hafa haft samband. „Það eru um fimmtíu fjölmiðlar á landinu, blaðamenn og fréttamenn, en mun fleiri hafa tekið síma- og Skypeviðtöl við frambjóðendur Pírata,“ segir hann og bætir við að erlendu fjölmiðlarnir hafi einnig haft áhuga á að tala við aðra stjórnmálamenn en fátt sé um svör. „Við höfum verið spurð hvernig hægt sé að ná í íslenska ráðamenn, því erlendir blaðamenn virðast ekki ná tali af hvorki Bjarna Ben né Sigmundi Davíð.“ Jón Þórisson hefur verið önnum kafinn við að svara erlendum fjölmiðlum.vísir/skjáskotLýðræðishugmyndir Pírata og þátttaka ungs fólks í flokknum er það sem fyrst og fremst vekur áhuga erlendra fréttamanna. „Margir sem tala við okkur segja að hér gæti eitthvað verið að fæðast sem gæti haft mikil áhrif á stjórnmál annars staðar í heiminum,“ segir Jón. Fyrirsagnir virtra fjölmiðla víðs vegar um heiminn eru á þá leið að Ísland gæti orðið fyrsta ríkið til að vera stjórnað af Pírötum. Að flokkur sem aðhyllist beint lýðræði, gegnsæi og afglæpavæðingu eiturlyfja eigi góðan möguleika á að komast í ríkisstjórn. Anna Gaarslev, fréttamaður Danmarks Radio, segir Panamaskjölin vissulega hafa vakið áhuga heimsbyggðarinnar á íslenskum stjórnmálum en að vinsældir Pírataflokksins í kjölfarið sé ástæðan fyrir komu þeirra til landsins. „Þetta er það nýja á þessu ári, Pírataflokkurinn. Þetta er þróun sem hefur borist til Íslands, tilhneiging sem við sjáum í svo mörgum öðrum löndum. Í Evrópu sjáum við til dæmis Fimm stjörnu hreyfinguna á Ítalíu, og Podemos á Spáni. Þetta eru flokkar sem segja: Ættum við ekki að gera þetta öðruvísi? Gerum eitthvað nýtt. Valdapólitíkin er dauð,“ segir fréttamaðurinn danski. Kosningar 2016 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Hátt í fjörutíu erlendir fréttamenn fylgdu Birgittu Jónsdóttur á kjörstað í dag og munu fylgjast með úrslitum kosninganna á kosningavöku Pírata í kvöld. Jón Þórisson hefur verið tengiliður erlendra fjölmiðla við Pírata síðustu daga og segist ekki hafa tölu á þeim fjölmiðlum sem hafa haft samband. „Það eru um fimmtíu fjölmiðlar á landinu, blaðamenn og fréttamenn, en mun fleiri hafa tekið síma- og Skypeviðtöl við frambjóðendur Pírata,“ segir hann og bætir við að erlendu fjölmiðlarnir hafi einnig haft áhuga á að tala við aðra stjórnmálamenn en fátt sé um svör. „Við höfum verið spurð hvernig hægt sé að ná í íslenska ráðamenn, því erlendir blaðamenn virðast ekki ná tali af hvorki Bjarna Ben né Sigmundi Davíð.“ Jón Þórisson hefur verið önnum kafinn við að svara erlendum fjölmiðlum.vísir/skjáskotLýðræðishugmyndir Pírata og þátttaka ungs fólks í flokknum er það sem fyrst og fremst vekur áhuga erlendra fréttamanna. „Margir sem tala við okkur segja að hér gæti eitthvað verið að fæðast sem gæti haft mikil áhrif á stjórnmál annars staðar í heiminum,“ segir Jón. Fyrirsagnir virtra fjölmiðla víðs vegar um heiminn eru á þá leið að Ísland gæti orðið fyrsta ríkið til að vera stjórnað af Pírötum. Að flokkur sem aðhyllist beint lýðræði, gegnsæi og afglæpavæðingu eiturlyfja eigi góðan möguleika á að komast í ríkisstjórn. Anna Gaarslev, fréttamaður Danmarks Radio, segir Panamaskjölin vissulega hafa vakið áhuga heimsbyggðarinnar á íslenskum stjórnmálum en að vinsældir Pírataflokksins í kjölfarið sé ástæðan fyrir komu þeirra til landsins. „Þetta er það nýja á þessu ári, Pírataflokkurinn. Þetta er þróun sem hefur borist til Íslands, tilhneiging sem við sjáum í svo mörgum öðrum löndum. Í Evrópu sjáum við til dæmis Fimm stjörnu hreyfinguna á Ítalíu, og Podemos á Spáni. Þetta eru flokkar sem segja: Ættum við ekki að gera þetta öðruvísi? Gerum eitthvað nýtt. Valdapólitíkin er dauð,“ segir fréttamaðurinn danski.
Kosningar 2016 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira