Hjörtur: Framtíðin er björt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2016 19:23 Hjörtur Hermannsson var fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Úkraínu í lokaleik u-21 landsliðsins í undankeppni fyrir Evrópukeppnina í Póllandi. Ísland var grátlega nærri því að tryggja sér áfram en mátti þola 2-4 tap á heimavelli þegar sigur hefði dugað. Hjörtur var að vonum svekktur í leikslok. „Þetta er gífurlega súrt eftir alla þessa vegferð. Við gefum allt í okkar leik í dag og spilum líklega besta fyrri hálfleik sem við höfum spilað í keppninni. Við erum yfir á öllum vígsstöðum,“ segir Hjörtur. Liðið spilaði einmitt fantavel í fyrri hálfleik en kom ekki nógu ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Úkraínumenn gengu á lagið og uppskáru mark snemma leiks í hálfleiknum. Hjörtur segir að þó hafi verið rætt um í hálfleik að koma sterkir til leiks eftir hálfleik. „Þeir koma vel stemmdir á meðan við virðumst ætla að sitja á markinu í fyrri hálfleik þó að við höfum rætt það í fyrri hálfleik að koma inn í seinni hálfleikinn eins og staðan væri bara 0-0. Við vissum að 1-0 væri ekki nóg,“ segir Hjörtur og bætir við að jöfnunarmarkinu hafi verið erfitt að kyngja. „Þeir lágu á okkur og markið dettur á ótrúlegan hátt. Þetta hefði kannski fallið með okkur hefði það ekki dottið inn. Það var mikið högg á fá það á sig en eftir það þurftum við að sækja þessi þrjú stig.“ Íslendingar blésu til sóknar til að sækja sigurinn sem þurfti til að tryggja farseðilinn til Póllands og við það opnaðist vörn Íslands og Úkraínumenn gengu á lagið og skoruðu tvívegis í lokin til að tryggja sér 2-4 sigur. Hirti fannst þó íslenska liðið alltaf líklegt til að ná sigrinum. „Við vorum samt líklegir og mér fannst við alveg geta klárað þetta alveg þangað til á 88. mínútu þegar þeir klára leikinn með þriðja markinu,“ segir Hjörtur. Hann segir að það sé afar súrt að detta út á þennan hátt enda hafi sæti í lokamótinu verið markmið síðustu tveggja ára. Ljóst sé þó að framtíðin sé björt fyrir íslenska knattspyrnu. „Þetta er súrt en eins og við sáum í þessum leik þá er helling af flottum fótboltamönnum á leiðinni og það boðar bara gott fyrir íslenska knattspyrnu.“ Tengdar fréttir Eyjólfur: Strákarnir stóðust því miður ekki prófið Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, var sár og svekktur eftir tap gegn Úkraínu í kvöld. 11. október 2016 18:49 Aron Elís: Við klúðruðum þessu sjálfir Aron Elís Þrándarsson var súr á svipinn eftir að Ísland tapaði gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar fyrir Evrópukeppni u-21 í fótbolta í kvöld. 11. október 2016 19:09 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 2-4 | EM-draumurinn úti | Sjáðu mörkin og myndirnar Ísland hefði komist á EM í Póillandi með sigri en leikur liðsnis hrundi í síðari hálfleik. 11. október 2016 19:45 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira
Hjörtur Hermannsson var fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Úkraínu í lokaleik u-21 landsliðsins í undankeppni fyrir Evrópukeppnina í Póllandi. Ísland var grátlega nærri því að tryggja sér áfram en mátti þola 2-4 tap á heimavelli þegar sigur hefði dugað. Hjörtur var að vonum svekktur í leikslok. „Þetta er gífurlega súrt eftir alla þessa vegferð. Við gefum allt í okkar leik í dag og spilum líklega besta fyrri hálfleik sem við höfum spilað í keppninni. Við erum yfir á öllum vígsstöðum,“ segir Hjörtur. Liðið spilaði einmitt fantavel í fyrri hálfleik en kom ekki nógu ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Úkraínumenn gengu á lagið og uppskáru mark snemma leiks í hálfleiknum. Hjörtur segir að þó hafi verið rætt um í hálfleik að koma sterkir til leiks eftir hálfleik. „Þeir koma vel stemmdir á meðan við virðumst ætla að sitja á markinu í fyrri hálfleik þó að við höfum rætt það í fyrri hálfleik að koma inn í seinni hálfleikinn eins og staðan væri bara 0-0. Við vissum að 1-0 væri ekki nóg,“ segir Hjörtur og bætir við að jöfnunarmarkinu hafi verið erfitt að kyngja. „Þeir lágu á okkur og markið dettur á ótrúlegan hátt. Þetta hefði kannski fallið með okkur hefði það ekki dottið inn. Það var mikið högg á fá það á sig en eftir það þurftum við að sækja þessi þrjú stig.“ Íslendingar blésu til sóknar til að sækja sigurinn sem þurfti til að tryggja farseðilinn til Póllands og við það opnaðist vörn Íslands og Úkraínumenn gengu á lagið og skoruðu tvívegis í lokin til að tryggja sér 2-4 sigur. Hirti fannst þó íslenska liðið alltaf líklegt til að ná sigrinum. „Við vorum samt líklegir og mér fannst við alveg geta klárað þetta alveg þangað til á 88. mínútu þegar þeir klára leikinn með þriðja markinu,“ segir Hjörtur. Hann segir að það sé afar súrt að detta út á þennan hátt enda hafi sæti í lokamótinu verið markmið síðustu tveggja ára. Ljóst sé þó að framtíðin sé björt fyrir íslenska knattspyrnu. „Þetta er súrt en eins og við sáum í þessum leik þá er helling af flottum fótboltamönnum á leiðinni og það boðar bara gott fyrir íslenska knattspyrnu.“
Tengdar fréttir Eyjólfur: Strákarnir stóðust því miður ekki prófið Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, var sár og svekktur eftir tap gegn Úkraínu í kvöld. 11. október 2016 18:49 Aron Elís: Við klúðruðum þessu sjálfir Aron Elís Þrándarsson var súr á svipinn eftir að Ísland tapaði gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar fyrir Evrópukeppni u-21 í fótbolta í kvöld. 11. október 2016 19:09 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 2-4 | EM-draumurinn úti | Sjáðu mörkin og myndirnar Ísland hefði komist á EM í Póillandi með sigri en leikur liðsnis hrundi í síðari hálfleik. 11. október 2016 19:45 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra Sjá meira
Eyjólfur: Strákarnir stóðust því miður ekki prófið Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, var sár og svekktur eftir tap gegn Úkraínu í kvöld. 11. október 2016 18:49
Aron Elís: Við klúðruðum þessu sjálfir Aron Elís Þrándarsson var súr á svipinn eftir að Ísland tapaði gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar fyrir Evrópukeppni u-21 í fótbolta í kvöld. 11. október 2016 19:09
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 2-4 | EM-draumurinn úti | Sjáðu mörkin og myndirnar Ísland hefði komist á EM í Póillandi með sigri en leikur liðsnis hrundi í síðari hálfleik. 11. október 2016 19:45