Hjörtur: Framtíðin er björt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2016 19:23 Hjörtur Hermannsson var fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Úkraínu í lokaleik u-21 landsliðsins í undankeppni fyrir Evrópukeppnina í Póllandi. Ísland var grátlega nærri því að tryggja sér áfram en mátti þola 2-4 tap á heimavelli þegar sigur hefði dugað. Hjörtur var að vonum svekktur í leikslok. „Þetta er gífurlega súrt eftir alla þessa vegferð. Við gefum allt í okkar leik í dag og spilum líklega besta fyrri hálfleik sem við höfum spilað í keppninni. Við erum yfir á öllum vígsstöðum,“ segir Hjörtur. Liðið spilaði einmitt fantavel í fyrri hálfleik en kom ekki nógu ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Úkraínumenn gengu á lagið og uppskáru mark snemma leiks í hálfleiknum. Hjörtur segir að þó hafi verið rætt um í hálfleik að koma sterkir til leiks eftir hálfleik. „Þeir koma vel stemmdir á meðan við virðumst ætla að sitja á markinu í fyrri hálfleik þó að við höfum rætt það í fyrri hálfleik að koma inn í seinni hálfleikinn eins og staðan væri bara 0-0. Við vissum að 1-0 væri ekki nóg,“ segir Hjörtur og bætir við að jöfnunarmarkinu hafi verið erfitt að kyngja. „Þeir lágu á okkur og markið dettur á ótrúlegan hátt. Þetta hefði kannski fallið með okkur hefði það ekki dottið inn. Það var mikið högg á fá það á sig en eftir það þurftum við að sækja þessi þrjú stig.“ Íslendingar blésu til sóknar til að sækja sigurinn sem þurfti til að tryggja farseðilinn til Póllands og við það opnaðist vörn Íslands og Úkraínumenn gengu á lagið og skoruðu tvívegis í lokin til að tryggja sér 2-4 sigur. Hirti fannst þó íslenska liðið alltaf líklegt til að ná sigrinum. „Við vorum samt líklegir og mér fannst við alveg geta klárað þetta alveg þangað til á 88. mínútu þegar þeir klára leikinn með þriðja markinu,“ segir Hjörtur. Hann segir að það sé afar súrt að detta út á þennan hátt enda hafi sæti í lokamótinu verið markmið síðustu tveggja ára. Ljóst sé þó að framtíðin sé björt fyrir íslenska knattspyrnu. „Þetta er súrt en eins og við sáum í þessum leik þá er helling af flottum fótboltamönnum á leiðinni og það boðar bara gott fyrir íslenska knattspyrnu.“ Tengdar fréttir Eyjólfur: Strákarnir stóðust því miður ekki prófið Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, var sár og svekktur eftir tap gegn Úkraínu í kvöld. 11. október 2016 18:49 Aron Elís: Við klúðruðum þessu sjálfir Aron Elís Þrándarsson var súr á svipinn eftir að Ísland tapaði gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar fyrir Evrópukeppni u-21 í fótbolta í kvöld. 11. október 2016 19:09 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 2-4 | EM-draumurinn úti | Sjáðu mörkin og myndirnar Ísland hefði komist á EM í Póillandi með sigri en leikur liðsnis hrundi í síðari hálfleik. 11. október 2016 19:45 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Sjá meira
Hjörtur Hermannsson var fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Úkraínu í lokaleik u-21 landsliðsins í undankeppni fyrir Evrópukeppnina í Póllandi. Ísland var grátlega nærri því að tryggja sér áfram en mátti þola 2-4 tap á heimavelli þegar sigur hefði dugað. Hjörtur var að vonum svekktur í leikslok. „Þetta er gífurlega súrt eftir alla þessa vegferð. Við gefum allt í okkar leik í dag og spilum líklega besta fyrri hálfleik sem við höfum spilað í keppninni. Við erum yfir á öllum vígsstöðum,“ segir Hjörtur. Liðið spilaði einmitt fantavel í fyrri hálfleik en kom ekki nógu ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Úkraínumenn gengu á lagið og uppskáru mark snemma leiks í hálfleiknum. Hjörtur segir að þó hafi verið rætt um í hálfleik að koma sterkir til leiks eftir hálfleik. „Þeir koma vel stemmdir á meðan við virðumst ætla að sitja á markinu í fyrri hálfleik þó að við höfum rætt það í fyrri hálfleik að koma inn í seinni hálfleikinn eins og staðan væri bara 0-0. Við vissum að 1-0 væri ekki nóg,“ segir Hjörtur og bætir við að jöfnunarmarkinu hafi verið erfitt að kyngja. „Þeir lágu á okkur og markið dettur á ótrúlegan hátt. Þetta hefði kannski fallið með okkur hefði það ekki dottið inn. Það var mikið högg á fá það á sig en eftir það þurftum við að sækja þessi þrjú stig.“ Íslendingar blésu til sóknar til að sækja sigurinn sem þurfti til að tryggja farseðilinn til Póllands og við það opnaðist vörn Íslands og Úkraínumenn gengu á lagið og skoruðu tvívegis í lokin til að tryggja sér 2-4 sigur. Hirti fannst þó íslenska liðið alltaf líklegt til að ná sigrinum. „Við vorum samt líklegir og mér fannst við alveg geta klárað þetta alveg þangað til á 88. mínútu þegar þeir klára leikinn með þriðja markinu,“ segir Hjörtur. Hann segir að það sé afar súrt að detta út á þennan hátt enda hafi sæti í lokamótinu verið markmið síðustu tveggja ára. Ljóst sé þó að framtíðin sé björt fyrir íslenska knattspyrnu. „Þetta er súrt en eins og við sáum í þessum leik þá er helling af flottum fótboltamönnum á leiðinni og það boðar bara gott fyrir íslenska knattspyrnu.“
Tengdar fréttir Eyjólfur: Strákarnir stóðust því miður ekki prófið Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, var sár og svekktur eftir tap gegn Úkraínu í kvöld. 11. október 2016 18:49 Aron Elís: Við klúðruðum þessu sjálfir Aron Elís Þrándarsson var súr á svipinn eftir að Ísland tapaði gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar fyrir Evrópukeppni u-21 í fótbolta í kvöld. 11. október 2016 19:09 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 2-4 | EM-draumurinn úti | Sjáðu mörkin og myndirnar Ísland hefði komist á EM í Póillandi með sigri en leikur liðsnis hrundi í síðari hálfleik. 11. október 2016 19:45 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Fleiri fréttir Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Sjá meira
Eyjólfur: Strákarnir stóðust því miður ekki prófið Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, var sár og svekktur eftir tap gegn Úkraínu í kvöld. 11. október 2016 18:49
Aron Elís: Við klúðruðum þessu sjálfir Aron Elís Þrándarsson var súr á svipinn eftir að Ísland tapaði gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar fyrir Evrópukeppni u-21 í fótbolta í kvöld. 11. október 2016 19:09
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 2-4 | EM-draumurinn úti | Sjáðu mörkin og myndirnar Ísland hefði komist á EM í Póillandi með sigri en leikur liðsnis hrundi í síðari hálfleik. 11. október 2016 19:45