Hjörtur: Framtíðin er björt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2016 19:23 Hjörtur Hermannsson var fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Úkraínu í lokaleik u-21 landsliðsins í undankeppni fyrir Evrópukeppnina í Póllandi. Ísland var grátlega nærri því að tryggja sér áfram en mátti þola 2-4 tap á heimavelli þegar sigur hefði dugað. Hjörtur var að vonum svekktur í leikslok. „Þetta er gífurlega súrt eftir alla þessa vegferð. Við gefum allt í okkar leik í dag og spilum líklega besta fyrri hálfleik sem við höfum spilað í keppninni. Við erum yfir á öllum vígsstöðum,“ segir Hjörtur. Liðið spilaði einmitt fantavel í fyrri hálfleik en kom ekki nógu ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Úkraínumenn gengu á lagið og uppskáru mark snemma leiks í hálfleiknum. Hjörtur segir að þó hafi verið rætt um í hálfleik að koma sterkir til leiks eftir hálfleik. „Þeir koma vel stemmdir á meðan við virðumst ætla að sitja á markinu í fyrri hálfleik þó að við höfum rætt það í fyrri hálfleik að koma inn í seinni hálfleikinn eins og staðan væri bara 0-0. Við vissum að 1-0 væri ekki nóg,“ segir Hjörtur og bætir við að jöfnunarmarkinu hafi verið erfitt að kyngja. „Þeir lágu á okkur og markið dettur á ótrúlegan hátt. Þetta hefði kannski fallið með okkur hefði það ekki dottið inn. Það var mikið högg á fá það á sig en eftir það þurftum við að sækja þessi þrjú stig.“ Íslendingar blésu til sóknar til að sækja sigurinn sem þurfti til að tryggja farseðilinn til Póllands og við það opnaðist vörn Íslands og Úkraínumenn gengu á lagið og skoruðu tvívegis í lokin til að tryggja sér 2-4 sigur. Hirti fannst þó íslenska liðið alltaf líklegt til að ná sigrinum. „Við vorum samt líklegir og mér fannst við alveg geta klárað þetta alveg þangað til á 88. mínútu þegar þeir klára leikinn með þriðja markinu,“ segir Hjörtur. Hann segir að það sé afar súrt að detta út á þennan hátt enda hafi sæti í lokamótinu verið markmið síðustu tveggja ára. Ljóst sé þó að framtíðin sé björt fyrir íslenska knattspyrnu. „Þetta er súrt en eins og við sáum í þessum leik þá er helling af flottum fótboltamönnum á leiðinni og það boðar bara gott fyrir íslenska knattspyrnu.“ Tengdar fréttir Eyjólfur: Strákarnir stóðust því miður ekki prófið Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, var sár og svekktur eftir tap gegn Úkraínu í kvöld. 11. október 2016 18:49 Aron Elís: Við klúðruðum þessu sjálfir Aron Elís Þrándarsson var súr á svipinn eftir að Ísland tapaði gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar fyrir Evrópukeppni u-21 í fótbolta í kvöld. 11. október 2016 19:09 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 2-4 | EM-draumurinn úti | Sjáðu mörkin og myndirnar Ísland hefði komist á EM í Póillandi með sigri en leikur liðsnis hrundi í síðari hálfleik. 11. október 2016 19:45 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
Hjörtur Hermannsson var fyrirliði íslenska landsliðsins gegn Úkraínu í lokaleik u-21 landsliðsins í undankeppni fyrir Evrópukeppnina í Póllandi. Ísland var grátlega nærri því að tryggja sér áfram en mátti þola 2-4 tap á heimavelli þegar sigur hefði dugað. Hjörtur var að vonum svekktur í leikslok. „Þetta er gífurlega súrt eftir alla þessa vegferð. Við gefum allt í okkar leik í dag og spilum líklega besta fyrri hálfleik sem við höfum spilað í keppninni. Við erum yfir á öllum vígsstöðum,“ segir Hjörtur. Liðið spilaði einmitt fantavel í fyrri hálfleik en kom ekki nógu ákveðið til leiks í seinni hálfleik. Úkraínumenn gengu á lagið og uppskáru mark snemma leiks í hálfleiknum. Hjörtur segir að þó hafi verið rætt um í hálfleik að koma sterkir til leiks eftir hálfleik. „Þeir koma vel stemmdir á meðan við virðumst ætla að sitja á markinu í fyrri hálfleik þó að við höfum rætt það í fyrri hálfleik að koma inn í seinni hálfleikinn eins og staðan væri bara 0-0. Við vissum að 1-0 væri ekki nóg,“ segir Hjörtur og bætir við að jöfnunarmarkinu hafi verið erfitt að kyngja. „Þeir lágu á okkur og markið dettur á ótrúlegan hátt. Þetta hefði kannski fallið með okkur hefði það ekki dottið inn. Það var mikið högg á fá það á sig en eftir það þurftum við að sækja þessi þrjú stig.“ Íslendingar blésu til sóknar til að sækja sigurinn sem þurfti til að tryggja farseðilinn til Póllands og við það opnaðist vörn Íslands og Úkraínumenn gengu á lagið og skoruðu tvívegis í lokin til að tryggja sér 2-4 sigur. Hirti fannst þó íslenska liðið alltaf líklegt til að ná sigrinum. „Við vorum samt líklegir og mér fannst við alveg geta klárað þetta alveg þangað til á 88. mínútu þegar þeir klára leikinn með þriðja markinu,“ segir Hjörtur. Hann segir að það sé afar súrt að detta út á þennan hátt enda hafi sæti í lokamótinu verið markmið síðustu tveggja ára. Ljóst sé þó að framtíðin sé björt fyrir íslenska knattspyrnu. „Þetta er súrt en eins og við sáum í þessum leik þá er helling af flottum fótboltamönnum á leiðinni og það boðar bara gott fyrir íslenska knattspyrnu.“
Tengdar fréttir Eyjólfur: Strákarnir stóðust því miður ekki prófið Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, var sár og svekktur eftir tap gegn Úkraínu í kvöld. 11. október 2016 18:49 Aron Elís: Við klúðruðum þessu sjálfir Aron Elís Þrándarsson var súr á svipinn eftir að Ísland tapaði gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar fyrir Evrópukeppni u-21 í fótbolta í kvöld. 11. október 2016 19:09 Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 2-4 | EM-draumurinn úti | Sjáðu mörkin og myndirnar Ísland hefði komist á EM í Póillandi með sigri en leikur liðsnis hrundi í síðari hálfleik. 11. október 2016 19:45 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Fleiri fréttir Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Sjá meira
Eyjólfur: Strákarnir stóðust því miður ekki prófið Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 liðs Íslands, var sár og svekktur eftir tap gegn Úkraínu í kvöld. 11. október 2016 18:49
Aron Elís: Við klúðruðum þessu sjálfir Aron Elís Þrándarsson var súr á svipinn eftir að Ísland tapaði gegn Úkraínu í lokaleik undankeppninnar fyrir Evrópukeppni u-21 í fótbolta í kvöld. 11. október 2016 19:09
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Úkraína 2-4 | EM-draumurinn úti | Sjáðu mörkin og myndirnar Ísland hefði komist á EM í Póillandi með sigri en leikur liðsnis hrundi í síðari hálfleik. 11. október 2016 19:45