Aldrei verið fleiri mál gegn íslenska ríkinu fyrir MDE Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 5. júlí 2016 19:07 Aldrei hafa fleiri mál verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu gegn íslenska ríkinu en nú. Dómstóllinn hefur krafið íslensk stjórnvöld svara í fimm málum það sem af er ári en dómstóllinn hefur aldrei sýknað íslenska ríkið eftir að mál hefur verið tekið til efnismeðferðar. Samkvæmt upplýsingum frá Mannréttindadómstól Evrópu hafa dómstólnum borist alls 196 kærur gegn Íslandi frá árinu 1959. 180 af þessum málum hafa ekki hlotið efnismeðferð. Af þeim 16 málum sem hlotið hafa efnismeðferð hefur íslenska ríkið í 13 tilvikum verið dæmt brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en þremur málum var lokið með sátt. Þetta þýðir að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ekki sýknað íslenska ríkið í neinu máli sem hlotið hefur efnismeðferð fyrir dómstólnum.Íslensk stjórnvöld krafin svara í máli Egils EinarssonarFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að nú sé 21 mál til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu en þau hafa aldrei verið fleiri. Af þeim sé búið að óska athugasemda í ellefu málum, meðal annars í málum Gests Jónssonar og Ragnars H. Hall gegn íslenska ríkinu og í máli Egils Einarssonar. Mál Egils varðar dóm Hæstaréttar frá því í nóvember 2014 en í málinu var Ingi Kristján Sigurmarsson sýknaður af öllum kröfum Egils, þ.m.t. ómerkingarkröfu þar sem ummæli Inga „Fuck You Rapist Bastard” voru talin vera gildisdómur. Margföldun í fyrirspurnum „Já þetta er mikill fjöldi mála. Ef maður skoðar tölur yfir þau erindi sem hafa borist íslenskum stjórnvöldum frá Mannréttindadómstólnum, þar sem verið er að óska eftir að ríkið veiti upplýsingar um mál, að þá hafa þetta undanfarin 10 ár verið frá engri fyrirspurn og upp í tvær fyrirspurnir,“ segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður hjá LEX. Í fyrra hafi íslenskum stjórnvöldum síðan borist fjórar fyrirspurnir. „Og samkvæmt þessum upplýsingum sem að þú lést mig hafa núna í dag að þá eru nú þegar á þessu ári komnar fimm fyrirspurnir og árið er ekki hálfnað. Þannig að þetta er margföldun í fyrirspurnum, já,“ segir Kristín. Rétt er að taka fram að Kristín var verjandi Magnúsar Guðmundssonar í Al-thani málinu en Mannréttindadómstóllinn krafði nýverið íslensk stjórnvöld svara vegna málsins. Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Aldrei hafa fleiri mál verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu gegn íslenska ríkinu en nú. Dómstóllinn hefur krafið íslensk stjórnvöld svara í fimm málum það sem af er ári en dómstóllinn hefur aldrei sýknað íslenska ríkið eftir að mál hefur verið tekið til efnismeðferðar. Samkvæmt upplýsingum frá Mannréttindadómstól Evrópu hafa dómstólnum borist alls 196 kærur gegn Íslandi frá árinu 1959. 180 af þessum málum hafa ekki hlotið efnismeðferð. Af þeim 16 málum sem hlotið hafa efnismeðferð hefur íslenska ríkið í 13 tilvikum verið dæmt brotlegt gegn Mannréttindasáttmála Evrópu en þremur málum var lokið með sátt. Þetta þýðir að Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ekki sýknað íslenska ríkið í neinu máli sem hlotið hefur efnismeðferð fyrir dómstólnum.Íslensk stjórnvöld krafin svara í máli Egils EinarssonarFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu um fjölda mála sem nú eru til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu. Í svari ráðuneytisins kemur fram að nú sé 21 mál til meðferðar hjá dómstólnum gegn íslenska ríkinu en þau hafa aldrei verið fleiri. Af þeim sé búið að óska athugasemda í ellefu málum, meðal annars í málum Gests Jónssonar og Ragnars H. Hall gegn íslenska ríkinu og í máli Egils Einarssonar. Mál Egils varðar dóm Hæstaréttar frá því í nóvember 2014 en í málinu var Ingi Kristján Sigurmarsson sýknaður af öllum kröfum Egils, þ.m.t. ómerkingarkröfu þar sem ummæli Inga „Fuck You Rapist Bastard” voru talin vera gildisdómur. Margföldun í fyrirspurnum „Já þetta er mikill fjöldi mála. Ef maður skoðar tölur yfir þau erindi sem hafa borist íslenskum stjórnvöldum frá Mannréttindadómstólnum, þar sem verið er að óska eftir að ríkið veiti upplýsingar um mál, að þá hafa þetta undanfarin 10 ár verið frá engri fyrirspurn og upp í tvær fyrirspurnir,“ segir Kristín Edwald, hæstaréttarlögmaður hjá LEX. Í fyrra hafi íslenskum stjórnvöldum síðan borist fjórar fyrirspurnir. „Og samkvæmt þessum upplýsingum sem að þú lést mig hafa núna í dag að þá eru nú þegar á þessu ári komnar fimm fyrirspurnir og árið er ekki hálfnað. Þannig að þetta er margföldun í fyrirspurnum, já,“ segir Kristín. Rétt er að taka fram að Kristín var verjandi Magnúsar Guðmundssonar í Al-thani málinu en Mannréttindadómstóllinn krafði nýverið íslensk stjórnvöld svara vegna málsins.
Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Steingrímur upplifði magnaða lífsreynslu Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira