Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Ásgeir Erlendsson skrifar 2. júlí 2016 20:32 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir það vera gríðarlega stórt skref að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi krafið stjórnvöld svara um málsmeðferð Al-thani málsins. Hann segist vonast til að á endanum fáist það endurupptekið. Hreiðar Már, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir dæmdir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í Al thani málinu í Hæstarétti í fyrra. Eftir að dómurinn var kveðinn upp sendu þeir inn kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að brotið hefði verið á rétti þeirra, bæði við rannsókn málsins og við meðferð þess. Mannréttindadómstólinn hefur nú krafið íslensk stjórnvöld svara við fjórum spurningum er varða málið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv í gærkvöld. Mannréttindadómstóllinn mun ekki taka afstöðu til þess hvort málið verði tekið til efnislegrar meðferðar fyrr en svörin hafa borist. Hreiðar Már Sigurðsson, segir það gleðilegt að Mannréttindadómstólinn skuli sýna málinu áhuga.Margoft bent á óréttláta málsmeðferð „Við erum náttúrulega mjög ánægðir að sjá þessi viðbrögð Mannréttindadómstólsins. Þetta er gríðarlega stórt skref og mikilvægt fyrir okkur. Við höfum margoft bent á að við höfum ekki fengið réttláta málsmeðferð,“segir Hreiðar Már. Stjórnvöld fá tæpa fjóra mánuði til að svara en af spurningunum fjórum finnst Hreiðari spurningin er varðar aðgang sakborninganna að gögnum málsins vera mikilvægust. „Að leyfa sakborningum ekki að fá aðgang að öllum gögnum sem lögreglan haldlagði og að leggja það undir dómgreind ákæruvaldsins hvað eru sönnunargögn og hvað ekki, það er réttarfar sem gengur ekki.“ Hinar spurningarnar þrjár lúta að hæfi Árna Kolbeinssonar, hæstaréttardómara, hleranir á samtölum sakborninganna og lögmanna þeirra og einnig er spurt hvers Al Thani sjálfur hafi ekki verið kallaður fyrir dóminn sem vitni.Sársaukinn fyrir fjölskylduna erfiðastur „Þetta var lykilvitni í málinu og við skiljum í raun og veru ekki hvernig dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að það þurfti ekki að kalla hann og aðstoðarmann hans sem vitni í málinu,“segir Hreiðar.Hversu mikilvægt hefði það verið að fá hans framburð í þessu máli? „Það hefði skipt öllu máli því hann hefði getað staðfest það sem sannleikurinn er að hann var einn kaupandi bréfanna.“ Dómur Hæstaréttar er endanlegur sama hver ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu verður. Hreiðar segist hins vegar vonast til að lyktir málsins á endanum verði þær að málið fáist endurupptekið. „Þetta er að minnsta kosti risaskref í þeirri vegferð og vonandi endar það með þeirri niðurstöðu.“ Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem Hreiðar Már tjáir sig við fjölmiðla um sín mál og hann segir reynslu undanfarinna átta ára vera lærdómsríka. „Hún hefur verið mjög sár og erfið en vonandi sér fyrir endann á þessu.“En hvað hefur verið erfiðast í þessu? „Ætli það hafi ekki verið erfiðast sársaukinn fyrir fjölskylduna.“ Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir það vera gríðarlega stórt skref að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi krafið stjórnvöld svara um málsmeðferð Al-thani málsins. Hann segist vonast til að á endanum fáist það endurupptekið. Hreiðar Már, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir dæmdir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í Al thani málinu í Hæstarétti í fyrra. Eftir að dómurinn var kveðinn upp sendu þeir inn kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að brotið hefði verið á rétti þeirra, bæði við rannsókn málsins og við meðferð þess. Mannréttindadómstólinn hefur nú krafið íslensk stjórnvöld svara við fjórum spurningum er varða málið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv í gærkvöld. Mannréttindadómstóllinn mun ekki taka afstöðu til þess hvort málið verði tekið til efnislegrar meðferðar fyrr en svörin hafa borist. Hreiðar Már Sigurðsson, segir það gleðilegt að Mannréttindadómstólinn skuli sýna málinu áhuga.Margoft bent á óréttláta málsmeðferð „Við erum náttúrulega mjög ánægðir að sjá þessi viðbrögð Mannréttindadómstólsins. Þetta er gríðarlega stórt skref og mikilvægt fyrir okkur. Við höfum margoft bent á að við höfum ekki fengið réttláta málsmeðferð,“segir Hreiðar Már. Stjórnvöld fá tæpa fjóra mánuði til að svara en af spurningunum fjórum finnst Hreiðari spurningin er varðar aðgang sakborninganna að gögnum málsins vera mikilvægust. „Að leyfa sakborningum ekki að fá aðgang að öllum gögnum sem lögreglan haldlagði og að leggja það undir dómgreind ákæruvaldsins hvað eru sönnunargögn og hvað ekki, það er réttarfar sem gengur ekki.“ Hinar spurningarnar þrjár lúta að hæfi Árna Kolbeinssonar, hæstaréttardómara, hleranir á samtölum sakborninganna og lögmanna þeirra og einnig er spurt hvers Al Thani sjálfur hafi ekki verið kallaður fyrir dóminn sem vitni.Sársaukinn fyrir fjölskylduna erfiðastur „Þetta var lykilvitni í málinu og við skiljum í raun og veru ekki hvernig dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að það þurfti ekki að kalla hann og aðstoðarmann hans sem vitni í málinu,“segir Hreiðar.Hversu mikilvægt hefði það verið að fá hans framburð í þessu máli? „Það hefði skipt öllu máli því hann hefði getað staðfest það sem sannleikurinn er að hann var einn kaupandi bréfanna.“ Dómur Hæstaréttar er endanlegur sama hver ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu verður. Hreiðar segist hins vegar vonast til að lyktir málsins á endanum verði þær að málið fáist endurupptekið. „Þetta er að minnsta kosti risaskref í þeirri vegferð og vonandi endar það með þeirri niðurstöðu.“ Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem Hreiðar Már tjáir sig við fjölmiðla um sín mál og hann segir reynslu undanfarinna átta ára vera lærdómsríka. „Hún hefur verið mjög sár og erfið en vonandi sér fyrir endann á þessu.“En hvað hefur verið erfiðast í þessu? „Ætli það hafi ekki verið erfiðast sársaukinn fyrir fjölskylduna.“
Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56