Hreiðar Már um spurningar Mannréttindadómstólsins til stjórnvalda: „Gríðarlega stórt skref“ Ásgeir Erlendsson skrifar 2. júlí 2016 20:32 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir það vera gríðarlega stórt skref að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi krafið stjórnvöld svara um málsmeðferð Al-thani málsins. Hann segist vonast til að á endanum fáist það endurupptekið. Hreiðar Már, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir dæmdir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í Al thani málinu í Hæstarétti í fyrra. Eftir að dómurinn var kveðinn upp sendu þeir inn kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að brotið hefði verið á rétti þeirra, bæði við rannsókn málsins og við meðferð þess. Mannréttindadómstólinn hefur nú krafið íslensk stjórnvöld svara við fjórum spurningum er varða málið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv í gærkvöld. Mannréttindadómstóllinn mun ekki taka afstöðu til þess hvort málið verði tekið til efnislegrar meðferðar fyrr en svörin hafa borist. Hreiðar Már Sigurðsson, segir það gleðilegt að Mannréttindadómstólinn skuli sýna málinu áhuga.Margoft bent á óréttláta málsmeðferð „Við erum náttúrulega mjög ánægðir að sjá þessi viðbrögð Mannréttindadómstólsins. Þetta er gríðarlega stórt skref og mikilvægt fyrir okkur. Við höfum margoft bent á að við höfum ekki fengið réttláta málsmeðferð,“segir Hreiðar Már. Stjórnvöld fá tæpa fjóra mánuði til að svara en af spurningunum fjórum finnst Hreiðari spurningin er varðar aðgang sakborninganna að gögnum málsins vera mikilvægust. „Að leyfa sakborningum ekki að fá aðgang að öllum gögnum sem lögreglan haldlagði og að leggja það undir dómgreind ákæruvaldsins hvað eru sönnunargögn og hvað ekki, það er réttarfar sem gengur ekki.“ Hinar spurningarnar þrjár lúta að hæfi Árna Kolbeinssonar, hæstaréttardómara, hleranir á samtölum sakborninganna og lögmanna þeirra og einnig er spurt hvers Al Thani sjálfur hafi ekki verið kallaður fyrir dóminn sem vitni.Sársaukinn fyrir fjölskylduna erfiðastur „Þetta var lykilvitni í málinu og við skiljum í raun og veru ekki hvernig dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að það þurfti ekki að kalla hann og aðstoðarmann hans sem vitni í málinu,“segir Hreiðar.Hversu mikilvægt hefði það verið að fá hans framburð í þessu máli? „Það hefði skipt öllu máli því hann hefði getað staðfest það sem sannleikurinn er að hann var einn kaupandi bréfanna.“ Dómur Hæstaréttar er endanlegur sama hver ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu verður. Hreiðar segist hins vegar vonast til að lyktir málsins á endanum verði þær að málið fáist endurupptekið. „Þetta er að minnsta kosti risaskref í þeirri vegferð og vonandi endar það með þeirri niðurstöðu.“ Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem Hreiðar Már tjáir sig við fjölmiðla um sín mál og hann segir reynslu undanfarinna átta ára vera lærdómsríka. „Hún hefur verið mjög sár og erfið en vonandi sér fyrir endann á þessu.“En hvað hefur verið erfiðast í þessu? „Ætli það hafi ekki verið erfiðast sársaukinn fyrir fjölskylduna.“ Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir það vera gríðarlega stórt skref að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi krafið stjórnvöld svara um málsmeðferð Al-thani málsins. Hann segist vonast til að á endanum fáist það endurupptekið. Hreiðar Már, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir dæmdir fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í Al thani málinu í Hæstarétti í fyrra. Eftir að dómurinn var kveðinn upp sendu þeir inn kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem þeir töldu að brotið hefði verið á rétti þeirra, bæði við rannsókn málsins og við meðferð þess. Mannréttindadómstólinn hefur nú krafið íslensk stjórnvöld svara við fjórum spurningum er varða málið. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv í gærkvöld. Mannréttindadómstóllinn mun ekki taka afstöðu til þess hvort málið verði tekið til efnislegrar meðferðar fyrr en svörin hafa borist. Hreiðar Már Sigurðsson, segir það gleðilegt að Mannréttindadómstólinn skuli sýna málinu áhuga.Margoft bent á óréttláta málsmeðferð „Við erum náttúrulega mjög ánægðir að sjá þessi viðbrögð Mannréttindadómstólsins. Þetta er gríðarlega stórt skref og mikilvægt fyrir okkur. Við höfum margoft bent á að við höfum ekki fengið réttláta málsmeðferð,“segir Hreiðar Már. Stjórnvöld fá tæpa fjóra mánuði til að svara en af spurningunum fjórum finnst Hreiðari spurningin er varðar aðgang sakborninganna að gögnum málsins vera mikilvægust. „Að leyfa sakborningum ekki að fá aðgang að öllum gögnum sem lögreglan haldlagði og að leggja það undir dómgreind ákæruvaldsins hvað eru sönnunargögn og hvað ekki, það er réttarfar sem gengur ekki.“ Hinar spurningarnar þrjár lúta að hæfi Árna Kolbeinssonar, hæstaréttardómara, hleranir á samtölum sakborninganna og lögmanna þeirra og einnig er spurt hvers Al Thani sjálfur hafi ekki verið kallaður fyrir dóminn sem vitni.Sársaukinn fyrir fjölskylduna erfiðastur „Þetta var lykilvitni í málinu og við skiljum í raun og veru ekki hvernig dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að það þurfti ekki að kalla hann og aðstoðarmann hans sem vitni í málinu,“segir Hreiðar.Hversu mikilvægt hefði það verið að fá hans framburð í þessu máli? „Það hefði skipt öllu máli því hann hefði getað staðfest það sem sannleikurinn er að hann var einn kaupandi bréfanna.“ Dómur Hæstaréttar er endanlegur sama hver ákvörðun Mannréttindadómstóls Evrópu verður. Hreiðar segist hins vegar vonast til að lyktir málsins á endanum verði þær að málið fáist endurupptekið. „Þetta er að minnsta kosti risaskref í þeirri vegferð og vonandi endar það með þeirri niðurstöðu.“ Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem Hreiðar Már tjáir sig við fjölmiðla um sín mál og hann segir reynslu undanfarinna átta ára vera lærdómsríka. „Hún hefur verið mjög sár og erfið en vonandi sér fyrir endann á þessu.“En hvað hefur verið erfiðast í þessu? „Ætli það hafi ekki verið erfiðast sársaukinn fyrir fjölskylduna.“
Tengdar fréttir Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu krefur stjórnvöld svara vegna Al Thani Íslensk stjórnvöld fá frest til 10.október til þess að svara bréfinu. 1. júlí 2016 21:56