Suárez jafnaði met en Agüero lét verja frá sér vítaspyrnu Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2016 09:00 Luis Suárez er á leið með að verða markahæsti leikmaður í sögu undankeppni HM í Suður-Ameríku. vísir/getty Kólumbía og Úrúgvæ skildu jöfn, 2-2, í stórleik í undankeppni Suður-Ameríku fyrir HM 2018 í gærkvöldi en Yerry Mina bjargaði stigi fyrir heimamenn sex mínútum fyrir leikslok. Abel Aguilar kom Kólumbíu yfir á 15. mínútu en Cristian Rodríguez jafnaði metin tólf mínútum síðar og á 73. mínútu kom Luis Suárez gestunum frá Úrúgvæ yfir. Þetta var sögulegt mark hjá Suárez því hann jafnaði met Hernán Crespo, fyrrverandi landsliðsframherja Argentínu, yfir flest mörk í sögu undankeppni HM í Suður-Ameríku. Suárez er nú búinn að skora 19 mörk líkt og Argentínumaðurinn. Crespo skoraði mörkin sín 19 í 33 leikjum en Suárez tók sér 41 leik í að jafna metið. Það má þó nánast bóka það, að Suárez verði markahæstur í sögunni og rúmlega það en framherjinn á nóg eftir og skorar nánast þegar honum dettur það í hug. Argentínumenn eru í smá basli í undankeppninni en þeir töpuðu á heimavelli gegn Paragvæ, 1-0, í nótt. Derlis Gonzalez skoraði eina mark gestanna en Sergio Agüero, framherji Argentínu, lét verja frá sér vítaspyrnu. Argentína er í fimmta sæti undankeppninnar með 16 stig en fjögur efstu liðin fara beint á HM í Rússlandi og liðið í fimmta sæti fer í umspil. Enn þá eru átta umferðir eftir og Argentína er aðeins stigi á eftir Kólumbíu og Ekvador. Brasilíumenn tróna á toppi riðilsins með 21 stig og Úrúgvæ er í öðru sæti með 20 stig eftir jafnteflið gegn Kólumbíu. Síle vann mikilvægan 2-1 sigur á Perú í nótt og lagaði aðeins stöðu sína en liðið er í 7. sæti með fjórtán stig. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Sjá meira
Kólumbía og Úrúgvæ skildu jöfn, 2-2, í stórleik í undankeppni Suður-Ameríku fyrir HM 2018 í gærkvöldi en Yerry Mina bjargaði stigi fyrir heimamenn sex mínútum fyrir leikslok. Abel Aguilar kom Kólumbíu yfir á 15. mínútu en Cristian Rodríguez jafnaði metin tólf mínútum síðar og á 73. mínútu kom Luis Suárez gestunum frá Úrúgvæ yfir. Þetta var sögulegt mark hjá Suárez því hann jafnaði met Hernán Crespo, fyrrverandi landsliðsframherja Argentínu, yfir flest mörk í sögu undankeppni HM í Suður-Ameríku. Suárez er nú búinn að skora 19 mörk líkt og Argentínumaðurinn. Crespo skoraði mörkin sín 19 í 33 leikjum en Suárez tók sér 41 leik í að jafna metið. Það má þó nánast bóka það, að Suárez verði markahæstur í sögunni og rúmlega það en framherjinn á nóg eftir og skorar nánast þegar honum dettur það í hug. Argentínumenn eru í smá basli í undankeppninni en þeir töpuðu á heimavelli gegn Paragvæ, 1-0, í nótt. Derlis Gonzalez skoraði eina mark gestanna en Sergio Agüero, framherji Argentínu, lét verja frá sér vítaspyrnu. Argentína er í fimmta sæti undankeppninnar með 16 stig en fjögur efstu liðin fara beint á HM í Rússlandi og liðið í fimmta sæti fer í umspil. Enn þá eru átta umferðir eftir og Argentína er aðeins stigi á eftir Kólumbíu og Ekvador. Brasilíumenn tróna á toppi riðilsins með 21 stig og Úrúgvæ er í öðru sæti með 20 stig eftir jafnteflið gegn Kólumbíu. Síle vann mikilvægan 2-1 sigur á Perú í nótt og lagaði aðeins stöðu sína en liðið er í 7. sæti með fjórtán stig.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Sjá meira