Framtíð HM í fótbolta gæti ráðist á næstu dögum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2016 23:30 Gianni Infantino. Vísir/Getty Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur mjög róttækar hugmyndir um framtíð heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu og á næstu tveimur dögum gætu þessar hugmyndir hans mögulega orðið að veruleika. Stjórn FIFA fundar næstu tvo daga, á fimmtudag og föstudag, og þar verða hin ýmsu mál tekin fyrir. Framtíð HM í fótbolta verður þar ofarlega á blaði. Dagbladet í Noregi veltir þessu fyrir sér. Hugmyndir Gianni Infantino um að stækka heimsmeistarakeppnina og taka inn 48 landslið hafa fengið misjafnar viðtökur í knattspyrnuheiminum en hann vill að fleiri þjóðir fái tækifæri til að komast inn á stærsta sviðið. Stjórnarmenn FIFA ganga til þessa þings með það í huga að ræða aðeins framtíðarsýn HM í fótbolta en sumir hafa bent á það að lærifaðir Gianni Infantino var Michel Platini, maður sem hikaði ekki að taka stórar ákvarðanir nánast upp úr þurru. Michel Platini var nefnilega snöggur til þegar hann breytti framtíðarsýn EM í fótbolta og ákvað að EM 2020 færi fram í þrettán löndum eða þegar hann kom á laggirnar Þjóðardeild UEFA. Gianni Infantino er því líklegur til að reyna að koma á þessum breytingum sínum fyrr en seinna og þessi stjórnarfundur á næstu tveimur dögum væri kannski kjörinn vettvangur til að ákveða framtíð HM. Gianni Infantino hefur lagt til tvennt þegar kemur að framtíðarfyrirkomulagi HM í fótbolta en í þeim báðum myndi liðum fjölga talsvert. Báðar tillögurnar snúast um það að það fari fram auka útsláttarkeppni fyrir "aðalkeppnina" en að hún yrði hluti að úrslitakeppninni og leikirnir færu fram í sama landi og sjálf lokaúrslitin fara fram. Fyrri tillagan inniheldur 48 þátttökuþjóðir. Eftir styrkleikaröðun myndu 16 bestu þjóðirnar sleppa við þessa útsláttarkeppni en hinar 32 myndu mætast þar sem sigurvegararnir kæmust áfram í riðlakeppnina. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 80 leiki. Hin tillagan inniheldur 40 þátttökuþjóðir. 24 bestu þjóðirnar komast þá beint inn í riðlakeppnina en hinar 16 keppa um átta laus sæti í fyrrnefndri útsláttarkeppni. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 72 leiki. Stjórn FIFA hefur mikil völd og getur því tekið þá ákvörðun að breyta HM. Þetta mun þó ekki gerast í fyrsta sinn fyrr en á HM 2026. Næstu tvær heimsmeistarakeppnir sem fara fram í Rússlandi (2018) og í Katar (2022) munu "bara" hafa 32 þátttökuþjóðir. Það þarf því ekki að koma á óvart ef Gianni Infantino tekur einn Platini á þetta og gjörbyltir framtíðarsýn heimsmeistarakeppninnar á næstu tveimur dögum. HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Sjá meira
Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur mjög róttækar hugmyndir um framtíð heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu og á næstu tveimur dögum gætu þessar hugmyndir hans mögulega orðið að veruleika. Stjórn FIFA fundar næstu tvo daga, á fimmtudag og föstudag, og þar verða hin ýmsu mál tekin fyrir. Framtíð HM í fótbolta verður þar ofarlega á blaði. Dagbladet í Noregi veltir þessu fyrir sér. Hugmyndir Gianni Infantino um að stækka heimsmeistarakeppnina og taka inn 48 landslið hafa fengið misjafnar viðtökur í knattspyrnuheiminum en hann vill að fleiri þjóðir fái tækifæri til að komast inn á stærsta sviðið. Stjórnarmenn FIFA ganga til þessa þings með það í huga að ræða aðeins framtíðarsýn HM í fótbolta en sumir hafa bent á það að lærifaðir Gianni Infantino var Michel Platini, maður sem hikaði ekki að taka stórar ákvarðanir nánast upp úr þurru. Michel Platini var nefnilega snöggur til þegar hann breytti framtíðarsýn EM í fótbolta og ákvað að EM 2020 færi fram í þrettán löndum eða þegar hann kom á laggirnar Þjóðardeild UEFA. Gianni Infantino er því líklegur til að reyna að koma á þessum breytingum sínum fyrr en seinna og þessi stjórnarfundur á næstu tveimur dögum væri kannski kjörinn vettvangur til að ákveða framtíð HM. Gianni Infantino hefur lagt til tvennt þegar kemur að framtíðarfyrirkomulagi HM í fótbolta en í þeim báðum myndi liðum fjölga talsvert. Báðar tillögurnar snúast um það að það fari fram auka útsláttarkeppni fyrir "aðalkeppnina" en að hún yrði hluti að úrslitakeppninni og leikirnir færu fram í sama landi og sjálf lokaúrslitin fara fram. Fyrri tillagan inniheldur 48 þátttökuþjóðir. Eftir styrkleikaröðun myndu 16 bestu þjóðirnar sleppa við þessa útsláttarkeppni en hinar 32 myndu mætast þar sem sigurvegararnir kæmust áfram í riðlakeppnina. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 80 leiki. Hin tillagan inniheldur 40 þátttökuþjóðir. 24 bestu þjóðirnar komast þá beint inn í riðlakeppnina en hinar 16 keppa um átta laus sæti í fyrrnefndri útsláttarkeppni. Þetta þýddi að gestgjafar keppninnar yrðu að hýsa 72 leiki. Stjórn FIFA hefur mikil völd og getur því tekið þá ákvörðun að breyta HM. Þetta mun þó ekki gerast í fyrsta sinn fyrr en á HM 2026. Næstu tvær heimsmeistarakeppnir sem fara fram í Rússlandi (2018) og í Katar (2022) munu "bara" hafa 32 þátttökuþjóðir. Það þarf því ekki að koma á óvart ef Gianni Infantino tekur einn Platini á þetta og gjörbyltir framtíðarsýn heimsmeistarakeppninnar á næstu tveimur dögum.
HM 2014 í Brasilíu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Sjá meira