„Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. október 2016 12:28 Grétar þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. „Þetta er breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir,“ segir Grétar Þór sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. „Við búum við fjölflokkakerfi og þekkjum ekkert annað en samsteypustjórnir þar sem þarf að miðla málum. Það hefur nánast alltaf gert eftir kosningar. Þetta er algjörglega ný nálgun.“ Píratar kynntu í dag að þeir hefðu sent boð til fjögurra flokka um að hefja viðræður um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Tveimur dögum fyrir kosningarnar sem fara fram 29. október er stefnt að því að kynna niðurstöður viðræðnanna. Grétar Þór segir að stuttur tími sé til stefnu og að viðræðurnar þurfi að ganga hratt fyrir sig eigi þeir að skila.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingurVísir„Ef að það gengur ekki svona fljótlega saman í veigamiklum þáttum við þetta form sem Píratar eru að bjóða til þá myndi ég halda að hinir flokkarnir myndu fara varlega í að útiloka einhver stjórnarmynstur fyrirfram,“ segir Grétar Þór. Hefð sé fyrir því að flokkar gangi til kosninga með allt opið án þess að útiloka stjórnarsamstarf við ákveðna flokka. „Hvort að menn séu tilbúnir til að læsa sig að einhverju leyti fyrir kosningar, ég er dálítið efins um það,“ segir Grétar Þór sem bendir á að útlit sé fyrir að sjö flokkar muni ná manni inn á þing sem muni án efa gera stjórnarmyndunarviðræður flóknari en venjulega. „Auðvitað er þetta kannski vísir að því sem koma skal í pólítikinni en þessi afstaða þeirra er að einn af stærri flokkunum, Píratar, er búinn að útiloka núverandi stjórnmálaflokka. Það gerir stöðuna á þessa skákborði erfiða.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Grétar þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. „Þetta er breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir,“ segir Grétar Þór sem var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi. „Við búum við fjölflokkakerfi og þekkjum ekkert annað en samsteypustjórnir þar sem þarf að miðla málum. Það hefur nánast alltaf gert eftir kosningar. Þetta er algjörglega ný nálgun.“ Píratar kynntu í dag að þeir hefðu sent boð til fjögurra flokka um að hefja viðræður um mögulegt samstarf að loknum kosningum. Tveimur dögum fyrir kosningarnar sem fara fram 29. október er stefnt að því að kynna niðurstöður viðræðnanna. Grétar Þór segir að stuttur tími sé til stefnu og að viðræðurnar þurfi að ganga hratt fyrir sig eigi þeir að skila.Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingurVísir„Ef að það gengur ekki svona fljótlega saman í veigamiklum þáttum við þetta form sem Píratar eru að bjóða til þá myndi ég halda að hinir flokkarnir myndu fara varlega í að útiloka einhver stjórnarmynstur fyrirfram,“ segir Grétar Þór. Hefð sé fyrir því að flokkar gangi til kosninga með allt opið án þess að útiloka stjórnarsamstarf við ákveðna flokka. „Hvort að menn séu tilbúnir til að læsa sig að einhverju leyti fyrir kosningar, ég er dálítið efins um það,“ segir Grétar Þór sem bendir á að útlit sé fyrir að sjö flokkar muni ná manni inn á þing sem muni án efa gera stjórnarmyndunarviðræður flóknari en venjulega. „Auðvitað er þetta kannski vísir að því sem koma skal í pólítikinni en þessi afstaða þeirra er að einn af stærri flokkunum, Píratar, er búinn að útiloka núverandi stjórnmálaflokka. Það gerir stöðuna á þessa skákborði erfiða.“Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19
Stjórnarflokkunum ekki boðið: „Furðulegt að ætla að tækla spillingu með flokkum sem hafa verið kenndir við spillingarmál“ Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er ekki boðið með í þær viðræður sem Píratar ætla sér að fara í við fjóra flokka 16. október 2016 11:45