Tólf fylgdarlaus börn á flótta til Íslands á árinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. október 2016 07:00 Bragi Guðbrandsson mynd/úr einkasafni Tólf fylgdarlausir flóttamenn á barnsaldri hafa komið hingað til lands það sem af er ári. Forstjóri Barnaverndarstofu segir misbrest í málefnum þeirra. Þrjú börn hafa þegar fengið vernd, einu var synjað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en mál átta eru óafgreidd. Tveir til viðbótar báru því við að vera á barnsaldri við komuna til landsins en reyndust vera fullorðnir. Í vafatilfellum er gerð aldursgreining með því að skoða tennur viðkomandi. „Þegar barn kemur fylgdarlaust til landsins og óskar eftir hæli ber Útlendingastofnun að tilkynna það til barnaverndar í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „Undir eðlilegum kringumstæðum færi barnið á móttökustöð en reyndin er að þau lenda yfirleitt strax hjá barnavernd,“ segir Bragi. Flest börnin gefa sig fram í Leifsstöð en dæmi eru um flóttabörn sem komu með Norrænu. Þá hafa börn gefið sig fram í Reykjavík. Börnin sem nú eru á landinu eru frá Albaníu, Alsír, Írak, Marokkó, Pakistan, Sómalíu og Sýrlandi. „Við höfum auglýst í tvígang á árinu eftir fósturfjölskyldum til að hýsa börn sem koma hingað einsömul og stefnum á að halda námskeið fyrir áhugasamar fjölskyldur,“ segir Bragi. Að sögn Braga þarf að sníða úrræði að hverjum einstaklingi. Þar tvinnist saman búseta, tómstundir og menntun. Stærstur tími barnaverndarnefndanna fer í að finna húsnæði fyrir börnin. „Það hefur ekki verið mikið skipulag á þessari þjónustu heilt yfir landið og misbrestur á þessu,“ segir Bragi. Því hafi Barnaverndarstofa beitt sér fyrir því að nýju útlendingalögin, sem taka gildi um áramótin, tryggi réttindagæslu þessa hóps. „Frá og með áramótum mun Barnaverndarstofa fara með yfirumsjón þess að hælisleitandi börn hljóti viðeigandi stuðning.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Gistiskýlið ekki mannsæmandi í lengri tíma Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. 4. október 2016 20:00 Vildu rukka hælisleitendur um hærri leigu Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir eru ósátt við leiguverð til útlendingastofnunar á Víðinesi. 15. október 2016 07:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Tólf fylgdarlausir flóttamenn á barnsaldri hafa komið hingað til lands það sem af er ári. Forstjóri Barnaverndarstofu segir misbrest í málefnum þeirra. Þrjú börn hafa þegar fengið vernd, einu var synjað á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar en mál átta eru óafgreidd. Tveir til viðbótar báru því við að vera á barnsaldri við komuna til landsins en reyndust vera fullorðnir. Í vafatilfellum er gerð aldursgreining með því að skoða tennur viðkomandi. „Þegar barn kemur fylgdarlaust til landsins og óskar eftir hæli ber Útlendingastofnun að tilkynna það til barnaverndar í því umdæmi þar sem barnið gefur sig fram,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „Undir eðlilegum kringumstæðum færi barnið á móttökustöð en reyndin er að þau lenda yfirleitt strax hjá barnavernd,“ segir Bragi. Flest börnin gefa sig fram í Leifsstöð en dæmi eru um flóttabörn sem komu með Norrænu. Þá hafa börn gefið sig fram í Reykjavík. Börnin sem nú eru á landinu eru frá Albaníu, Alsír, Írak, Marokkó, Pakistan, Sómalíu og Sýrlandi. „Við höfum auglýst í tvígang á árinu eftir fósturfjölskyldum til að hýsa börn sem koma hingað einsömul og stefnum á að halda námskeið fyrir áhugasamar fjölskyldur,“ segir Bragi. Að sögn Braga þarf að sníða úrræði að hverjum einstaklingi. Þar tvinnist saman búseta, tómstundir og menntun. Stærstur tími barnaverndarnefndanna fer í að finna húsnæði fyrir börnin. „Það hefur ekki verið mikið skipulag á þessari þjónustu heilt yfir landið og misbrestur á þessu,“ segir Bragi. Því hafi Barnaverndarstofa beitt sér fyrir því að nýju útlendingalögin, sem taka gildi um áramótin, tryggi réttindagæslu þessa hóps. „Frá og með áramótum mun Barnaverndarstofa fara með yfirumsjón þess að hælisleitandi börn hljóti viðeigandi stuðning.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Gistiskýlið ekki mannsæmandi í lengri tíma Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. 4. október 2016 20:00 Vildu rukka hælisleitendur um hærri leigu Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir eru ósátt við leiguverð til útlendingastofnunar á Víðinesi. 15. október 2016 07:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46
Gistiskýlið ekki mannsæmandi í lengri tíma Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. 4. október 2016 20:00
Vildu rukka hælisleitendur um hærri leigu Framsóknarflokkurinn og flugvallarvinir eru ósátt við leiguverð til útlendingastofnunar á Víðinesi. 15. október 2016 07:00