Vildu rukka hælisleitendur um hærri leigu Þorgeir Helgason skrifar 15. október 2016 07:00 Víðines í Kjalarnesi, en hér opnar nýtt gistiskýli á vegum Útlendingastofnunar. Framsóknarflokknum og flugvallarvinum fannst leiguverð of lágt. vísir/gva Hælisleitendur munu dvelja tímabundið í Víðinesi á Kjalarnesi en Útlendingastofnun hefur tekið húsakynnin á leigu. Víðines er í eigu Reykjavíkurborgar og þar hafa verið rekin vistheimili og hjúkrunarheimili. Ástæðu þess að flytja á hælisleitendur í Víðines er veggjalús sem herjar á íbúa í gistiskýlinu við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Borgarráð samþykkti ósk Útlendingastofnunar á fundi sínum í fyrradag. Útlendingastofnun hefur tekið Víðines á Kjalarnesi á leigu af Reykjavíkurborg til þess að geta unnið bug á veggjalús, sem herjar á hælisleitendur, í gistiskýlinu við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti ósk Útlendingastofnunar á fundi á fimmtudag.Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar.Allir borgarfulltrúar sem voru viðstaddir greiddu atkvæði með tillögunni fyrir utan Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina. „Við tókumst mikið á um leiguverðið og mér fannst það of lágt, það er búið að fjárfesta fyrir 150 milljónir ofan á þær 60 milljónir sem eignin kostaði,“ segir Sveinbjörg. Útlendingastofnun greiðir þrjár milljónir króna í húsaleigu á mánuði en leigutíminn er áætlaður tveir til þrír mánuðir með möguleika á framlengingu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu tillöguna en bókuðu jafnframt að um tímabundna neyðarráðstöfun væri að ræða. Einnig minntu þeir á tillögu sem þeir fluttu í fyrrasumar um að Víðines verði nýtt til þess að taka á móti heimilislausu fólki og hýsa það. „Gistiskýlin í borginni eru öll orðin yfirfull, en þessi samningur er aðeins tímabundinn til tveggja til þriggja mánaða, svo hægt sé að leysa úr þessum veggjalúsarvandamálum í Hafnarfirði,“ segir Sveinbjörg Birna, en hún hefur lagt til að ákvörðun um nýtingu hússins verði tekin með aðkomu velferðarsviðs annars vegar og skóla- og frístundasviðs hins vegar. „Húsnæðið er í úttekt og þarf að fá tilskilin leyfi og uppfylla ákveðin skilyrði til þess að okkur sé heimilt að fara þangað inn með fólk,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar. Rýma þarf gistiskýlið við Bæjarhraun og það gæti tekið nokkra daga að vinna bug á veggjalúsinni segir Þórhildur en um 75 manns búa í skýlinu eins og er. Veggjalúsin hefur leikið lausum hala innan Bæjarhraunsins síðan á mánudag og að minnsta kosti ein fjölskylda hefur þurft að flýja gistiskýlið vegna bits, samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Hælisleitendur munu dvelja tímabundið í Víðinesi á Kjalarnesi en Útlendingastofnun hefur tekið húsakynnin á leigu. Víðines er í eigu Reykjavíkurborgar og þar hafa verið rekin vistheimili og hjúkrunarheimili. Ástæðu þess að flytja á hælisleitendur í Víðines er veggjalús sem herjar á íbúa í gistiskýlinu við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Borgarráð samþykkti ósk Útlendingastofnunar á fundi sínum í fyrradag. Útlendingastofnun hefur tekið Víðines á Kjalarnesi á leigu af Reykjavíkurborg til þess að geta unnið bug á veggjalús, sem herjar á hælisleitendur, í gistiskýlinu við Bæjarhraun í Hafnarfirði. Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti ósk Útlendingastofnunar á fundi á fimmtudag.Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar.Allir borgarfulltrúar sem voru viðstaddir greiddu atkvæði með tillögunni fyrir utan Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina. „Við tókumst mikið á um leiguverðið og mér fannst það of lágt, það er búið að fjárfesta fyrir 150 milljónir ofan á þær 60 milljónir sem eignin kostaði,“ segir Sveinbjörg. Útlendingastofnun greiðir þrjár milljónir króna í húsaleigu á mánuði en leigutíminn er áætlaður tveir til þrír mánuðir með möguleika á framlengingu. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu tillöguna en bókuðu jafnframt að um tímabundna neyðarráðstöfun væri að ræða. Einnig minntu þeir á tillögu sem þeir fluttu í fyrrasumar um að Víðines verði nýtt til þess að taka á móti heimilislausu fólki og hýsa það. „Gistiskýlin í borginni eru öll orðin yfirfull, en þessi samningur er aðeins tímabundinn til tveggja til þriggja mánaða, svo hægt sé að leysa úr þessum veggjalúsarvandamálum í Hafnarfirði,“ segir Sveinbjörg Birna, en hún hefur lagt til að ákvörðun um nýtingu hússins verði tekin með aðkomu velferðarsviðs annars vegar og skóla- og frístundasviðs hins vegar. „Húsnæðið er í úttekt og þarf að fá tilskilin leyfi og uppfylla ákveðin skilyrði til þess að okkur sé heimilt að fara þangað inn með fólk,“ segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar. Rýma þarf gistiskýlið við Bæjarhraun og það gæti tekið nokkra daga að vinna bug á veggjalúsinni segir Þórhildur en um 75 manns búa í skýlinu eins og er. Veggjalúsin hefur leikið lausum hala innan Bæjarhraunsins síðan á mánudag og að minnsta kosti ein fjölskylda hefur þurft að flýja gistiskýlið vegna bits, samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels