Gistiskýlið ekki mannsæmandi í lengri tíma Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. október 2016 20:00 Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um vernd í einum mánuði hér á landi og í september. Umsóknir í september voru 177. Af þeim voru 65 frá Makedóníu og 49 frá Albaníu. Næstu lönd á eftir eru Georgía og Írak. Heildarfjöldi umsókna um vernd það sem af er ári eru um 570. Undanfarið hefur verið fjallað um slæmt ástand húsnæðismála hælisleitenda en af þeim 380 hælisleitendum, sem Útlendingastofnun er með í sinni þjónustu, dvelja um 140 á hótelum og gistiheimilum. Þá hafa margir neyðst til þess að sofa á göngum í húsnæði á vegum stofnunarinnar. Gistiskýlið verður móttökustaður fyrir hælisleitendur sem hingað koma án maka og barna. Gert er ráð fyrir að það muni rúma allt að 75 manns og að fyrstu hælisleitendurnir flytji inn á fimmtudaginn. „Þetta eru það margir sem eru að koma að við ráðum ekki við það. Á meðan við erum að vinna í heildarúrræðum þá brugðum við á það ráð að fá þetta starfsleyfi,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, en stofnunin fékk ýmsar undanþágur frá þar til bærum aðilum.En er aðstaðan mannsæmandi? „Svo sem ekki til langs tíma, alls ekki. Þetta er hins vegar neyðarráðstöfun og hér er þak yfir höfuðið og hér verða rúm og sængur og matur,“ segir Kristín. Rauði krossinn hefur aðstoðað við opnunina og leggur til búnað í húsnæðið. Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Húsnæðismál hælisleitenda í ólestri: Sofa á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. 19. september 2016 19:00 Flóttamannabúðir gætu risið fyrir hælisleitendur sem koma hingað Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. 21. september 2016 07:00 Um fjörutíu hælisleitendur bíða flutnings úr landi Um fjörutíu hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun bíða nú eftir flutningi úr landi. Flutningurinn er framkvæmdur af Ríkislögreglustjóra. Embættið leitar nú fimm hælisleitenda sem ekki hafa gefið sig fram en eiga að vera farnir úr landi. 25. september 2016 19:45 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um vernd í einum mánuði hér á landi og í september. Umsóknir í september voru 177. Af þeim voru 65 frá Makedóníu og 49 frá Albaníu. Næstu lönd á eftir eru Georgía og Írak. Heildarfjöldi umsókna um vernd það sem af er ári eru um 570. Undanfarið hefur verið fjallað um slæmt ástand húsnæðismála hælisleitenda en af þeim 380 hælisleitendum, sem Útlendingastofnun er með í sinni þjónustu, dvelja um 140 á hótelum og gistiheimilum. Þá hafa margir neyðst til þess að sofa á göngum í húsnæði á vegum stofnunarinnar. Gistiskýlið verður móttökustaður fyrir hælisleitendur sem hingað koma án maka og barna. Gert er ráð fyrir að það muni rúma allt að 75 manns og að fyrstu hælisleitendurnir flytji inn á fimmtudaginn. „Þetta eru það margir sem eru að koma að við ráðum ekki við það. Á meðan við erum að vinna í heildarúrræðum þá brugðum við á það ráð að fá þetta starfsleyfi,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, en stofnunin fékk ýmsar undanþágur frá þar til bærum aðilum.En er aðstaðan mannsæmandi? „Svo sem ekki til langs tíma, alls ekki. Þetta er hins vegar neyðarráðstöfun og hér er þak yfir höfuðið og hér verða rúm og sængur og matur,“ segir Kristín. Rauði krossinn hefur aðstoðað við opnunina og leggur til búnað í húsnæðið.
Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Húsnæðismál hælisleitenda í ólestri: Sofa á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. 19. september 2016 19:00 Flóttamannabúðir gætu risið fyrir hælisleitendur sem koma hingað Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. 21. september 2016 07:00 Um fjörutíu hælisleitendur bíða flutnings úr landi Um fjörutíu hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun bíða nú eftir flutningi úr landi. Flutningurinn er framkvæmdur af Ríkislögreglustjóra. Embættið leitar nú fimm hælisleitenda sem ekki hafa gefið sig fram en eiga að vera farnir úr landi. 25. september 2016 19:45 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46
Húsnæðismál hælisleitenda í ólestri: Sofa á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. 19. september 2016 19:00
Flóttamannabúðir gætu risið fyrir hælisleitendur sem koma hingað Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. 21. september 2016 07:00
Um fjörutíu hælisleitendur bíða flutnings úr landi Um fjörutíu hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun bíða nú eftir flutningi úr landi. Flutningurinn er framkvæmdur af Ríkislögreglustjóra. Embættið leitar nú fimm hælisleitenda sem ekki hafa gefið sig fram en eiga að vera farnir úr landi. 25. september 2016 19:45