Englandsmeistarar Leicester City eru hreinlega óstöðvandi í Meistaradeildinni og eru með fullt hús þegar riðlakeppnin er hálfnuð.
Að þessu sinni vann liðið nauman sigur á FCK á heimavelli með marki frá Riyad Mahrez. Á því marki hékk Leicester allan leikinn.
FCK komst mjög nálægt því að jafna undir lokin en Kasper Schmeichel varði frábærlega frá löndum sínum.
Leicester er með fimm stiga forskot á FCK og Porto.
Eina mark leiksins má sjá hér að ofan.
Leicester getur ekki tapað í Meistaradeildinni
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mest lesið


Frá Midtjylland til Newcastle
Fótbolti





Szczesny ekki hættur enn
Fótbolti


Vörn Grindavíkur áfram hriplek
Fótbolti
