Reyna að hrófla við rótgrónu kerfi misréttis Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. október 2016 07:00 Sádiarabískar konur í bænum Al-Thamama, skammt norður af borginni Ríad. Þúsundir kvenna í Sádi-Arabíu hafa undirritað áskorun til stjórnvalda landsins um að afnema hið svokallaða umsjónarmannakerfi, sem bundið er í lög og tryggir að konur þar í landi njóti ekki fullra mannréttinda. Undirskriftaherferðin fór af stað í sumar á netinu, einkum á Twitter, eftir að mannréttindasamtökin Human Rights Watch birtu skýrslu um þetta kerfi og upplifun kvenna af því. Nú í vikunni höfðu nærri 15 þúsund manns undirritað þessa áskorun, en engar fréttir hafa borist af viðbrögðum stjórnvalda. Á síðustu árum hefur ítrekað verið óskað eftir því að þetta kerfi verði lagt niður, en viðbrögðin hafa jafnan verið dræm.Á síðasta ári fengu sádiarabískar konur í fyrsta sinn að kjósa í sveitarstjórnarkosningum.Nordicphotos/AFPÞað var Aziza al-Yousef, einn helsti leiðtogi kvenréttindabaráttunnar í Sádi-Arabíu, sem á mánudaginn afhenti sádiarabískum stjórnvöldum áskorunina með undirskriftalistanum. Hún hefur barist fyrir afnámi umsjónarmannakerfisins í fimm ár. Hún vakti meðal annars athygli árið 2013 þegar hún í mótmælaskyni settist undir stýri á bifreið og ók henni sjálf, sem var skýrt brot á banni við því að konur keyri bíl.Konur greiða atkvæði í sveitarstjórnarkosningum í Sádi-Arabíu í desember á síðasta ári.vísir/EPA„Við höfum aldrei átt í erfiðleikum með að standa í þessari baráttu, en vandamálið er að það berst aldrei neitt svar,“ sagði hún í viðtali við BBC. „En við höfum alltaf von. Án vonarinnar er ekki hægt að gera neitt.“ Sumir háttsettir klerkar í Sádi-Arabíu hafa jafnan tekið afar illa í kröfur um breytingar. Þeir segja þetta fyrirkomulag reist á trúarlegum grunni. Þannig sagði Abdulaziz al-Sheikh, stórmúfti Sádi-Arabíu, að Twitter-herferðin hafi verið glæpur gegn íslam. Þetta er hins vegar umdeilt og margir íslamskir fræðimenn segja umsjónarmannakerfið í Sádi-Arabíu byggt á grundvallarmisskilningi. Yousef segir að meira að segja sádiarabískir klerkar, sumir áhrifamiklir, hafi undirritað áskorunina. „Allir sögðu þeir að þetta snúist ekkert um trúarbrögðin, þetta séu bara stjórnvaldsreglur og þeim eigi að breyta,“ segir hún.Umsjónarvald karla yfir konumKonur í Arabíu hafa ekki full réttindi sem sjálfstæðir einstaklingar, því þær þurfa jafnan leyfi frá karlmanni úr nánustu fjölskyldu sinni til að ferðast til útlanda, giftast eða til að verða látnar lausar úr fangelsi. Þær þurfa líka stundum samþykki frá karlmanni úr fjölskyldunni til að stunda atvinnu eða fá læknisþjónustu. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja þetta fyrirkomulag vera stærstu hindrun í vegi þess að konur í Sádi-Arabíu njóti mannréttinda. „Við þurfum allar að halda okkur innan þeirra marka sem feður okkar eða eiginmenn setja okkur,“ segir 25 ára gömul sádiarabísk kona, sem Human Rights Watch vitna til í frétt frá í sumar, þegar samtökin birtu viðamikla skýrslu um þetta umsjónarvald karla yfir konum sem tíðkast enn þar í landi. Þetta þurfa konur í Sádi-Arabíu að búa við alla ævi. Reglan er sú að fyrst sé það faðir konunnar, sem hefur umsjónarvaldið, en hann afhendi það eiginmanni hennar þegar hún giftist. Stundum verður útfærslan þó eitthvað flóknari, eins og konur missa eiginmann sinn eða dætur missa föður sinn áður en þær giftast. Eins flækir það málin þegar konur komast á efri ár án þess að giftast. Stundum gerist það að synir eða bræður taka að sér umsjónarvald yfir móður sinni eða systrum. Konurnar hafa verið misjafnlega sáttar við þetta fyrirkomulag, sem tíðkast reyndar víðar meðal múslima í einhverri mynd en er fest í lög í Sádi-Arabíu með strangari hætti en annars staðar þekkist. „Sonur minn er umsjónarmaður minn, hvort sem þið trúið því eða ekki, og það er virkilega niðurlægjandi,“ er haft eftir 62 ára konu í skýrslu Human Rights Watch frá í sumar. „Minn eigin sonur, sá sem ég ól í heiminn, sá sem ég ól upp, hann er umsjónarmaður minn.“ Árið 2009 féllust stjórnvöld í Sádi-Arabíu reyndar á að leggja niður þetta kerfi. Það gerðist eftir að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna gerði athugasemdir. Sádi-Arabíustjórn féllst aftur á þetta árið 2013. Baráttukonur í Sádi-Arabíu hafa sömuleiðis ítrekað reynt að fá stjórnina til að leggja þetta kerfi niður. Lítið hefur þó verið hróflað við þessu, þótt smávægileg skref hafi reyndar verið stigin í áttina að auknum réttindum kvenna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Þúsundir kvenna í Sádi-Arabíu hafa undirritað áskorun til stjórnvalda landsins um að afnema hið svokallaða umsjónarmannakerfi, sem bundið er í lög og tryggir að konur þar í landi njóti ekki fullra mannréttinda. Undirskriftaherferðin fór af stað í sumar á netinu, einkum á Twitter, eftir að mannréttindasamtökin Human Rights Watch birtu skýrslu um þetta kerfi og upplifun kvenna af því. Nú í vikunni höfðu nærri 15 þúsund manns undirritað þessa áskorun, en engar fréttir hafa borist af viðbrögðum stjórnvalda. Á síðustu árum hefur ítrekað verið óskað eftir því að þetta kerfi verði lagt niður, en viðbrögðin hafa jafnan verið dræm.Á síðasta ári fengu sádiarabískar konur í fyrsta sinn að kjósa í sveitarstjórnarkosningum.Nordicphotos/AFPÞað var Aziza al-Yousef, einn helsti leiðtogi kvenréttindabaráttunnar í Sádi-Arabíu, sem á mánudaginn afhenti sádiarabískum stjórnvöldum áskorunina með undirskriftalistanum. Hún hefur barist fyrir afnámi umsjónarmannakerfisins í fimm ár. Hún vakti meðal annars athygli árið 2013 þegar hún í mótmælaskyni settist undir stýri á bifreið og ók henni sjálf, sem var skýrt brot á banni við því að konur keyri bíl.Konur greiða atkvæði í sveitarstjórnarkosningum í Sádi-Arabíu í desember á síðasta ári.vísir/EPA„Við höfum aldrei átt í erfiðleikum með að standa í þessari baráttu, en vandamálið er að það berst aldrei neitt svar,“ sagði hún í viðtali við BBC. „En við höfum alltaf von. Án vonarinnar er ekki hægt að gera neitt.“ Sumir háttsettir klerkar í Sádi-Arabíu hafa jafnan tekið afar illa í kröfur um breytingar. Þeir segja þetta fyrirkomulag reist á trúarlegum grunni. Þannig sagði Abdulaziz al-Sheikh, stórmúfti Sádi-Arabíu, að Twitter-herferðin hafi verið glæpur gegn íslam. Þetta er hins vegar umdeilt og margir íslamskir fræðimenn segja umsjónarmannakerfið í Sádi-Arabíu byggt á grundvallarmisskilningi. Yousef segir að meira að segja sádiarabískir klerkar, sumir áhrifamiklir, hafi undirritað áskorunina. „Allir sögðu þeir að þetta snúist ekkert um trúarbrögðin, þetta séu bara stjórnvaldsreglur og þeim eigi að breyta,“ segir hún.Umsjónarvald karla yfir konumKonur í Arabíu hafa ekki full réttindi sem sjálfstæðir einstaklingar, því þær þurfa jafnan leyfi frá karlmanni úr nánustu fjölskyldu sinni til að ferðast til útlanda, giftast eða til að verða látnar lausar úr fangelsi. Þær þurfa líka stundum samþykki frá karlmanni úr fjölskyldunni til að stunda atvinnu eða fá læknisþjónustu. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja þetta fyrirkomulag vera stærstu hindrun í vegi þess að konur í Sádi-Arabíu njóti mannréttinda. „Við þurfum allar að halda okkur innan þeirra marka sem feður okkar eða eiginmenn setja okkur,“ segir 25 ára gömul sádiarabísk kona, sem Human Rights Watch vitna til í frétt frá í sumar, þegar samtökin birtu viðamikla skýrslu um þetta umsjónarvald karla yfir konum sem tíðkast enn þar í landi. Þetta þurfa konur í Sádi-Arabíu að búa við alla ævi. Reglan er sú að fyrst sé það faðir konunnar, sem hefur umsjónarvaldið, en hann afhendi það eiginmanni hennar þegar hún giftist. Stundum verður útfærslan þó eitthvað flóknari, eins og konur missa eiginmann sinn eða dætur missa föður sinn áður en þær giftast. Eins flækir það málin þegar konur komast á efri ár án þess að giftast. Stundum gerist það að synir eða bræður taka að sér umsjónarvald yfir móður sinni eða systrum. Konurnar hafa verið misjafnlega sáttar við þetta fyrirkomulag, sem tíðkast reyndar víðar meðal múslima í einhverri mynd en er fest í lög í Sádi-Arabíu með strangari hætti en annars staðar þekkist. „Sonur minn er umsjónarmaður minn, hvort sem þið trúið því eða ekki, og það er virkilega niðurlægjandi,“ er haft eftir 62 ára konu í skýrslu Human Rights Watch frá í sumar. „Minn eigin sonur, sá sem ég ól í heiminn, sá sem ég ól upp, hann er umsjónarmaður minn.“ Árið 2009 féllust stjórnvöld í Sádi-Arabíu reyndar á að leggja niður þetta kerfi. Það gerðist eftir að Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna gerði athugasemdir. Sádi-Arabíustjórn féllst aftur á þetta árið 2013. Baráttukonur í Sádi-Arabíu hafa sömuleiðis ítrekað reynt að fá stjórnina til að leggja þetta kerfi niður. Lítið hefur þó verið hróflað við þessu, þótt smávægileg skref hafi reyndar verið stigin í áttina að auknum réttindum kvenna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila