Fótbolti

Óvænt val hjá Southgate | Johnson og Lingard inn í landsliðið

Gareth Southgate sem stýrir enska landsliðinu þessa dagana á meðan arftaki Sam Allardyce er valinn af enska knattspyrnusambandinu tilkynnti í dag fyrsta landsliðshóp sinn.

Framundan eru leikir gegn Möltu og Slóveníu en enska liðið byrjaði riðilinn á 1-0 sigri í Slóvakíu á dögunum.

Marcus Rashford, framherji Manchester United snýr aftur í leikmannahópinn en Southgate sem þjálfar landsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs aldri kallar einnig til liðsfélaga hans Jese Lingard.

Þá kallar hann inn Glen Johnson, bakvörð Stoke og Alex Oxlade-Chamberlain en Johnson hefur ekki verið valinn í enska landsliðið í rúmlega tvö ár.

Þá heldur Michail Antonio sæti sínu í liðinu en hann gæti þreytt frumraun sína í leikjunum eftir að hafa setið á bekknum í síðasta leik.

Landsliðshópur Englendinga:

Markverðir: Fraser Forster, Joe Hart , Tom Heaton.

Varnarmenn: Ryan Bertrand, Gary Cahill, Phil Jagielka, Glen Johnson, Danny Rose, Chris Smalling , John Stones, Kyle Walker.

Miðjumenn: Eric Dier, Jordan Henderson, Alex Oxlade-Chamberlain, Michail Antonio, Jesse Lingard, Raheem Sterling, Theo Walcott, Dele Alli

Framherjar: Wayne Rooney, Marcus Rashford, Daniel Sturridge, Jamie Vardy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×