Eins og að búa í risafangelsi Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. október 2016 07:45 Íbúar í hverfinu Midan á ferli í gær eftir að sprengja féll þar. vísir/afp Harðir bardagar hafa geisað í Aleppo síðustu daga milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna, bæði í miðborginni og norðausturhverfum hennar. Þá hafa loftárásir stjórnarhersins, með aðstoð Rússa, haldið áfram af fullum þunga á svæði uppreisnarmanna. Hundruð manna eru sögð hafa látist og gífurlegt álag er á þau fáu sjúkrahús eða læknamiðstöðvar sem enn eru starfandi. „Öll gjörgæslupláss eru full,“ er haft eftir Abu Waseem, sem stjórnar sjúkrahúsi í austurhluta borgarinnar, á fréttavefnum Middle East Eye. „Sjúklingar þurfa að bíða eftir að aðrir deyi svo hægt sé að flytja þá í laust rúm á gjörgæslunni.“ Waseem starfar í Aleppo á vegum samtakanna Læknar án landamæra. Hann segir starfsfólkið vinna allt að 20 tíma á dag: „Það getur ekki bara farið heim og látið sjúklingana deyja.“ Á fréttavef The Guardian birtust fyrir helgi viðtöl við nokkra íbúa borgarinnar, sem lýsa því hvernig daglegt líf gengur þar fyrir sig meðan sprengingarnar dynja. „Við sofum ekki vel því þoturnar eru alltaf í loftinu. Þær vekja mig snemma þótt ég reyni að gefa hljóðunum ekki gaum,“ segir Abo Awad, sem er leigubílstjóri. Hann segir að eitt af bestu hljóðunum sem heyrast á morgnana sé þegar nágranni hans kveikir á rafalnum sem hann er með: „Við hittumst allir til að hlaða batterí og síma, og tala um atburðina í Aleppo og sprengingar næturinnar yfir tebolla.“ Hann segist stundum fara út úr húsi, þegar kyrrð ríkir. Borgin sé hins vegar yfirgefin: „Það er ekkert fólk og engir bílar á götunum. Allt sem ég sé eru rústir og brak og einu fréttirnar sem ég heyri er að einhver hafi verið drepinn.“ Hann segir að sér líði eins og hann búi í fangelsi, risastóru fangelsi sem fylli mann innilokunarkennd: „Og þannig líður okkur þangað til við förum að sofa um tíu- eða ellefuleytið og reynum að sofna. Þetta er óþolandi ástand.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Deyjandi börn látin liggja á gólfinu Meira en hundrað börn hafa dáið í loftárárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi á einni viku. Í viðtali við Stöð 2 biðlar starfsmaður UNICEF í Sýrlandi til Íslendinga um að loka ekki augunum fyrir hörmungum sýrlenskra barna. 1. október 2016 18:21 Nýtt drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Aleppo Sýrlenski stjórnarherinn hefur hafið stórsókn að uppreisnarmönnum í borginni. 27. september 2016 22:13 Sýrlandsstjórn birtir myndband til að reyna að lokka ferðamenn til Aleppo Ferðamálaráðuneyti Sýrlands vill með myndbandinu fá fleiri ferðamenn til Aleppo. 1. október 2016 21:44 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Harðir bardagar hafa geisað í Aleppo síðustu daga milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna, bæði í miðborginni og norðausturhverfum hennar. Þá hafa loftárásir stjórnarhersins, með aðstoð Rússa, haldið áfram af fullum þunga á svæði uppreisnarmanna. Hundruð manna eru sögð hafa látist og gífurlegt álag er á þau fáu sjúkrahús eða læknamiðstöðvar sem enn eru starfandi. „Öll gjörgæslupláss eru full,“ er haft eftir Abu Waseem, sem stjórnar sjúkrahúsi í austurhluta borgarinnar, á fréttavefnum Middle East Eye. „Sjúklingar þurfa að bíða eftir að aðrir deyi svo hægt sé að flytja þá í laust rúm á gjörgæslunni.“ Waseem starfar í Aleppo á vegum samtakanna Læknar án landamæra. Hann segir starfsfólkið vinna allt að 20 tíma á dag: „Það getur ekki bara farið heim og látið sjúklingana deyja.“ Á fréttavef The Guardian birtust fyrir helgi viðtöl við nokkra íbúa borgarinnar, sem lýsa því hvernig daglegt líf gengur þar fyrir sig meðan sprengingarnar dynja. „Við sofum ekki vel því þoturnar eru alltaf í loftinu. Þær vekja mig snemma þótt ég reyni að gefa hljóðunum ekki gaum,“ segir Abo Awad, sem er leigubílstjóri. Hann segir að eitt af bestu hljóðunum sem heyrast á morgnana sé þegar nágranni hans kveikir á rafalnum sem hann er með: „Við hittumst allir til að hlaða batterí og síma, og tala um atburðina í Aleppo og sprengingar næturinnar yfir tebolla.“ Hann segist stundum fara út úr húsi, þegar kyrrð ríkir. Borgin sé hins vegar yfirgefin: „Það er ekkert fólk og engir bílar á götunum. Allt sem ég sé eru rústir og brak og einu fréttirnar sem ég heyri er að einhver hafi verið drepinn.“ Hann segir að sér líði eins og hann búi í fangelsi, risastóru fangelsi sem fylli mann innilokunarkennd: „Og þannig líður okkur þangað til við förum að sofa um tíu- eða ellefuleytið og reynum að sofna. Þetta er óþolandi ástand.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Deyjandi börn látin liggja á gólfinu Meira en hundrað börn hafa dáið í loftárárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi á einni viku. Í viðtali við Stöð 2 biðlar starfsmaður UNICEF í Sýrlandi til Íslendinga um að loka ekki augunum fyrir hörmungum sýrlenskra barna. 1. október 2016 18:21 Nýtt drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Aleppo Sýrlenski stjórnarherinn hefur hafið stórsókn að uppreisnarmönnum í borginni. 27. september 2016 22:13 Sýrlandsstjórn birtir myndband til að reyna að lokka ferðamenn til Aleppo Ferðamálaráðuneyti Sýrlands vill með myndbandinu fá fleiri ferðamenn til Aleppo. 1. október 2016 21:44 Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Deyjandi börn látin liggja á gólfinu Meira en hundrað börn hafa dáið í loftárárásum á borgina Aleppo í Sýrlandi á einni viku. Í viðtali við Stöð 2 biðlar starfsmaður UNICEF í Sýrlandi til Íslendinga um að loka ekki augunum fyrir hörmungum sýrlenskra barna. 1. október 2016 18:21
Nýtt drónamyndband sýnir eyðilegginguna í Aleppo Sýrlenski stjórnarherinn hefur hafið stórsókn að uppreisnarmönnum í borginni. 27. september 2016 22:13
Sýrlandsstjórn birtir myndband til að reyna að lokka ferðamenn til Aleppo Ferðamálaráðuneyti Sýrlands vill með myndbandinu fá fleiri ferðamenn til Aleppo. 1. október 2016 21:44