Pólskar konur mótmæltu Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. október 2016 07:00 Konur í Varsjá mótmæla áformum stjórnarinnar um allsherjarbann við fóstureyðingum. vísir/epa Þúsundir kvenna tóku þátt í mótmælaverkfalli gegn áformum um fóstureyðingarbann í Póllandi. Fyrirmynd mótmælanna er fengin frá kvennafrídeginum á Íslandi árið 1975. Konur í Póllandi mótmæltu með því að mæta ekki í vinnuna og sinna ekki heimilisverkum, rétt eins og konur gerðu hér á landi fyrir rúmlega fjörutíu árum. Mótmæladagurinn í gær hefur verið nefndur Svartur mánudagur. Í tilefni dagsins klæddust konur svörtu og flykktust út á götur helstu borga Póllands þúsundum saman, með mótmælaspjöld og hrópuðu vígorð gegn áformum stjórnarinnar. Víða í borgum Evrópu hélt fólk út á götur til stuðnings pólsku mótmælendunum, þar á meðal í Berlín, Brussel, Belfast og einnig hér í Reykjavík. Talið er að milljónir manna hafi tekið þátt í aðgerðunum. Pólska stjórnin hefur kynnt frumvarp um allsherjarbann við fóstureyðingum í öllu landinu. Neðri deild pólska þingsins samþykkti í september að senda frumvarpið til umfjöllunar í nefnd að lokinni fyrstu umræðu í deildinni. Pólska fóstureyðingarlöggjöfin þykir þó harla ströng fyrir. Nú eru reglurnar þannig að fóstureyðingar eru einungis heimilar ef þær stofna heilsu móðurinnar í hættu, ef vitað er um fósturgalla eða ef þungun varð með nauðgun eða sifjaspellum. Fyrirhuguð lög myndu hins vegar gera fóstureyðingar ólöglegur í öllum tilvikum. Einungis tvö önnur ríki í Evrópu eru með svo stranga fóstureyðingarlöggjöf, en það er Malta og Páfagarður. Ákvæði frumvarpsins eru það ströng að læknar geta átt á hættu að verða sóttir til saka ef þeir framkvæma aðgerð til að bjarga lífi móðurinnar ef það kostar dauða fóstursins. Þá geta konur átt yfir höfði sér fangelsisvist ef þær missa fóstur. Laga- og réttlætisflokkurinn, sem er fimmtán ára gamall flokkur hægrisinnaðra íhaldsmanna, hefur haldið um stjórnartaumana í Póllandi í tæpt ár, eða frá því hann sigraði með yfirburðum í þingkosningum í október á síðasta ári. Flokkurinn fékk þá 235 þingsæti af 460 og fer því með meirihluta á þingi án þess að þurfa stuðning frá öðrum flokkum. Kaþólska kirkjan í Póllandi hefur eindregið stutt stjórnina í þessum áformum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Þúsundir kvenna tóku þátt í mótmælaverkfalli gegn áformum um fóstureyðingarbann í Póllandi. Fyrirmynd mótmælanna er fengin frá kvennafrídeginum á Íslandi árið 1975. Konur í Póllandi mótmæltu með því að mæta ekki í vinnuna og sinna ekki heimilisverkum, rétt eins og konur gerðu hér á landi fyrir rúmlega fjörutíu árum. Mótmæladagurinn í gær hefur verið nefndur Svartur mánudagur. Í tilefni dagsins klæddust konur svörtu og flykktust út á götur helstu borga Póllands þúsundum saman, með mótmælaspjöld og hrópuðu vígorð gegn áformum stjórnarinnar. Víða í borgum Evrópu hélt fólk út á götur til stuðnings pólsku mótmælendunum, þar á meðal í Berlín, Brussel, Belfast og einnig hér í Reykjavík. Talið er að milljónir manna hafi tekið þátt í aðgerðunum. Pólska stjórnin hefur kynnt frumvarp um allsherjarbann við fóstureyðingum í öllu landinu. Neðri deild pólska þingsins samþykkti í september að senda frumvarpið til umfjöllunar í nefnd að lokinni fyrstu umræðu í deildinni. Pólska fóstureyðingarlöggjöfin þykir þó harla ströng fyrir. Nú eru reglurnar þannig að fóstureyðingar eru einungis heimilar ef þær stofna heilsu móðurinnar í hættu, ef vitað er um fósturgalla eða ef þungun varð með nauðgun eða sifjaspellum. Fyrirhuguð lög myndu hins vegar gera fóstureyðingar ólöglegur í öllum tilvikum. Einungis tvö önnur ríki í Evrópu eru með svo stranga fóstureyðingarlöggjöf, en það er Malta og Páfagarður. Ákvæði frumvarpsins eru það ströng að læknar geta átt á hættu að verða sóttir til saka ef þeir framkvæma aðgerð til að bjarga lífi móðurinnar ef það kostar dauða fóstursins. Þá geta konur átt yfir höfði sér fangelsisvist ef þær missa fóstur. Laga- og réttlætisflokkurinn, sem er fimmtán ára gamall flokkur hægrisinnaðra íhaldsmanna, hefur haldið um stjórnartaumana í Póllandi í tæpt ár, eða frá því hann sigraði með yfirburðum í þingkosningum í október á síðasta ári. Flokkurinn fékk þá 235 þingsæti af 460 og fer því með meirihluta á þingi án þess að þurfa stuðning frá öðrum flokkum. Kaþólska kirkjan í Póllandi hefur eindregið stutt stjórnina í þessum áformum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Íslenskir þingmenn skora á Pólverja að draga frumvarpið til baka Bréfið er sent að frumkvæði Ástu Guðrúnar Helgadóttir, þingmanns pírata. Þrjátíu íslenskir þingmenn skrifuðu undir. 3. október 2016 17:49