Fótbolti

Kínafararnir klárir | Berglind Hrund eini nýliðinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nöfnurnar Berglind Hrund Jónasdóttir og Björg Þorvaldsdóttir eru báðar í hópnum.
Nöfnurnar Berglind Hrund Jónasdóttir og Björg Þorvaldsdóttir eru báðar í hópnum. vísir/eyþór
Freyr Alexandersson, íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið 22 leikmenn sem fara til Kína og taka þar þátt í æfingamóti 20.-24. október næstkomandi.

Mótið markar upphaf undirbúningsins fyrir EM í Hollandi á næsta ári. Auk Íslands og Kína taka Danmörk og Úsbekistan þátt í mótinu sem fer fram í Chiongquing héraði í Kína.

Einn nýliði er í hópnum, Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Íslandsmeistara Stjörnunnar. Liðsfélagi hennar, Katrín Ásbjörnsdóttir, kemur einnig inn í hópinn eftir nokkurt hlé.

Freyr valdi einnig Svövu Rós Guðmundsdóttir, leikmann Breiðabliks, en hún á aðeins einn landsleik að baki.

Bikarmeistarar Breiðabliks eiga flesta fulltrúa í hópnum, eða fimm talsins.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården

Sandra Sigurðardóttir, Valur

Berglind Hrund Jónasdóttir, Stjarnan

Aðrir leikmenn:

Hólmfríður Magnúsdóttir, Avaldsnes

Fanndís Friðriksdóttir, Breiðablik

Hallbera Guðný Gísladóttir, Breiðablik

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Breiðablik

Rakel Hönnudóttir, Breiðablik

Svava Rós Guðmundsdóttir, Breiðablik

Katrín Ómarsdóttir, Doncaster

Glódís Perla Viggósdóttir, Eskilstuna Utd

Anna Björk Kristjánsdóttir, Örebro

Sif Atladóttir, Kristianstad

Dagný Brynjarsdóttir, Portland Thorns

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Stabæk

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Stjarnan

Katrín Ásbjörnsdóttir, Stjarnan

Margrét Lára Viðarsdóttir, Valur

Elísa Viðarsdóttir, Valur

Dóra María Lárusdóttir, Valur

Sara Björk Gunnarsdóttir, Wolfsburg

Sandra María Jessen, Þór/KA




Fleiri fréttir

Sjá meira


×