Fótbolti

Rétt að segja að við séum aðhlátursefni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rose í baráttu við Kolbein Sigþórsson á EM.
Rose í baráttu við Kolbein Sigþórsson á EM. vísir/epa
Enski landsliðsmaðurinn Danny Rose segist taka undir þau orð Alan Shearer að enska landsliðið sé aðhlátursefni.

Shearer lét ummælin falla eftir að Sam Allardyce hrökklaðist úr starfi sem landsliðsþjálfari eftir aðeins einn leik með liðið. Það kom beint á hæla tapsins gegn Íslandi á EM.

„Það er erfitt að segja það en ég verð að vera sammála Shearer. Þjálfarinn er farinn eftir aðeins enn leik. Þetta er ekki gott fyrir enskan fótbolta,“ sagði Rose.

„Ég hélt að enska landsliðið kæmist ekki neðar en að tapa fyrir Íslandi á EM en núna er fótboltaheimurinn að hlæja að okkur,“ sagði Shearer eftir að Alalrdyce hætti.

Gareth Southgate mun stýra enska liðinu í næstu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×