Fótbolti

Allardyce bað Rooney afsökunar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Allardyce sýnir Rooney og Kane hvernig á að sparka í bolta.
Allardyce sýnir Rooney og Kane hvernig á að sparka í bolta. vísir/afp
Wayne Rooney, landsliðsfyrirliði Englands, var ekkert allt of sáttur við Sam Allardyce eftir eina leikinn sem Allardyce stýrði hjá enska landsliðinu.

Eftir 1-0 sigurinn á Slóvakíu sagði Allardyce eftir leikinn að Rooney spilaði bara þar sem honum hentaði. Var Rooney nokkuð gagnrýndur og fyrirliðinn hafði lítinn húmor fyrir þessu.

„Þessi orð frá Sam voru fjarri sannleikanum. Ég spila þar sem mér er sagt að spila. Vegna þessara orða fékk ég talsvert að heyra það en mér fannst ég spila nokkuð vel,“ sagði Rooney en Allardyce bað hann afsökunar á þessum orðum í fluginu heim.

„Ég vel mig ekki sjálfur í liðið og var ekki með neinar kröfur um að vera hér eða þar. Ég spila þar sem ég er beðinn um að spila. Þetta var stór misskilningur og mér var slátrað fyrir hann.

„Sam vissi að hann hefði gert mistök og sagði það við mig í fluginu heim. Hann fattaði það strax og baðst því afsökunar.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×