Ragnheiður vill að Ólöf hlutist til um málefni drengsins sem senda á til Noregs Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. október 2016 14:03 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/anton brink/gva Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, skorar á samflokksmann sinn, Ólöfu Nordal innanríkisráðherra, að bregðast við máli fimm ára íslensks drengs sem senda á úr landi á næstu vikum. Dómstóll í Noregi komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að móðir drengsins, Elva Christina, þurfi að afhenda norskum barnaverndaryfirvöldum son sinn eftir að hafa verið svipt forræði yfir honum, líkt og Vísir hefur greint frá. „Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ sagði Ragnheiður á þingi í dag. Elva Christina átti við áfengisvanda að stríða, sem hún segist nú hafa tekist á við, og var í kjölfarið svipt forræði yfir drengnum. Hún var þá búsett í Noregi en faðir drengsins býr í Danmörku og að sögn Christinu hefur hann engin afskipti af barninu. Helena Brynjólfsdóttir, amma drengsins, flúði með barnið frá Noregi til Íslands eftir að dóttir hennar missti forræðið. Henni var hins vegar gert, samkvæmt dómi, að koma barninu til barnaverndaryfirvalda til Noregs. Dómurinn þýðir að Elva Christina fær ekki að hitta son sinn í 14 ár nema tvisvar á ári og þá undir eftirliti. „Við tölum um mannréttindabrot á pólskum konum og við tölum um mannréttindabrot á fólki í Sýrlandi. Virðulegur forseti. Fyrir mig sem þingmann, fyrir mig sem móður og ömmu, þá er þetta mannréttindabrot sem ég get ekki sætt mig við og ég skora á hæstvirtan innanríkisráðherra og Barnaverndarstofu að ganga í málið nú þegar og koma í veg fyrir að þessi litli fimm ára drengur verði rifinn frá móður sinni og fjölskyldu hér á Íslandi,“ sagði Ragnheiður. Tengdar fréttir Ömmunni neitað um sálfræðimat á drengnum Heldur dauðahaldi í veika von um að fá að halda drengnum innan fjölskyldunnar. 11. ágúst 2016 20:18 „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59 Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, skorar á samflokksmann sinn, Ólöfu Nordal innanríkisráðherra, að bregðast við máli fimm ára íslensks drengs sem senda á úr landi á næstu vikum. Dómstóll í Noregi komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að móðir drengsins, Elva Christina, þurfi að afhenda norskum barnaverndaryfirvöldum son sinn eftir að hafa verið svipt forræði yfir honum, líkt og Vísir hefur greint frá. „Í þessum töluðu orðum er verið að brjóta mannréttindi á litlum fimm ára dreng,“ sagði Ragnheiður á þingi í dag. Elva Christina átti við áfengisvanda að stríða, sem hún segist nú hafa tekist á við, og var í kjölfarið svipt forræði yfir drengnum. Hún var þá búsett í Noregi en faðir drengsins býr í Danmörku og að sögn Christinu hefur hann engin afskipti af barninu. Helena Brynjólfsdóttir, amma drengsins, flúði með barnið frá Noregi til Íslands eftir að dóttir hennar missti forræðið. Henni var hins vegar gert, samkvæmt dómi, að koma barninu til barnaverndaryfirvalda til Noregs. Dómurinn þýðir að Elva Christina fær ekki að hitta son sinn í 14 ár nema tvisvar á ári og þá undir eftirliti. „Við tölum um mannréttindabrot á pólskum konum og við tölum um mannréttindabrot á fólki í Sýrlandi. Virðulegur forseti. Fyrir mig sem þingmann, fyrir mig sem móður og ömmu, þá er þetta mannréttindabrot sem ég get ekki sætt mig við og ég skora á hæstvirtan innanríkisráðherra og Barnaverndarstofu að ganga í málið nú þegar og koma í veg fyrir að þessi litli fimm ára drengur verði rifinn frá móður sinni og fjölskyldu hér á Íslandi,“ sagði Ragnheiður.
Tengdar fréttir Ömmunni neitað um sálfræðimat á drengnum Heldur dauðahaldi í veika von um að fá að halda drengnum innan fjölskyldunnar. 11. ágúst 2016 20:18 „Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30 Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59 Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Ömmunni neitað um sálfræðimat á drengnum Heldur dauðahaldi í veika von um að fá að halda drengnum innan fjölskyldunnar. 11. ágúst 2016 20:18
„Ég veit ekki hvað ég geri ef þau taka hann“ Hin tvítuga Elva Christina sér fram á að fimm ára gamall sonur hennar verði dæmdur af henni og sendur til Noregs í 14 ár. 4. október 2016 11:30
Elvu Christinu ber að afhenda Norðmönnum drenginn Senda ber fimm ára gamlan drenginn í fóstur til Noregs innan tveggja mánaða. 5. október 2016 10:59
Flúði með dótturson sinn frá Noregi til Íslands Til stóð að senda drenginn í fóstur til ókunnugrar norskrar fjölskyldu. 28. júlí 2016 11:24