15 ár frá falli talíbanastjórnarinnar Una Sighvatsdóttir skrifar 5. október 2016 00:00 Stúlkur mega nú ganga í skóla í Afganistan en það var ólöglegt í tíð Talíbana. Tónlist og dans voru sömuleiðis bönnuð með lögum. AFP Það var í október 2001, aðeins mánuði eftir árásina á tvíburaturnana í New York, sem Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan og áður en árið var úti hafði harðstjórn Talíbana verið brotin á bak aftur í landinu. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan hefur ýmis framþróun orðin í landinu. Tónlist fór fljótlega að heyrast aftur, eftir áralangt bann Talíbana, og afganskar stúlkur mega nú mennta sig. Sumstaðar fer þetta tvennt saman, eins og í gítarskóla nokkrum fyrir stúlkur í höfuðborginni Kabúl. Skólinn var stofnaður fyrr á þessu ári til minningar um tvær systur á unglingsaldri sem létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni í fyrra. Yfir 5 þúsund almennir borgarar létu lífið í árásum á fyrstu sex mánuðum þess árs, um þriðjungur þeirar börn.RIGHTNæstfjölmennasti hópur hælisleitenda í Evrópu Bjartsýnin sem ríkti fyrir 15 árum hefur þó dofnað. Talíbanar eiga enn sín yfirráðasvæði í sveitum landsins og hafa verið að sækja á. Fyrstu sex mánuði þessa árs létu yfir 5 þúsund almennir Afganar lífið, um þriðjungur þeirra börn. Fyrir vikið ákveða sífellt fleiri að flýja landið. Hátt í þrjár milljónir afganska flóttamanna eru í heiminum, flestir þeirra í nágrannalöndunum Pakistan og Íran, en í Evrópu eru Afganar næstfjölmennasti hópur hælisleitenda á eftir Sýrlendingum.Hátt í þrjár milljónir Afgana eru landflótta, flestir þeirra í nágrannalöndunum Pakistan og Íran en í Evrópu eru Afganir næstfjölmennasti hópur hælisleitenda á eftir Sýrlendingum.Uppbyggingarstarf verði tryggt í 4 ár í viðbót Fulltrúar yfir 70 landa funda nú í Brussel um framtíð Afganistan. Landið er enn algjörlega háð utanaðkomandi hjálp og markmiðið er að safna yfir 3 milljörðum bandaríkjadala á ári til áframhaldandi hjálparstarfa fram til 2020. Því fylgja þó ýmis skilyrði. Þannig ætlar Evrópusambandið að leggja til rúman milljarð dala, en á móti hsétu stjórnvöld í Kabúl því að taka aftur við þeim Afgönum sem neitað er um hæli í Evrópu.Álíka margir milljarðar og í Marshall-aðstoðinni Bandaríkjamenn hafa frá innrásinni fyrir 15 árum dælt ríflega 130 milljörðum dala í uppbyggingu Afganistan. Upphæðin er sambærileg við Marshall áætlunina um enduruppbyggingu Evrópu eftir síðari heimsstyrjöld, en árangurinn hefur verið mun takmarkaðri. John Kerry sagði í dag mikilvægt að fjárfesta í framtíð Afganistan og senda um leið þau skilaboð til Talíbana að gefast upp.Með gítarinn að vopni Á meðan reyna almennir Afganar að lifa sínu daglega lífi þrátt fyrir stöðugan ótta við árásir, sækja skóla og vinnu, spila tónlist og dreyma um framtíðina, eins og í gítarskólanum í Kabúl þar sem hin 14 ára gamla Shiba Rahmani æfir Bob Marley lög. „Ég vil frið og stöðugleika í Afganistan, en ég vil líka brýna fyrir fólki að hvetja stelpur til að læra á gítar svo þær geti skapað betri framtíð fyrir Afganistan," segir Shiba. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Það var í október 2001, aðeins mánuði eftir árásina á tvíburaturnana í New York, sem Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan og áður en árið var úti hafði harðstjórn Talíbana verið brotin á bak aftur í landinu. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan hefur ýmis framþróun orðin í landinu. Tónlist fór fljótlega að heyrast aftur, eftir áralangt bann Talíbana, og afganskar stúlkur mega nú mennta sig. Sumstaðar fer þetta tvennt saman, eins og í gítarskóla nokkrum fyrir stúlkur í höfuðborginni Kabúl. Skólinn var stofnaður fyrr á þessu ári til minningar um tvær systur á unglingsaldri sem létu lífið í sjálfsmorðssprengjuárás í borginni í fyrra. Yfir 5 þúsund almennir borgarar létu lífið í árásum á fyrstu sex mánuðum þess árs, um þriðjungur þeirar börn.RIGHTNæstfjölmennasti hópur hælisleitenda í Evrópu Bjartsýnin sem ríkti fyrir 15 árum hefur þó dofnað. Talíbanar eiga enn sín yfirráðasvæði í sveitum landsins og hafa verið að sækja á. Fyrstu sex mánuði þessa árs létu yfir 5 þúsund almennir Afganar lífið, um þriðjungur þeirra börn. Fyrir vikið ákveða sífellt fleiri að flýja landið. Hátt í þrjár milljónir afganska flóttamanna eru í heiminum, flestir þeirra í nágrannalöndunum Pakistan og Íran, en í Evrópu eru Afganar næstfjölmennasti hópur hælisleitenda á eftir Sýrlendingum.Hátt í þrjár milljónir Afgana eru landflótta, flestir þeirra í nágrannalöndunum Pakistan og Íran en í Evrópu eru Afganir næstfjölmennasti hópur hælisleitenda á eftir Sýrlendingum.Uppbyggingarstarf verði tryggt í 4 ár í viðbót Fulltrúar yfir 70 landa funda nú í Brussel um framtíð Afganistan. Landið er enn algjörlega háð utanaðkomandi hjálp og markmiðið er að safna yfir 3 milljörðum bandaríkjadala á ári til áframhaldandi hjálparstarfa fram til 2020. Því fylgja þó ýmis skilyrði. Þannig ætlar Evrópusambandið að leggja til rúman milljarð dala, en á móti hsétu stjórnvöld í Kabúl því að taka aftur við þeim Afgönum sem neitað er um hæli í Evrópu.Álíka margir milljarðar og í Marshall-aðstoðinni Bandaríkjamenn hafa frá innrásinni fyrir 15 árum dælt ríflega 130 milljörðum dala í uppbyggingu Afganistan. Upphæðin er sambærileg við Marshall áætlunina um enduruppbyggingu Evrópu eftir síðari heimsstyrjöld, en árangurinn hefur verið mun takmarkaðri. John Kerry sagði í dag mikilvægt að fjárfesta í framtíð Afganistan og senda um leið þau skilaboð til Talíbana að gefast upp.Með gítarinn að vopni Á meðan reyna almennir Afganar að lifa sínu daglega lífi þrátt fyrir stöðugan ótta við árásir, sækja skóla og vinnu, spila tónlist og dreyma um framtíðina, eins og í gítarskólanum í Kabúl þar sem hin 14 ára gamla Shiba Rahmani æfir Bob Marley lög. „Ég vil frið og stöðugleika í Afganistan, en ég vil líka brýna fyrir fólki að hvetja stelpur til að læra á gítar svo þær geti skapað betri framtíð fyrir Afganistan," segir Shiba.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira