Fótbolti

Spark í bossann að vera ekki valinn í landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Oxlade-Chamberlain í landsleik.
Oxlade-Chamberlain í landsleik. vísir/epa
Alex Oxlade-Chamberlain er hæstánægður að vera kominn aftur í enska landsliðið sem hann spilaði síðast með fyrir ári síðan.

Þá skoraði Uxinn í 3-0 sigri á Litháen. Hann missti svo af EM vegna meiðsla og var ekki valinn í eina landsliðshóp Sam Allardyce.

Gareth Southgate bráðabirgðalandsliðsþjálfari valdi hann aftur á móti í hópinn fyrir leikina gegn Möltu og Slóveníu.

„Það var spark í bossann fyrir mig að vera ekki valinn í landsliðið. Að vera heill heilsu, í góðu formi og komast ekki í landsliðið var ekki góð tilfinning,“ sagði hinn 23 ára gamli Oxlade-Chamberlain.

„Ég hef spilað með landsliðinu síðan ég var 18 ára og ég vil nú ekki meina að ég hafi tekið því sem sjálfsögðum hlut en það var samt orðinn hluti af mínu tímabili. Ég er ekki ungur lengur og ég þarf að hafa fyrir því að komast í liðið.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×