Þingkonum boðið í BDSM partý í Reykjavík um helgina Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2016 20:30 Þingkonum hefur borist tölvupóstur þar sem þeim er boðið að eiga kynlíf með einum eða fleirum á leynilegum stað í Reykjavík næst komandi laugardag. Skipuleggjendur fullyrða að mannfagnaður sem þessi hafi farið fram í Reykjavík á síðasta ári. Greinilega er að þessi athöfn er hengd við helgina sem Hringborð norðurslóða stendur yfir í Hörpu. Þingmönnum berst eðlilega alls kyns netpóstur á hverjum degi um hin ólíklegustu mál. En pósturinn sem barst nokkrum þingkonum nýlega verður að teljast með þeim óvenjulegri. Greinilegt er að athöfnin sem boðið er til er í tengslum við Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, sem fram fer í Reykjavík um helgina. Þann viðburð sækja hundruð sérfræðinga, stjórnmálamanna og forystufólks alls kyns félagasamtaka héðan og þaðan í heiminum. En sendandi póstsins er arcticmore og undir hann skrifar A. More. Í póstinum er þingkonunum fyrst hælt fyrir fegurð þeirra, orku og gáfur. Síðan eru þær spurðar hvort þær vildu kannski taka þátt í leynilegum viðburði næst komandi laugardag, sem verði í ætt við hágæða norður-nætur viðburð sem haldinn hafi verið í Reykjavík á síðasta ári. Þáttakendur séu af báðum kynjum og ýmsum uppruna en nánari upplýsingar megi finna með því að smella á meðfylgjandi hlekk.Í póstinum er þingkonunum fyrst hælt fyrir fegurð þeirra, orku og gáfur. Síðan eru þær spurðar hvort þær vildu kannski taka þátt í leynilegum viðburði næst komandi laugardag, sem verði í ætt við hágæða norður-nætur viðburð sem haldinn hafi verið í Reykjavík á síðasta ári.Þegar það er gert kemur upp síða sem kennir sig við blæti kynlíf, eða BDSM, með yfir fimm milljón skráðum einstaklingum. Katrín Júlíusdóttir þingkona er ein þeirra þingkvenna sem fékk þetta tilboð. „Mér brá nú pínulítið og fór að hugsa hvort við værum komin þangað. Þessara fylgifiska stórra alþjóðlegra ráðstefna. Af því að bréfið var miklu betur skrifað en þessi „spam“ póstur sem við erum oft að fá,“ segir Katrín. Bréfritari tekur einnig fram að ef þingkonurnar vilji ekki taka þátt í hópathöfnum geti hann fundið leynilegan félaga sem passi viðkomandi yfir helgina. Þau geti síðan skipulagt hvað þau geri á staðnum þar sem samkoman fari fram, og fullri nafnleynd er heitið. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segist hafa þurft að lesa póstinn tvisvar. „Vegna þess að fyrst hélt ég að þetta væri frá Arctic Circle. Þetta er þannig merkt. En svo þarf maður ekki að lesa lengi til að átta sig á hvað er í gangi. Það er líka svolítið dæmigert að einungis kvenkyns þingmenn virðast hafa fengið þennan póst,“ segir Björt. Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þingkonum hefur borist tölvupóstur þar sem þeim er boðið að eiga kynlíf með einum eða fleirum á leynilegum stað í Reykjavík næst komandi laugardag. Skipuleggjendur fullyrða að mannfagnaður sem þessi hafi farið fram í Reykjavík á síðasta ári. Greinilega er að þessi athöfn er hengd við helgina sem Hringborð norðurslóða stendur yfir í Hörpu. Þingmönnum berst eðlilega alls kyns netpóstur á hverjum degi um hin ólíklegustu mál. En pósturinn sem barst nokkrum þingkonum nýlega verður að teljast með þeim óvenjulegri. Greinilegt er að athöfnin sem boðið er til er í tengslum við Hringborð norðurslóða, eða Arctic Circle, sem fram fer í Reykjavík um helgina. Þann viðburð sækja hundruð sérfræðinga, stjórnmálamanna og forystufólks alls kyns félagasamtaka héðan og þaðan í heiminum. En sendandi póstsins er arcticmore og undir hann skrifar A. More. Í póstinum er þingkonunum fyrst hælt fyrir fegurð þeirra, orku og gáfur. Síðan eru þær spurðar hvort þær vildu kannski taka þátt í leynilegum viðburði næst komandi laugardag, sem verði í ætt við hágæða norður-nætur viðburð sem haldinn hafi verið í Reykjavík á síðasta ári. Þáttakendur séu af báðum kynjum og ýmsum uppruna en nánari upplýsingar megi finna með því að smella á meðfylgjandi hlekk.Í póstinum er þingkonunum fyrst hælt fyrir fegurð þeirra, orku og gáfur. Síðan eru þær spurðar hvort þær vildu kannski taka þátt í leynilegum viðburði næst komandi laugardag, sem verði í ætt við hágæða norður-nætur viðburð sem haldinn hafi verið í Reykjavík á síðasta ári.Þegar það er gert kemur upp síða sem kennir sig við blæti kynlíf, eða BDSM, með yfir fimm milljón skráðum einstaklingum. Katrín Júlíusdóttir þingkona er ein þeirra þingkvenna sem fékk þetta tilboð. „Mér brá nú pínulítið og fór að hugsa hvort við værum komin þangað. Þessara fylgifiska stórra alþjóðlegra ráðstefna. Af því að bréfið var miklu betur skrifað en þessi „spam“ póstur sem við erum oft að fá,“ segir Katrín. Bréfritari tekur einnig fram að ef þingkonurnar vilji ekki taka þátt í hópathöfnum geti hann fundið leynilegan félaga sem passi viðkomandi yfir helgina. Þau geti síðan skipulagt hvað þau geri á staðnum þar sem samkoman fari fram, og fullri nafnleynd er heitið. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segist hafa þurft að lesa póstinn tvisvar. „Vegna þess að fyrst hélt ég að þetta væri frá Arctic Circle. Þetta er þannig merkt. En svo þarf maður ekki að lesa lengi til að átta sig á hvað er í gangi. Það er líka svolítið dæmigert að einungis kvenkyns þingmenn virðast hafa fengið þennan póst,“ segir Björt.
Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira