Sonni Ragnar kom Færeyingum á bragðið | Öll úrslit kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2016 20:45 Sonni Ragnar skoraði fyrra mark Færeyja í sigrinum á Lettum. vísir/andri marinó Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Hollendingar, Frakkar og Svíar eru allir með fjögur stig í A-riðli eftir sigra í kvöld. Frakkar, silfurliðið frá EM í sumar, lentu undir gegn Búlgörum á Stade de France þegar Mihail Aleksandrov skoraði úr vítaspyrnu á 6. mínútu. Markið sló Frakka ekki út af laginu og Kevin Gameiro, sem komst ekki í EM-hópinn, jafnaði metin á 23. mínútu. Þremur mínútum síðar kom Dimitri Payet heimamönnum yfir og Antonie Griezmann skoraði svo þriðja markið sjö mínútum fyrir hálfleik. Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik en það gerði Gameiro á 59. mínútu. Quincy Promes skoraði tvö mörk þegar Hollendingar lögðu Hvít-Rússa að velli, 4-1, í Rotterdam. Davy Klaassen og Vincent Janssen voru einnig á skotskónum fyrir Holland sem byrjar þessa undankeppni mun betur en þá síðustu. Aðeins eitt mark var skorað þegar Lúxemborg og Svíþjóð mættust á Stade Josy Barthel í Lúxemborg. Það gerði bakvörðurinn Mikael Lustig á 58. mínútu. Cristiano Ronaldo skoraði fernu þegar Portúgal rúllaði yfir Andorra á heimavelli í B-riðli. Lokatölur 6-0, Evrópumeisturunum í vil en þeir töpuðu fyrir Sviss í 1. umferðinni. Joao Cancelo og Andre Silva komust einnig á blað í portúgalska liðinu. Andorra, sem er án stiga í riðlinum, missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald í leiknum í kvöld. Sonni Ragnar Nattested, leikmaður FH, skoraði fyrra mark Færeyja í óvæntum 0-2 sigri á Lettlandi í Ríga. Sonni Ragnar, sem lék sem lánsmaður með Fylki seinni hluta sumars, kom Færeyingum yfir á 19. mínútu og Joan Simun Edmundsson bætti öðru marki við 20 mínútum fyrir leikslok. Gunnar Nielsen, markvörður Íslandsmeistara FH, stóð í marki Færeyja í kvöld og hélt hreinu líkt og í 1. umferðinni gegn Ungverjum. Færeyingar eru í 2. sæti B-riðils með fjögur stig, tveimur stigum á eftir Svisslendingum sem unnu dramatískan sigur á Ungverjum í Búdapest. Sviss komst þrisvar yfir í leiknum en Adam Szalai jafnaði í tvígang. Varamaðurinn Valentin Stocker skoraði sigurmark gestanna á lokamínútu leiksins. Belgar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir skelltu Bosníu, 4-0, í H-riðli. Belgía hefur unnið báða leiki sína í riðlinum líkt og Grikkland sem vann 2-0 sigur á Kýpur í nágrannaslag. Eden Hazard, Toby Alderweireld og Romelu Lukaku skoruðu mörk Belga auk þess sem Emir Spahic, fyrirliði Bosníu, gerði sjálfsmark. Í sama riðli vann Eistland 4-0 sigur á Gíbraltar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Níu leikir fóru fram í Evrópuhluta undankeppni HM 2018 í kvöld. Hollendingar, Frakkar og Svíar eru allir með fjögur stig í A-riðli eftir sigra í kvöld. Frakkar, silfurliðið frá EM í sumar, lentu undir gegn Búlgörum á Stade de France þegar Mihail Aleksandrov skoraði úr vítaspyrnu á 6. mínútu. Markið sló Frakka ekki út af laginu og Kevin Gameiro, sem komst ekki í EM-hópinn, jafnaði metin á 23. mínútu. Þremur mínútum síðar kom Dimitri Payet heimamönnum yfir og Antonie Griezmann skoraði svo þriðja markið sjö mínútum fyrir hálfleik. Aðeins eitt mark var skorað í seinni hálfleik en það gerði Gameiro á 59. mínútu. Quincy Promes skoraði tvö mörk þegar Hollendingar lögðu Hvít-Rússa að velli, 4-1, í Rotterdam. Davy Klaassen og Vincent Janssen voru einnig á skotskónum fyrir Holland sem byrjar þessa undankeppni mun betur en þá síðustu. Aðeins eitt mark var skorað þegar Lúxemborg og Svíþjóð mættust á Stade Josy Barthel í Lúxemborg. Það gerði bakvörðurinn Mikael Lustig á 58. mínútu. Cristiano Ronaldo skoraði fernu þegar Portúgal rúllaði yfir Andorra á heimavelli í B-riðli. Lokatölur 6-0, Evrópumeisturunum í vil en þeir töpuðu fyrir Sviss í 1. umferðinni. Joao Cancelo og Andre Silva komust einnig á blað í portúgalska liðinu. Andorra, sem er án stiga í riðlinum, missti tvo leikmenn af velli með rautt spjald í leiknum í kvöld. Sonni Ragnar Nattested, leikmaður FH, skoraði fyrra mark Færeyja í óvæntum 0-2 sigri á Lettlandi í Ríga. Sonni Ragnar, sem lék sem lánsmaður með Fylki seinni hluta sumars, kom Færeyingum yfir á 19. mínútu og Joan Simun Edmundsson bætti öðru marki við 20 mínútum fyrir leikslok. Gunnar Nielsen, markvörður Íslandsmeistara FH, stóð í marki Færeyja í kvöld og hélt hreinu líkt og í 1. umferðinni gegn Ungverjum. Færeyingar eru í 2. sæti B-riðils með fjögur stig, tveimur stigum á eftir Svisslendingum sem unnu dramatískan sigur á Ungverjum í Búdapest. Sviss komst þrisvar yfir í leiknum en Adam Szalai jafnaði í tvígang. Varamaðurinn Valentin Stocker skoraði sigurmark gestanna á lokamínútu leiksins. Belgar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir skelltu Bosníu, 4-0, í H-riðli. Belgía hefur unnið báða leiki sína í riðlinum líkt og Grikkland sem vann 2-0 sigur á Kýpur í nágrannaslag. Eden Hazard, Toby Alderweireld og Romelu Lukaku skoruðu mörk Belga auk þess sem Emir Spahic, fyrirliði Bosníu, gerði sjálfsmark. Í sama riðli vann Eistland 4-0 sigur á Gíbraltar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira