Dramatískur ítalskur sigur í Makedóníu | Úrslit kvöldins | Sjáðu mörkin Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 9. október 2016 20:30 Tveir síðustu leikir þriðju umferðar í D- og G-riðli undankeppni HM í fótbolta voru leiknir á sama tíma og Ísland lagði Tyrkland í kvöld. Í D-riðli vann Írland 3-1 sigur á Moldovíu á útivelli og Serbía lagði Austurríki 3-2 á heimavelli. Shane Long kom Írum yfir strax á annarri mínútu en Igor Bugaiov jafnaði metin á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. James McClean kom Írlandi yfir á ný á 69. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði hann aftur og tryggði Írum sigur. Írland er með sjö stig eftir þrjá leiki en Moldovía er án stiga. Aleksandar Mitrovic kom Serbum yfir gegn Austurríki eftir aðeins sex mínútna leik en það tók Marcel Sabitzer aðeins níu mínútur að jafna metin. Mitrovic kom Serbíu aftur yfir aðeins átta míntum síðar og var staðan 2-1 í hálfleik fyrir Serbíu. Marc Janko jafnaði fyrir Austurríki á 62. mínútu en tólf mínútum síðar kom Dusan Tadic Serbíu yfir í þriðja sinn. Serbía er með 7 stig á toppi riðilsins en Austurríki er með 4 stig í fjórða sæti. Í G-riðli lagði Spánn Albaníu 2-0 í Albaníu og Ítalía vann dramatískan sigur á Makedóníu 3-2 á útivelli. Diego Costa kom Spáni yfir á 10. mínútu seinni hálfleiks eftir skelfileg mistök markvarðar Albaníu. Átta mínútum síðar bætti Nolito öðru marki við. Í Makedóníu kom Andrea Belotti Ítalíu í 1-0 á 24. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Ilija Nestorovski jafnaði fyrir Makedóníu á 57. mínútu og tveimur mínútum síðar kom Ferhan Hasani heimamönnum yfir. Ciro Immobile jafnaði metin fyrir ítalíu þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum og á fyrstu mínútu uppbótartíma tryggði Immobile Ítalíu sigurinn. Spánn er í efsta sæti riðilsins með 7 stig líkt og Ítalía en með betri markatölu. Albanía sem vann tvo fyrstu leiki sína er með sex stig. Makedónía er án stiga. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira
Tveir síðustu leikir þriðju umferðar í D- og G-riðli undankeppni HM í fótbolta voru leiknir á sama tíma og Ísland lagði Tyrkland í kvöld. Í D-riðli vann Írland 3-1 sigur á Moldovíu á útivelli og Serbía lagði Austurríki 3-2 á heimavelli. Shane Long kom Írum yfir strax á annarri mínútu en Igor Bugaiov jafnaði metin á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. James McClean kom Írlandi yfir á ný á 69. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði hann aftur og tryggði Írum sigur. Írland er með sjö stig eftir þrjá leiki en Moldovía er án stiga. Aleksandar Mitrovic kom Serbum yfir gegn Austurríki eftir aðeins sex mínútna leik en það tók Marcel Sabitzer aðeins níu mínútur að jafna metin. Mitrovic kom Serbíu aftur yfir aðeins átta míntum síðar og var staðan 2-1 í hálfleik fyrir Serbíu. Marc Janko jafnaði fyrir Austurríki á 62. mínútu en tólf mínútum síðar kom Dusan Tadic Serbíu yfir í þriðja sinn. Serbía er með 7 stig á toppi riðilsins en Austurríki er með 4 stig í fjórða sæti. Í G-riðli lagði Spánn Albaníu 2-0 í Albaníu og Ítalía vann dramatískan sigur á Makedóníu 3-2 á útivelli. Diego Costa kom Spáni yfir á 10. mínútu seinni hálfleiks eftir skelfileg mistök markvarðar Albaníu. Átta mínútum síðar bætti Nolito öðru marki við. Í Makedóníu kom Andrea Belotti Ítalíu í 1-0 á 24. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Ilija Nestorovski jafnaði fyrir Makedóníu á 57. mínútu og tveimur mínútum síðar kom Ferhan Hasani heimamönnum yfir. Ciro Immobile jafnaði metin fyrir ítalíu þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum og á fyrstu mínútu uppbótartíma tryggði Immobile Ítalíu sigurinn. Spánn er í efsta sæti riðilsins með 7 stig líkt og Ítalía en með betri markatölu. Albanía sem vann tvo fyrstu leiki sína er með sex stig. Makedónía er án stiga.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Sjá meira