Ragnar: Létum þetta líta auðvelt út Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2016 21:44 Ragnar í barátttu við Tyrki í leiknum í kvöld. Ragnar Sigurðsson var traustur í íslensku vörninni í kvöld í sigrinum gegn Tyrklandi. Tyrkirnir fengu ekki færi í leiknum og varnarmenn Íslands stigu vart feilspor. „Tyrkirnir áttu aldrei séns hér í kvöld og við lokuðum á allt sem þeir gerðu. Við skorðuðum tvö frábær mörk og áttum að skora fleiri. Í heildina séð var þetta frábær leikur,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi eftir leik. „Þetta var liðsvinna hjá okkur. Ég bjóst við þeim aðeins sterkari í dag en það vorum við sem gerðum þetta auðvelt fyrir okkur, Tyrkirnir eru ekki svona lélegir. Við gerðum þetta saman eins og við gerum best og við létum þetta líta auðvelt út hér í kvöld,“ bætti Ragnar við. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, var í leikbanni og spilaði því ekki í kvöld. Fjarvera hans virtist þó ekki hafa haft mikil áhrif á leik liðsins. „Eins og ég sagði fyrir leikinn gegn Finnum þá eru allir sem spila mikilvægir fyrir okkur. Þó svo að Aron sé mjög mikilvægur þá erum við með menn sem geta leyst margar stöður. Við sýndum það í dag hvað við höfum góða breidd,“ bætti Ragnar við. Íslenska liðið virtist vera búið að laga það sem miður fór gegn Finnum þar sem liðið fékk á sig tvö mörk og varnarleikurinn langt frá því eins góður og hann var í kvöld. „Ég veit ekki hvað það var. Kannski að það var langt síðan við spiluðum á Laugardalsvelli. Við fengum sex stig út úr þessum leikjum. Við getum pælt í þessu fram og til baka en sex stig eru raunin og við erum ánægðir með það.“ Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu en þá eiga Íslendingar harma að hefna eftir tap í umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu. „Maður gleymir því aldrei, það var ógeðslegur leikur sem við klúðruðum sjálfir. Við erum ekkert í fýlu út í Króatana en við ætlum að sýna að við hefðum átt að gera betur í þeim leikjum og klára þá núna,“ sagði Ragnar að lokum. Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Sjá meira
Ragnar Sigurðsson var traustur í íslensku vörninni í kvöld í sigrinum gegn Tyrklandi. Tyrkirnir fengu ekki færi í leiknum og varnarmenn Íslands stigu vart feilspor. „Tyrkirnir áttu aldrei séns hér í kvöld og við lokuðum á allt sem þeir gerðu. Við skorðuðum tvö frábær mörk og áttum að skora fleiri. Í heildina séð var þetta frábær leikur,“ sagði Ragnar í samtali við Vísi eftir leik. „Þetta var liðsvinna hjá okkur. Ég bjóst við þeim aðeins sterkari í dag en það vorum við sem gerðum þetta auðvelt fyrir okkur, Tyrkirnir eru ekki svona lélegir. Við gerðum þetta saman eins og við gerum best og við létum þetta líta auðvelt út hér í kvöld,“ bætti Ragnar við. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska liðsins, var í leikbanni og spilaði því ekki í kvöld. Fjarvera hans virtist þó ekki hafa haft mikil áhrif á leik liðsins. „Eins og ég sagði fyrir leikinn gegn Finnum þá eru allir sem spila mikilvægir fyrir okkur. Þó svo að Aron sé mjög mikilvægur þá erum við með menn sem geta leyst margar stöður. Við sýndum það í dag hvað við höfum góða breidd,“ bætti Ragnar við. Íslenska liðið virtist vera búið að laga það sem miður fór gegn Finnum þar sem liðið fékk á sig tvö mörk og varnarleikurinn langt frá því eins góður og hann var í kvöld. „Ég veit ekki hvað það var. Kannski að það var langt síðan við spiluðum á Laugardalsvelli. Við fengum sex stig út úr þessum leikjum. Við getum pælt í þessu fram og til baka en sex stig eru raunin og við erum ánægðir með það.“ Næsti leikur Íslands er gegn Króatíu en þá eiga Íslendingar harma að hefna eftir tap í umspilsleikjum um sæti á HM í Brasilíu. „Maður gleymir því aldrei, það var ógeðslegur leikur sem við klúðruðum sjálfir. Við erum ekkert í fýlu út í Króatana en við ætlum að sýna að við hefðum átt að gera betur í þeim leikjum og klára þá núna,“ sagði Ragnar að lokum.
Íslenski boltinn Íþróttir Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Sjá meira