Zlatan er nú búinn að skora fyrir sjö félög í Evrópukeppnum en hann er markahæstur United-liðsins með sex mörk á tímabilinu og er eini leikmaðurinn sem er búinn að spila alla tíu leiki liðsins til þessa.
Þrátt fyrir að vera markahæstur í liðinu og að skora sigurmarkið í gærkvöldi fékk Svíinn ekki háa einkun fyrir frammistöðu sína hjá Michael Owen, fyrrverandi framherja Manchester United, sem var sérfræðingur BT Sport á leiknum í gærkvöldi.
„Það var engin hreyfing á Zlatan. Hann á það til að standa bara á fjærstönginni og bíða eftir boltanum. Það komu nokkrar fyrirgjafir inn á teiginn í kvöld en alltaf stóð hann á sama stað,“ sagði Michael Owen.
Zlatan skoraði í fyrstu fjórum leikjum sínum fyrir Manchester United en var ekki búinn að skora í fjórum leikjum í röð áður en hann tryggði liðinu sigurinn í gær.