FH-banarnir nálgast milljarð króna í verðlaunafé fyrir Evrópuævintýrið Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2016 09:45 Leikmenn og þjálfari Dundalk fagna eftir sigurinn í gærkvöldi. vísir/afp Írska liðið Dundalk, sem lagði FH í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar, gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga í Maccabi Tel Aviv, 1-0, í annarri umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Ævintýri Dundalk ætlar engan endi að taka en írskum fjölmiðlum fannst nógu merkilegt að liðið hefði unnið Íslandsmeistara FH í forkeppninni og gerðu mikið úr því eins og Vísir fjallaði um í sumar. Eftir sigurinn á FH vann Dundalk Íslandsvinina í BATE Borisov og komst þannig í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar gegn Legía Varsjá. Sama hvað gerðist þar var liðið öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þangað sem Dundalk fór eftir tap gegn pólska liðinu.Írarnir fagna sigurmarkinu.vísir/afpGullpottur Dundalk er búið að græða á tá og fingri og má hæglega fullyrða að liðið er orðið það langríkasta á Írlandi. Það nálgast nú einn milljarð króna í tekjur vegna árangurs í forkeppni Meistaradeildarinnar og riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Dundalk fékk 300.000 Evrur eða 39 milljónir króna á núvirði fyrir sigurinn á FH og 51 milljón króna fyrir að leggja BATE. Þá var írska liðið komið í gullpottinn því þó það tapaði fyrir Legía Varsjá fá liðin sem tapa í umspili Meistaradeildarinnar þrjár milljónir evra eða 385 milljónir króna. Írska félagið fékk svo aðrar 2.400.000 milljónir evra fyrir að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eða 308 milljónir króna. Fyrir það eitt að komast þessa leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fékk Dundalk 783 milljónir króna.Formaður Dundalk tók leikinn í stúkunni í Krikanum með sínu fólki og fagnaði vel.vísir/eyþór844 milljónir og telurDundalk náði í stig á útivelli gegn AZ Alkmaar í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en það var fyrsta stigið sem írskt lið fær í riðlakeppninni í sögunni. Stig í riðlakeppni Evrópudeildarinnar gefur 120.000 evrur eða fimmtán milljónir króna. Í gær hafði liðið svo betur gegn Maccabi Tel Avic og fékk fyrir það 360.000 evrur eða 46 milljónir króna. Leikurinn gat ekki einu sinni farið fram á heimavelli Dundalk því hann stenst ekki kröfur UEFA. Liðið hefur spilað á Tallaght-leikvanginum í Dyflinni. Í heildina er Dundalk búið að fá 844 milljónir í verðlaunafé og getur liðið haldið áfram að safna í kassann. Fjórir leikir eru eftir í riðlinum en fyrir sigur í sínum riðli fær Dundalk 64 milljónir króna og 32 milljónir fást fyrir annað sætið. Aðrar 64 milljónir fást fyrir að komast í 32 liða úrslitin. KR var eina liðið sem vann Evrópueinvígi í sumar en FH, Valur og Breiðablik féllu á fyrstu hindrun. Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stjóri Dundalk kom stuðningsmönnum FH-bananna til bjargar FH-banarnir í Dundalk þreyta frumraun sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á morgun þegar þeir mæta hollenska liðinu AZ Alkmaar á útivelli. 14. september 2016 23:30 Dundalk náði jafntefli og Inter tapaði | Úrslit kvöldsins FH-banarnir í Dundalk halda áfram að gera það gott í Evrópukeppni. 15. september 2016 21:15 Ævintýri FH-banana heldur áfram Dundalk frá Írlandi gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga á heimavelli. 29. september 2016 21:00 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Sjá meira
Írska liðið Dundalk, sem lagði FH í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar fyrr í sumar, gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga í Maccabi Tel Aviv, 1-0, í annarri umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í gærkvöldi. Ævintýri Dundalk ætlar engan endi að taka en írskum fjölmiðlum fannst nógu merkilegt að liðið hefði unnið Íslandsmeistara FH í forkeppninni og gerðu mikið úr því eins og Vísir fjallaði um í sumar. Eftir sigurinn á FH vann Dundalk Íslandsvinina í BATE Borisov og komst þannig í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar gegn Legía Varsjá. Sama hvað gerðist þar var liðið öruggt með sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þangað sem Dundalk fór eftir tap gegn pólska liðinu.Írarnir fagna sigurmarkinu.vísir/afpGullpottur Dundalk er búið að græða á tá og fingri og má hæglega fullyrða að liðið er orðið það langríkasta á Írlandi. Það nálgast nú einn milljarð króna í tekjur vegna árangurs í forkeppni Meistaradeildarinnar og riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Dundalk fékk 300.000 Evrur eða 39 milljónir króna á núvirði fyrir sigurinn á FH og 51 milljón króna fyrir að leggja BATE. Þá var írska liðið komið í gullpottinn því þó það tapaði fyrir Legía Varsjá fá liðin sem tapa í umspili Meistaradeildarinnar þrjár milljónir evra eða 385 milljónir króna. Írska félagið fékk svo aðrar 2.400.000 milljónir evra fyrir að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eða 308 milljónir króna. Fyrir það eitt að komast þessa leið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar fékk Dundalk 783 milljónir króna.Formaður Dundalk tók leikinn í stúkunni í Krikanum með sínu fólki og fagnaði vel.vísir/eyþór844 milljónir og telurDundalk náði í stig á útivelli gegn AZ Alkmaar í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en það var fyrsta stigið sem írskt lið fær í riðlakeppninni í sögunni. Stig í riðlakeppni Evrópudeildarinnar gefur 120.000 evrur eða fimmtán milljónir króna. Í gær hafði liðið svo betur gegn Maccabi Tel Avic og fékk fyrir það 360.000 evrur eða 46 milljónir króna. Leikurinn gat ekki einu sinni farið fram á heimavelli Dundalk því hann stenst ekki kröfur UEFA. Liðið hefur spilað á Tallaght-leikvanginum í Dyflinni. Í heildina er Dundalk búið að fá 844 milljónir í verðlaunafé og getur liðið haldið áfram að safna í kassann. Fjórir leikir eru eftir í riðlinum en fyrir sigur í sínum riðli fær Dundalk 64 milljónir króna og 32 milljónir fást fyrir annað sætið. Aðrar 64 milljónir fást fyrir að komast í 32 liða úrslitin. KR var eina liðið sem vann Evrópueinvígi í sumar en FH, Valur og Breiðablik féllu á fyrstu hindrun.
Evrópudeild UEFA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Stjóri Dundalk kom stuðningsmönnum FH-bananna til bjargar FH-banarnir í Dundalk þreyta frumraun sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á morgun þegar þeir mæta hollenska liðinu AZ Alkmaar á útivelli. 14. september 2016 23:30 Dundalk náði jafntefli og Inter tapaði | Úrslit kvöldsins FH-banarnir í Dundalk halda áfram að gera það gott í Evrópukeppni. 15. september 2016 21:15 Ævintýri FH-banana heldur áfram Dundalk frá Írlandi gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga á heimavelli. 29. september 2016 21:00 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Sjá meira
Stjóri Dundalk kom stuðningsmönnum FH-bananna til bjargar FH-banarnir í Dundalk þreyta frumraun sína í riðlakeppni Evrópudeildarinnar á morgun þegar þeir mæta hollenska liðinu AZ Alkmaar á útivelli. 14. september 2016 23:30
Dundalk náði jafntefli og Inter tapaði | Úrslit kvöldsins FH-banarnir í Dundalk halda áfram að gera það gott í Evrópukeppni. 15. september 2016 21:15
Ævintýri FH-banana heldur áfram Dundalk frá Írlandi gerði sér lítið fyrir og vann Viðar Örn Kjartansson og félaga á heimavelli. 29. september 2016 21:00